Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1916, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.04.1916, Blaðsíða 31
61 aftur gert svæsna árás á kristindóminn í nýútkominni bók. Eitt sinn vöktu árásir Haeckels á kristindóminn mjög mikla athygli, en hann er búinn aö ganga svö fram af sér og öörum í þessu tilliti, aö nú er tekiö til þess, hve lítill gaurnur sé gefinn bók hans hinni nýju, og hve lítið er upp úr því lagt, er hann kann aö segja um kristindóm og trú. Er þaö alvanalegt, að óvinir kristindómsins kollsigla sig. Og það er aö veröa mönnum ljóst, aö þó einhver sé frægur vísinda- maöur í sérstakri grein, er hann ekki fyrir það að sjálfsögðu neitt hæfari til að dæma um gildi kristindómsins en aðrir. -------o------- Smith borgarstjóri í Philadeljphia hefir bannað stranglega að nokkur af þeim 10,000 mönnum, sem eru i þjónustu borgarinnar, neyti áfengis þann tíma, sem þeir eru við starf sitt. Ráðgert er að Booth, yfirmanni Sáluhjálparhersins, sem dó 1912, verði reistur hæfilegur minnisvarði með þvi að stofna v'íðs- vegar um heim skóla til að undirbúa foringja fyrir herinn. Er ráð- gert, að ein slík stofnun verði í New York og önnur í Chicago. Er áætlað, að $300,000 þurfi til að koma á stofn skólanum í New York, og $250,000 í Chicago. Auk þess á að safna $450,000 til að standa straum af þessum fyrirtækjum, eftir að þeim er komið á stofn ('Endowment). FYRIR UNGA FÓLKIÐ. Deild þessa annast séra Friðrik Hallgrímsson. HVERS METUR ÞÚ BIBLÍUNA? Saga frá átjándu öld.—Þýdd af Þorleifi Jackson. “Ó, amma! Hvar á eg að fá peninga til þess að kaupa biblíu fyrir ?” “Biblíu, barnið mitt; — er það til þess, sem þú ert að halda sam- an skildingunum þínum? Við eigum biblíu.” “Já, en það er svo mikið týnt úr henni,—nærri því helmingur- inn; það eru ekki eftir nema örfáir kapítular af nýja testamentinu. Það er oft, þegar kennarinn okkar les okkur fallega sögu og segir okkur hvar hún sé í biblíunni, að eg reyni að finma staðinn, þegar eg kem heim, en þá er blaðið, sem hún er á, næstum því alt af týnt. Þess vegna langar mig svo til að fá nýja hiblíu og eiga hana sjálfur.” “Eg vildi óska, að eg gæti útvegað þér biblíu, Edward, en mér er það ómögulegt; því peningunum, sem eg get dregið saman, verð eg að v'erja til þess að kaupa handa þér föt og borga fyrir skþla- gönguna þína. Þú verður fyrst um sinn að komast af með þessa,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.