Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1916, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.04.1916, Blaðsíða 6
36 hlakkað til samfundanna—lof sé góÖum Guði fyrir þennan eldgamla, marg*-endurtekna, ókrakta og óhrekj- anlega sannleika! Hann verður á hverju vori sí-ungt gleðiefni öllum trúuðum hjörtum, sem geta fundið til, eins og vorið í heimi náttúrunnar. G. G. Sumar Liðinn er loks hinn langi og kaldi vetur. Sumarið er komið. Snjórinn og klakinn hafa flúið fyrir ylgeisl- um hækkandi sólar. Náttúran vaknar af þungum svefni, rís upp, endurnærð, og býður góðan dag. Alt á jörð- unni lifnar og* blómgast og lofar hann, sem lífið gaf.—- Líf! Líf! Allir hlutir á láði og í lofti boða líf—líf og* gleði. Hið litla blað, sem stingur grænum broddi upp úr þiðnaðri jörðinni sólarmegin við húsvegginn, kallar til vor kátt og sigrilirósandi, þegar vér komum rit á morgnana, og segir: “ Eg lifi, eg lifi. ” Litli lækurinn, sem kemur hlægjandi niður brekkuna, leystur úr klaka- böndunum, syngur með fjöri æskunnar: “Eg lifi, eg lifi.” Litli fuglinn lioppar grein af grein, ræður sér ekki fyrir fjöri og kæti, og tístir: “Eg lifi, eg lifi.” Sólin á lnmninum, vindurinn í loftinu, grösin á jörðinni, alt er tekið að stilla strengi á hörpu lífsins, og allir tón- ar titra boðskap lífs og gleði. “Líf og upprisa, upprisa og líf ” ómar frá himni til jarðar og frá jörðu til himins. “Guði sé lof, því að gæzkan ei dvín, Guði sé lof, því að sumarið skín; skepnan öll kveður nú skaparans prís, skeiðið er hlaupiÖ og sigurinn vís. Skeiðið er lilaupiÖ, og skammdegið svart skiftist nú aftur við sumarið bjart; skeiðið er hlaupið, inn dimmasta dal Drottinn nú gjörir að ijómandi sal. 0g eg skyldi’ ei þreifa’ á þér, himneska hönd!

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.