Sameiningin - 01.04.1916, Page 16
46
mergð er af þeim, sem ern yfirbugaSir, lrættir að starfa
og stríða á móti, og bera krossinn með þögn og þolin-
mæði krossferilinn á enda með Drotni sínum!
Þetta virðist fyrir vorum sjónum bið mesta sorgar-
efni. En er það víst, að líf píslarvottanna sé til einskis
og veiti málefni Guðs engan styrk, og þeir eigi engan
þátt í sigri aldanna? — Oss er ekki unt að vita, liver
vinnur heimili sínu meira gagn, hraustur maður, sem afl-
ar því í sveita síns andlitis þeirrar fæðu, sem eyðist,
eða ljúfur krossberi, sem með góðleiks-ábrifum sínum
breinsar jarðveg bjartnanna. Yér metum mikils föð-
urlandsvininn, sem með djörfum orðum og bugrökku
hjarta eflir réttlætið á torginu, en gleymum ef til vill
áhrifum þess, sem er í böndum í dýflissu. Þegar ein-
liver gömul harðstjórn fellur til jarðar, er það að þakka
bæði þeirn, sem stríddu, og hinum, sem liðu. Þegar
Jesós í þrjátíu og þrjú ár gerði vilja Guðs kostgæfilega,
veittist honnm dæmi upp á fullkomna lilýðni við lög-
málið, og nú stendur barnið og fulltíða maðurinn, allir
menn og allar konur réttlætt fyrir Guði í hans fullkonmu
hlýðni. Þessu fékk liann til leiðar komið fyrir oss, með
lífi sínu til uppfyllingar eilífu lögmáli Guðs. Þegar
hann síðasta daginn drakk með undirgefni bikarinn,
sem faðirinn rétti að honum, sigraði hann mátt syndar-
innar, svo í honum mættum vér allir sigra. Þessu fékk
hann til leiðar komið fyrir oss með pínu sinni til upp-
fyllingar hinu eilífa lögmáli Guðs. Krossferillinn varð
heilög sigurför konungsins í dýrðarskrúða og ekki án
árangurs. Krossinn, sem hann var negldur á, varð að
básæti.
Passíu-sálmarnir.
Úr ritgerö í “Skírni” um Hallgrím Pétursson,
eftir Dr. Finn Jónsson.
Það mun ef til vill þykja óþarfi að skýra fyrir
mönnum hvað eiginlegt sé sálmum þessum, eins mikið
og þeir, að sögn, eru um hönd hafðir á Islandi enn—en
eg ætla samt að gera tilraun til þess, og eg vil til þess