Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1916, Síða 30

Sameiningin - 01.04.1916, Síða 30
60 nokkru sinni áSur. Hann heldur áfram a5 rætast spádómurinn sá, að “margir falsspámenn muni koma og afvegalei'ða marga.” ----—o-------- Næsta ársþing Sameinuðu kirkjunnar norsku verður haldið i Fargo, N.-Dak., 15. Júní og næstu daga. ------o------- Blaðið Lutheran Church Work and Ohserver vekur athygli á á því, að ný lög í ríkinu Pennsylvania um skaðabætur til verka- manna, er slasast við vinnu sína, nái einnig til launaðra starfsmanna safnaða, svo sem presta, organista, söngmanna, þeirra er hirða kirkjur o.s.frv. Slasist einhver þeirra i starfi sínu, þá hvíli sama skylda á söfnuðunum og öðrum v’erkgefendum gagnvart vinnufólki sínu. Eru þetta víst fyrstu lög af þessu tagi. ------o------- í Janúar síðastl. sendi brezka biblíufélagið 260,000 eintök af biblíunni til herfanga á Rússlandi. ------o------- Á fundi erindreka frá söfnuðum þeim í Sameinuðu kirkjunni norsku, er ensku nota, var gerð eftirfylgjandi samþykt: “Nefnd sé skipuð til að starfa að því, að löggjafarvaldið leyfi og almennings- álitið krefjist þess, að veitt sé kensla hálfan dag í viku hverri í trúarlegum fræðum.” Þetta fyrirkomulag hefir þegar komist á á einstöku stað í landinu. Tilgangur ofangreindrar tillögu er, að þetta geti orðið alment í opinberum barnaskólum landsins. Hver trúar- flokkur á að leggja til kennara fyrir sín börn, svo ekki v'erði trú- bragðafrelsinu raskað. Þanti 23. Jan. síðastl. andaðist í Madison, Wis., Francis J. Lamb, dómari, níræður að aldri. Stóð hann á sinni tíð mjög framarlega sem lögfræðingur, en hætti fyrir tíu árum að gefa sig við lögfræðis- störfum. Alla æfi var hann áhugamikill kristindómsvinur, en síð- ustu ár æfinnar fékk hann starfað með óskertum sálarkröftum að því, að halda uppi vörn fyrir kristinni trú. Bezt þekt af ritum hans er bók, er nefnist “Miracle and Science” ("Kraftaverk og vísindij, gefin út 1909. Um þá bók segir kennarinn í kristilegri trúvöm v'ið Princeton háskólann, að “hún sé yfirleitt bezta hókin til að fá í hendur leitandi manni og efasjúkum.” Beitir höf. þeim reglum, sem Viðteknar eru í réttarfari, til að dæma um trúverðugleik ritningarinn- ar, og er aðferðin bæði óvanaleg og sannfærandi. Lamb dómari var Kongregazíónalisti. 1 þvínær hálfa öld var hann embættismaður í söfnuði sínum í Madison. ------o------- Prestaskólann lúterska í Chicago hafa á þessum vetri sókt fleiri nemendur en dæmi eru til á síðustu tiu árum. Horfur fyrir næsta ár einnig sagðar góðar. ------o------- Prof. Haeckel, kennari við háskólann í Jena á Þýzkalandi, heims- frægur náttúrufræðingur og svarinn óvinur kristindómsins, hefir enn

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.