Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1916, Page 23

Sameiningin - 01.04.1916, Page 23
E'itt atriði er enn, sem liér getur komið til greina, spurningin um, hvort alt það sem í sálminum stendur, sé frá brjósti höfundarins sjálfs — því oft má vara sig’ á því. Kirkjan átti margar samlíkingar og orðatiltæki og hugsanir, sem allir gát.u notað sem vit liöfðu á. Þannig er t. d. líkingin um fæðing Krists af móðurlífi við geisl- ann í gegnum glerið í Lilju ekki úr brjósti Eysteins sjálfs. Eg er ekki svo kunnugur, að eg geti sagt með vissu, hvort séra Hallgrímur hefir notað eldri skýringar eða rit, er hann hefði getað fengið eitthvað af hugsunum sínum frá. En eg hefi leitað þar, sem þess var lielzt von, í Súmmaríu þeirri er Guðbrandur biskup gaf út 1589; en þar eru að eins almennar hugsanir, sem eru skyldar sumu af því, sem er hjá Hallgrími, en þess er enginn vottur, að hann hafi sókt þangað neitt, sízt neitt af hinum smellnu og ágætu líkingum. Mér er því næst að lialda, að alt efnið í sálminum eftir 4. v. sé frumlegt og komið úr brjósti Haligríms sjálfs. Alt það, sem hér liefir verið sagt, má víst segja um alla sálmana, hvern í sími lagi og með sínu móti. Það liefir verið ritað um, hverjir sálmar þættu eða mættu þykja fegurstir eða beztir. Slíkt er oft komið undir til- finningum og smekk sjálfs dómandans, og eg skal ekki fara frekara út í það mál. Um lögin og rímið er mér ánægja að taka það fram, að eg er alveg samdóma hr. Jónasi Jónssyni um það, sem hann segir svo vel í rit- gerð sinni í Almanakinu í ár. HEIÐINGJATRÚBOÐ. Nú hefir trúboðaefni vort, lir. S. 0. Thorláksson, sem í þcssum mánuði útskrifaðist af lúterska prestaskólan- um í Cliicago, meðtekið köllun frá lieiðingjatrúboðsnefnd General Council’s til að gerast trúboði í Japan. Ilefir liann tekið þeirri köllun, og hefir nú þegar ásamt lieit- mev sinni fengið fullnæg’jandi læknisvottorð um lieil- brigði til að fullnægja því skilyrði, er trúboðum er sett í því tilliti. Verður hann, ef Guð lofar, vígður til starfs- ins á kirkjuþingi voru, er í liönd fer. Er búist við, að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.