Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1916, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.04.1916, Blaðsíða 4
34 Páskar. “ Allir Aþenumenn og atSkomnir, sem sezt hafa þar að, gáfu sér ekki tóm til annars fremur en að segja eða heyra eitthvað nýtt” — þannig hljóðar clómur Lúkasar um þessi brjóstbörn grísku menningarinnar, lýsing hans á ástandi hennar og þeirra um miðja öldina fyrstu eftir Krists fæðing. (Post. 17, 21). Sömu lýsinguna á þessi öld, sem vér lifum á, með öllum rétti; hún er sú lang- mesta nýjunga-öld, sem enn hefir runnið u|)p í heimin- um. Kannsóknir og uppgötvanir, byltingar og umrót, nýmæli í öllum myndum og af öllum tegundum; þetta er orðið, í andlegum skilningi tal-að, að daglegu brauði manna. Þeir lifa á þessu, þola til dæmis varla við einn sólarhring án þess að fá sinn daglega skamt af nýjung- um í fréttablöðunum. Það er ekki ofsögum sagt um börn vorrar aldar, fremur en um Aþenumenn, að þau gefi sér ekki tóm til annars fremur en að segja eða heyra eithvað nýtt. Þessi nýjungagirni hefir auðvitað náð sér niðri á sviði trúarinnar eins og annars staðar, og haft þar á- hrif bæði á presta og leikmenn. Ekki skal þó að þessu sinni rætt um byltingarnar í trúarefnum, um afneitun sögnlegra trúaratriða, sem víð-a, stinga sér niður. Hitt er enn almennara, að menn halda við gömlu játningarn- ar, að minsta kosti í orði kveðnu, en heimta, að eitthvuð nýtt sé út af því efni lagt í hvert sinn er þeir koma til kirkju. Menn vonast sífelt eftir nýjum skýringum, nýjum sannindum, er áður hafi verið ókunn eða leg'ið í þagnargildi, sí-ferskum frumleik í efni og umbúðum lcenni ngatrinnar. Þetta er auðvitað gott og blessað, ef ekld fer út í öfgar. Sannleikurinn guðlegi verðu-r aldrei skoðaður til lilítar. A því svæði finnur leitandi maður alt af eitt- hvað nýtt. En leitin gengur úr hófi, ef menn kasta jafn- óðum því, sem þeir liafa þegar fundið í nýmæla-ákefð inni. Þetta tvent, gamalt og nýtt, endurtekningar og umbreytingar, á að vera í jafnvægi í lífi voru. Annars er lífið ekki heilbrigt. Lífið er eldgamalt og sý-ungt,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.