Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1917, Page 1

Sameiningin - 01.02.1917, Page 1
ametmnntn. Mánaðarrit til stuðnings kirlcju og kristindómi íslendinga. gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. % Vestrheimi RITSTJÓRI: BJORN B. JÓNSSON. 31. ÁRG. WINNIPEG, FEBRÚAR 1917 NR. 12 Hvert stefnir? ii. pá liggur það fyrir, að athuga stuttlega hina þjóðern- islegu stefnu. Tveir eru aðal-þættir þess máls: 1. Sam- band vort við heimaþjóðina á íslandi, 2. Aðstaða vor gagn- vart þjóða-samsuðunni í Vesturheimi. 1. pegar horft er á nýjustu áttavita á leið til íslands, þá er þess fyrst að minnast, að með góðu samþykki sumra blaða og annara stórvelda, hafa niðjar íslands í Vesturheimi nýskeð verið afmáðir af fslendingabók. Við oss er ekki lengur kannast sem íslendinga. Brot það af íslenzka berg- inu, sem hér hefst við í Vesturálfu, hefir gert verið að nýrri þjóð og skírt Landar. Skírnartollinn ber að greiða sendi- herranum, sem var á Garðar, en nú er heim farinn til síns lands eins og Bernstorff þýzki. petta hefir mörgum sviðið vestur hér og mörgum fund- ist, sem nú hafi skörin farið upp í bekkinn. En þrátt fyrir óvildarhug Magnúss prests og hans nóta, ber að kannast við þann sannleika, að sitt er hvað, ísland og Ameríka. Winni- peg verður aldrei gerð að Reykjavík og ekki Selkirk að Sel- tjarnarnesi. peir reka sig allir á þennan beitta brodd sannleikans, hvort heima er eða hér, sem menninguna og þjóðernið þar og hér ætla að steypa í sama mótinu. Hitt er viturlegra, að hvorir þekki sjálfa sig og hvorir þekki aðra, að viðurkend sé sérstaða beggja—og svo sé reynt að láta sér koma saman og vinna saman meðan kostur er.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.