Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1916, Qupperneq 27

Sameiningin - 01.04.1916, Qupperneq 27
57 hafa veriö þeim flestum, eins og hann var mér, hvatning til meira og betra starfs í framtíðinni. RADDIR FRÁ ALMENNINGI 1 >í’i!(1 þessa aiiuast séra G. Guttormsson. Bæn og bænheyrsla. Úr bréfi frá manni 'í Minneota. “Eitt af því, sem eg hygg aö sé kristindómslífi voru til dauða og eyöileggingar, eða að minsta kosti til stórrar tálmunar andlegum þroska v'orum, er tregöa vor og tómlæti í bæninni. Þaö mætti virö- ast ótrúlegt, aö slík tregöa gæti átt sér staö hjá nokkrum þeim, sem kristna trú játa. Eða ætti nokkur hlutur aö vera oss syndþjáöum niönnum inndælli en þaö, aö mega koma meö öll vor vandltvæöi i auömjúkri bæn fram fyrir algóðan og almáttugan fööur allrar miskunnar og eiga þar ætíö vissa von um blessun og bænheyrslu? Ef vér kappkostum aö fela öll vor efni, ástand vort alt, vísdómsráöi Guös á vald, og ef vér biðjum eftir þeim meginreglum, sem fræðar- inn frá himnahöll, v'or guðdómlegi frelsari, hefir kent oss, þá hefir hann fullvissað oss um að faðirinn muni veita oss sérhvað það, sem vér trúar-öruggir biðjum hann um í sonarins nafni. (Jóh. 16, 23). Meinið mun oftast vera það, að vér trúum ekki fyrirheiti þessu um vissa bænheyrslu—að vér álítum bænina þýðingarlausa og vanrækj- um hana svo með öllu. En myndi frelsarinn hafa ámint lærisveina sína eins iðulega um að vaka og biðja, eins og hann gerir, ef hann hefði ekki þekt hinn mikla breiskleika mannlegs eðlis og þar af leið- andi nauðsyn og nytsemi bænarinnar, til að styrkja samband vort mannanna við algóðan Guð? Því það, sem hann sagði við lærí- sveina sína, talaði hann vitanlega til vor allra. Eg get vitnað um það fyrir öllum heimi, að eg hefi margoft þreifað á bænheyrslu i minu lífi, og eins það, að þegar eg hefi ekki verið bænheyrður á þann hátt, sem eg óskaði eftir, þá hefir það orðið mér til blessunar. Mér hefði með öðrumí orðum í þau skiftin orðið það til tjóns, hefði Guð látið að óskum mínum á þann hátt, sem eg bað um. Það stendur stöðugt, sem Hallgrímur Pétursson segir um þetta atriði, eins og flest annað: “Vér vitum ei hvers biðja ber, blindleikinn holds því veldur,” o.s.frv. Og um nauðsyn bænarinnar segir hann þetta, sem allir kunna: “Bænin má aldrei bresta þig,” o.s.frv. Já, vér menninnir höfum sjálfir lykilinn að Drottins náð, Guð hefir gefið oss hann í fyrirheiti sínu um bænheyrslu. Auðséð er, hve vel Hallgrímur Pétursson þekti bænarlífið með allri þeirri blessun. sem

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.