Sameiningin - 01.04.1916, Page 11
41
liepnuðu lífi. Hann er fús til þess, að láta verða úr
þínu lífi og mínu það bezta, það fegursta, sem það getur
samkvæmt eðli sínu framleitt, bæði í tímanum og eilífð-
inni. Hann lokar ekki dyrum gæfunnar, þótt vér tökum
eitt óhappaspor fram hjá þeim. Tækifærin eru í raun
og veru eins mörg eins og augnablikin í æfi þinni allri
frá vöggu til grafar.
Og nú vil eg segja nokkuð, sem í fljótu bragði virðist
ef til vill koma í bága við alt það, sem eg hefi sagt hér
að framan. Hafir þú ekki enn orðið fyrir vonbrigðum,
sárum og’ þungum, í lífinu, þú bústu við þeim. Og meira
að segja, því fegurri og göfugri, sem vonirnar eru, því
hærra, sem þær stefna, því meiri líkur til þess, að þær
hnígi allar til jarðar fyr eða síðar. Ekki segi eg þetta,
til að draga kjark úr neinum. Yon, sprottin af góðri
rót, er heilög gjöf frá Guði sjálfum, hvað sem um hana
verður síðar. En það, sem eg vildi sagt hafa, er þetta:
Gjöfin dýrmæta iig’gur ekki í vonunum sjálfum alloftast,
heldur í vonbrigðunum. Guð vill, að vér verðum eftir-
breytendur sínir í þessu, að þegar óhöppin, svik lífsins
mæta oss, þá nái líf vort sínu hæsta takmarki, beri sinn
bezta ávöxt.
Eg er ekki í þetta skifti að hugsa um örðugleika að-
eins. Það hefir verið svo oft brýnt fyrir mönnum,
hvernig þeir eigi að stæla þrótt sinn á hverri þraut, sem
mætir þeim á fjallgöngunni til gæfu þeirrar, sem þeir í
fyrstunni lögðu út í. Það, sem eg er að tala um, er enn
alvarlegra. Hugsaðu þér, að fjallgangan hafi alger-
lega mistekist, að fjallið sjálft liafi hrapað ofan á þig
með öllum þunga sínum. Að lífið alt, með öðrum orð-
um, hafi ent í hrapallegum mistökum og ekki tiltök leng-
ur, að keppa eftir gæfu þeirri, sem þú ætlaðir að ná.
Þetta kemur óneitanlega fyrir margan mann, og það
engu síður, heldur ef til vill fremur, ef þetta, sem hann
sóktist eftir, var í alla staði eftirsóknarvert. Það kem-
ur líklega fvrir alla menn. Eevndin verður svo ólík
vonunum, að ]tær virðast ekki orðnar annað en tál.
Vér rekum oss á óyfirstíganlega örðugleika, heiminn,
synd eða vanmátt sjálfra vor, leynd örlaga-öfl, sem vér