Sameiningin - 01.06.1914, Blaðsíða 14
94
liiminhvelfingin og þeir, sem hafa leitt marga til rétt-
lætis, eins og stjörnurnar um aldur og æfi.
Já, í nafni guðs kristni heima á Islandi ber eg þá
fram hjartfólgna þökk til guSs yfir þessari kistu: Að
foringjar veittu forvstu og fólkið kom sjálfviljuglega —
fyrir það lofið drottin, sem liefir gefið oss þennan for-
ingja! Lofi drottin, öll hin íslenzka þjóð; enn ljómar
miskunn guðs yfir henni. Lofið drottinn, þér Vestur-
Islendingar, því hann liefir gefiÖ yður mikið. Lofið
drottin, þér saknandi ekkja liins látna ástvinar og fóstur-
börn hans; þér liafið séð dýrð guðs í lífi og dauða ást-
vinar yðar. Mikið liafið þér mist, en meira eigið þér
samt, því minning hans, dæmi og fyrirbænir eigið þér og
sæla samfundar-von.
Lofa drottin, þú söfnuður guðs við kirkju þessa;
guð gaf þér mikiÖ, og alt liefir hann gjört vel. Lofa
drottin fyrir líf þessa trúa liirÖis, fvrir starf hans og á-
vexti þess, og einnig fyrir það, að hann hefir leyst hann
af hólminum, og kallað hann inn til dýrðar sinnar.
Lofa þú drottin, sála mín, og alt livað í mér er hans
heilaga nafn. 0g eg vil að endingu biðja þeirrar bænar,
sem svo oft kom í huga minn, er eg heimsókti hann sjúk-
an. Já, vér viljum biÖja:
Drottinn! láttu þjón þinn í friði fara, en gef oss að
deyja dauða hins réttláta og vort hið síÖasta verða sem
hans! Gefðu oss náð þína, ó guð! til þess að vegsama
þig með lífi voru og dauða, fyrir Jesúm Krist. Amen.
ÁGRIP AF ÆFI SÉRA JÓNS BJARNASONAR, dr. theol.
Eftir séra Rúnólf Marteinsson.
Hinn 15. dag Nóvember-mánaðar, árið 1845, fæddist Jón Bjarna-
son aS Þvottá í ÁlftafirSi, SuSurmúlasýslu, á Islandi. FaSir hans
var Bjarni Sveinsson, stúdent frá BessastaSaskóla, siðar prestur. Var
sú ætt úr FáskrúðsfirSi í sömu sýslu. Móðir Jóns var Rósa Brynjólfs-
dóttir Gíslasonar frá Eydölum, alsystir séra Gísla doktors Brynj-
ólfssonar, er prestur var á KolfreyjustaS í Reyðarfirði, og faðir
Gísla skálds Brynjólfssonar. Rósa var áður gift séra Jóni Bergs-
syni, er lengi var prestur á Hofi i Álftafirði og dó þar 16. Ágúst,