Sameiningin - 01.04.1916, Síða 9
39
“For all sad words of tongue or pen,
Tlie saddest are these: ‘It miglit liave been’.”
Óefað er það að eins einn örmjór þáttur í tilfinn-
ingalífi skáldsins, en ekki lífsskoðun hans öll, sem hirtist
í kvæði þessu. lít í þá sálma verður ekki farið hér. En
hitt er þó engu að síður víst, að þessi skoðun á von-
brigðum og mistökum lífsins—að þau hljóti að leiða af
sér ólæknanleg sálar-örkuml—sú lífsskoðun er alt annað
en sjaldgæf og jafnvel í hávegum liöfð hjá mörgum.
Það er eins og mönnum finnist eitthvað háleitt og fagurt
í því fólgið, að setjast í lielgan stein og syrgja sviknar
vonir, .að falla fram og tilbiðja. eitthvert ímyndað ágæti,.
sem maður hefði getað náð, hefði eitthvað farið á annan
veg en raun varð á.
A móti því háttalagi, þeirri ósönnu og óhollu lífsskoð-
un talar Drottinn skýrt og skorinort í þeim heilaga sögu-
kafla, sem til íhugunar liggur fyrir kristna menn í vik-
unni frá pálmasunnudegi til páska. Hörmuleg mistök,
átakanlegustu vonbrigðin í mannkynssögunni liggja þar
fyrir oss. Hugsum um undanfarna sögu Gryðinga-þjóð-
arinnar, um Messíasarvonina, sem Drottinn sjáifur
hafði gefið þeirri þjóð; um dýrmæti þeirrar vonar, og'
hvernig hún virðist í þann veginn að rætast, til ódauð-
legrar dýrðar og heilla fyrir þjóðina, þegar frelsarinn
kemur fram opinherlega eins og hinn fyrirheitni Messí-
as, hinn l'ang-þráði frelsisgjafi og friðarhöfðingi þjóð-
arinnar, á för sinni yfir Olíufjallið á pálmasunnudag.
Hugsum um spádómana guðinnblásnu um einmitt þessa
stund, þegar Messías kemur til borgar Drottins, um
tækifærið, sem hér virtist liggja fyrir þjóðinni, og á hve
hræðilegan hátt hún hafnaði því tækifæri. Afleiðingin,
sem yfir þá þjóð kom út af þeim mistökum, vill nú ein-
hver segja, er einmitt til sannindamerkis um það, hvern-
ið glatað tækifæri dregur ógæfu-dilkinn á eftir sér og
getur með engu móti við hann losast, og þar með sannað
málið, sem eg vildi ósanna með hugleiðingum þessum.
Að því atriði skal vikið seinna. En lítum snöggvast á
mál þetta frá sjónarmiði Drottins sjálfs. Hann hafði
elskað þessa þjóð—út af lífinu, mættum vér segja, á