Sameiningin - 01.04.1916, Page 18
48
og lýðnum segi þaS lyga skyn;
þá lízt ei kyn,
þó verði sú villan verri en hin.”
Pílatus vist þeim varöhald fékk,
vaktin strax út af sta'Snum gekk,
gröfinni blífu herrans hjá,
og svo til sjá,
settu innsigli steininn á.
Sé þetta borið saman við frumtextann, þá er anðséð,
hvernig- orðin eru þrædd, en skáldið hefir sett sinn blæ
á framsetninguna og á þá sem tala, einkum með þessum
orðum: “við slíku er bezt að leita lags ’ ’—þetta eru Iialh
gríms eigin orð, og vill hann með því fá lyndiseinkenni
öldunganna lýst, hann lætur þá koma fram með klókskap
og djúpsettu iráðabruggi, til þess að það komi því betur
og ljósar fram, livað þeir í rauninni urðu eða reyndust
skammsýnir — eftir Guðs ráði; það kemur síðar greini-
lega. Það verður ekki laust við, að orðin valdi því, að
maður brosi að “öldungunum, spekingunum. ” Taki menn
og eftir þessu alþýðlega orðtæki hér: “að leita lags.”
Nú kemur þá liér á eftir skýring höf. og hugleiðing-
ar, og skiftast þær aðallega í 2 dálka. I, v. 5—10 og II,
v. 11—17.
I. skiftist í 3 greinir. Hin fyrsta v. 5 og 6.
(5) Gyöing-a hörð var heiftin beisk,
hjartans blindleiki og villan treisk,
þeim kunni ei nægjast kvöl og bann,
sem Kristur fann,
líka dauðan þeir lasta hann.
Þetta á við það og rís af því, að “öldungar Júða”
kölluðu Krist, þá dáinn, falsara, og það gefur skáldinu
fullan rétt til að lýsa þeim eins og hann gerir (lieiftin
beisk — hjartans blindleiki — villan treisk). En þetta
vekur aftur almennar hugleiðingar — frá hinu einstaka
liugleiðir liöf. liið ahnenna og algilda — í næsta v.:
(6) Forðastu svoddan fíflsku grein,
framliðins manns a’ö lasta bein;
sá dauSi hefir sinn dóm meS sér,
hver helzt hann er;
sem bezt haf gát á sjálfum þér.