Sameiningin - 01.06.1914, Qupperneq 28
108
Marz, 27 ára að aldri; lætr eftir sig þrjú börn, eitt nýfcett. Var
fráfall hennar sérlega sorglegt og mikið mótlæti hennar mörgu ást-
vinum og ættmönnum. Líkið var flutt til Minneota og jarðað í
grafreit ættarinnar þar.
-----o-------
KVITTA3 FYRIR:
Greiðst hefir sem hér fylgir síöan aiS auglýst var og kvittaS fyrir I
Lögbergi 21 Maí:
Heimatrúboðs-sjóður—Swan River söfnuSur $5.00; samskot viS
messu að Vestfold, $2.30.
Kirkjufélagsjóður__SafnaíSargjöld. Bræöra-söfnuSur, $5.70; Vík-
ur-söfnuður, $9.90; Melankton-söfnuÍSur, $12.10; kingvalla-nýlendu-
söfnuður, $5.15; Fyrsti lúterski-söfnuSur, $60; Immanúel-söfnuöur,
Wynyard, $4.30; Árdals-söfnuöur, $25.50; Konkordiu-söfnuÖur,
$10.00; Breiöuvlkur-söfnuður, $6.50; Selkirk-söfnuöur, $22.35;
Skjaldborgar-söfnuöur, $3.60.
Heiðing'jatrúboðssjóður.—Missíons félag Selkirk safnaðar, $50.00.
--------O--------
FYRIR UNGA FÓLKIÐ-
Deiid þessa annast séra Friðrik Haligrímsson.
JAF VXSKUR BARXAVINUR
Ishii Juji hét ungur japanskur námsmaður, sem var að lesa lækn-
isfræði. Hann snerist til kristinnar trúar og varð katólskur; en við
lestur ritningarinnar hvarf hann frá þeirri kirkjudeild og gekk i
söfnuð Congregazionalista. ,
Hann var fátækur og varð að vinna fyrir sér, jafnhliða því að
stunda námið; en ekkert tækifæri lét hann ónotað, til að leiða landa
sína til kristinnar trúar. Þá kom til Japan árið 1886 barnavinurinn
nafnkunni George Múller frá Bristol á Englandi, sem sett hafði þar
á fót fjölda af heimilum fyrir munaðarlaus börn, án þess nokkurn-
tíma að biðja nokkurn mann um styrk til þess, heldur aðeins biðj-
andi borið málefni sitt og þarfir þess fram fyrir guð með dýrðlegum
bænheyrslu-árangri. Hann hélt fyrirlestra um þetta starf sitt og afl
trúaðrar bænar í Japan, og þeir fyrirlestrar höfðu mikil áhif á
læknisfræðinginn unga og vöktu hjá honum sterka löngun til að
geta orðið verkfæri í hendi guðs, til að leiða líka blessun yfir mun-
aðarleysingjana hjá þjóð sinni.
Árið eftir vildi svo til, að förukona sár-fátæk var á ferð með
tvö börn sín og gisti eina nótt í kofa nálægt þar sem Ishii átti heima.
Hann kendi í brjósti um þau og fór til þeirra með skál af hrísgrjón-
um, fékk hana drengnum, sem var 8 ára gamall; en hann rétti
skálina undir eins systur sinni, sem var kryplingur. Móðir þeirra