Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1916, Page 8

Sameiningin - 01.04.1916, Page 8
38 lieimili það verða, sem sorgarskýin sveipa á næstu miss- irum, svo margir sem þeir nú eru orðnir úr liópi vorum, sem komnir eru í herinn. Og ekki ber oss að afbiðja þann kaleik, ekki skorast undan að drekka vorn skerf af þeim beiska bikar, fyrst vér nú erum til þess kvaddir af lieilagri skyldunni. En liafi menn nokkurn tíma frá fyrstu öldum liaft þörf og hvöt til þess, að leita í auðmýkt biðjandi til Guðs almáttugs, þá er það nú; og bafi krossinn Krists noldv- urn tíma verið mönnuin athvarf, þá er hann það nú. Enda flýja menn nú unnvörpum í það skjólið. 0g meðan eymdin er svo óumræðilega mikil, og þar sem dauðinn vofir yfir bvarvetna, hvernig geta. menn þá látið sér sæma, að vekja óspektir og gremju beima fyrir og þjóna illri lund sinni öðrum til ama. Er ekki nær, að menn reyni að líkna einbverju og bugga einhvern, beldur en vera að rífast? Vonbrigði. 1 kvæðinu Maud Muller, eftir "VYhittier, er glötuðu tækifæri lýst með mjög viðkvæmum orðum. Tvær sálir, sem frá upphafi vega virðast liafa verið ætlaðar hvor annari, hittast eitt augnablik eins og af guðlegri for- sjón en fá svo ekki ráðið rún örlaga sinna og farast á mis—bera, með öðrum orðum, ekki gæfu til að njótast. Úr óhappi þessu gerir svo skáldið tvær barmsögur, eða öllu heldur tvær útgáfur af sömu harmsögunni. Hvort- tveggja mannslífið, sem hér er um að ræða, verður upp- frá örlaga-stund þeirri drungalegt, þreytandi, misbepn- að líf. Samveru-augnablikið unaðsríka var óskastund beggja, og þegar sá gæfu-lykiil glataðist ónotaður, var gæfunni sjálfri óafturkallanlega á glæ kastað. Líf beggja verður þaðan í frá eins og lamaður, vængbrotinn fugl, sem hefur sig ekki á flug. Söknuður og eftirsjá verður lielzta fróin. Yrkisefninu er svo safnað saman í einn átakanlegan brennipunkt í þessum ógleymanlegu niðurlagsorðum kvæðisins:

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.