Sameiningin - 01.04.1916, Blaðsíða 20
50
II. bálkur rís út af því, sem er aðal-umtalsefnið í
ritningarkaflanum — gröf Krists, og var það til vonar,
að einmitt lmn vekti liugleiðingar skáldsins. Dcmði og
gröf vekja annars sorg og sálarstríð -— eru sorgarefni
fremur en nokkuð annað, sem fyrir kemur. Yar þá ekki
ástæða til að hryggjast hór? Þar kveður skáldið nei
við, einmitt gröf Krists getur ekld annað en valdið
gleði og gleðilegri tilhugsun, og það er auðvitað gömul
sanntrúaðra hugsun um fyrirgefningu syndanna, er þar
með mætti vinnast:
(11) Hvíli’ eg nú síSast huga minn,
herra Jesú, viS legstaS þinn;
þegar eg gæti’ aS greftran þín,
gleðst sála mín,
skelfing og ótti dauöans dvín.
(12) Sektir mínar og syndir barst,
sjálfur þegar þú píndur varst,
upp á það dóstu, Dottinn kær,
aS kvittuðust þœr,
hjartað því nýjan fögnuð fœr.
Eins og Kristur var lagður í gröf, var grafinn, eins
verða nú syndir manna grafnar, já, Kristur tók þær —
eða syndina (alment) — niður með sér í gröfina:
(12) Þú grófst þær niSur i gröf meS þér,
gafst þitt réttlæti aftur mér,
í hafsins djúp, sem fyrirspáS finst,
þeim fleygSir inst,
um eilífS verSur ei á þær minst.
Það er kraftur í síðasta vo. — Hér er í þessu v.
reyndar farið út yfir aðalhugsunina, er höf. lætur Krist
líka fleygja syndunum í “hafsins djúp”,* og þykir mér
það skemma, vera galli á framsetningunni hér, en það
er þá líka sá einasti samsetningargalli á þessum sálmi.)
1 f jórða v. er sagt, að innsigli hafi verið sett á gröf-
ina. Þetta atvik vekur líka hugleiðingar:
(lá) Svo er þá syndin innsigluð,
iSrandi sála kvitt viS GuS,
eilíft réttlæti uppbyrjaS
j Setningin er frá Mika 7, 19.