Sameiningin - 01.04.1916, Page 19
49
Hér kemnr fram spaklegt lieilræði algilt og snjal't—
enda er þetta, þ.e. 3. vo., orðið almennur talsháttur.
Höf. hverfur aftur að Gyðingunum og' tilgangi
þeirra, þeim að hindra, að “svik” gætu átt sér stað, læri-
sveinarnir t. d. komið og stolið líkinu og svo sagt, að
Kristur væri upprisinn. En höf. snýr þessu meistara-
lega við. Hann skilur þetta atvik sem sérstaka ráðstöf-
un Guðs til þess að sanna einmitt hið gagnstæða; ein-
mitt þess vegna, að sjálfir fjandmenn Krists geyma
grafarinnar — og að Kristur rís upp, hverfur úr gröf-
inni innan hins ákveðna frests — verður orsök til þess,
að því síður var nokkur efi mögulegur um sannleik
Krists orða :
(7) Gyöingar vildu veita rýrð
vors lausnara upprisu-dýrö,
en Drottins vald og vísdóms-ráð
þess vel fékk gáö,
verk sitt framkvæmdi víst með dáð.
(8) Heföi ei vaktinn geymt og gætt
grafarinnar, sem nú v'ar rætt, .
orsök var meiri að efast þá,
hvort upp réð stá
Drottinn vor Jesús dauðum frá.
4
(9) En þeir sjálfir, og er það víst,
upprisu Drottins hafa lýst,
þótt kennimenn Júða af kaldri stygö,
kvaldir í blygð,
keypti þá til að bera lygð.
Síðustu 3 vo. hér eiga við það, sem segir í Matt.
28, 11—15.
Aftur hverfur nú liöf. að almennri hugleiðingu um
sviJcráð manna, er Guð geti ónýtt, móti honum megni
slœgðin ekkert. Það er og á að vera liuggun trúandi
mönnum, og með þessu versi lýkur fyrra hálkinum:
(10) Öll svikráð manna og atvik ill
önýtir Drottinn þá hann vill;
hans ráð um eilífð stöðugt stár
og stjórnin klár,
slægðin drambláta slétt forgár.