Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1917, Page 3

Sameiningin - 01.02.1917, Page 3
355 yrði af hinni sérstöku samvinnu, sem áður var nefnd, þá höf- um vér fengið að sjá mörg samúðarmerki góðra manna, lærðra og leikra, á íslandi, þótt ekki hafi borist í blöðum nema “Bjarma.” Vér vitum það af bréfum, að kirkjufélag vort á hlýhug margra presta heima, og nú eigum vér heima sérstakan talsmann, þar sem er séra Friðrik Friðriksson, sem með oss starfaði hér alt að þrem árum. “Stenzt á hvað vinst og hvað tapast,” má líklega segja um viðkomuna liðið ár, að því er til greina kemur samband vort við ættlandið. En betur má ef duga skal, og er það meira á þeirra valdi en voru, að leysa eða binda festarnar. 2. “Óhagganlegt náttúru-lögmál” heyrðum vér nýlega lærðan íslending nefna hraðstreymi ungu kynslóðarinnar inn í enska þjóðlífið. “Sýki” nefndi það aftur á móti á öðr- um stað annar maður. Hvort það er “náttúrulögmál” eða “sýki”, þá er það satt, að íslenzkan er að þrotum komin hjá öllum þorra æskulýðsins á mörgum stöðum. pað var drep- ið á þetta í fyrra, og þá urðu margir vondir. Nú er um það talað sem staðreynd og um það kemur öllum saman árinu eftir. Um það hugsa nú margir góðir menn, hvernig lækna megi “sýkina” eða breyta “náttúrulögmálinu”, hvort heitið sem menn heldur kjósa. Heyrst hefir, að stórfengileg þjóðernis- og móðurmáls-alda sé risin hér á sænum, og muni nú fleyið berast aftur inn í íslenzka höfn. Nýtt hvítasunnu- hvassviðri á að vera komið og muni nú þúsundimar fara að láta skírast til íslenzkrar þjóðrækni. Aðrir kalla þjóðernis- skraf það ekki annað en nasablástur. Hvað sem öðru líður, þá er það víst, að um þetta efni hefir verið rætt og ritað feikna mikið á síðustu tíð, og ætti það að vera vottur um vakinn áhuga. En sá er galli á gjöf Njarðar, að fæstir þeir, sem helzt þyrfti að vekja, heyra það, sem sagt er, eða lesa það, sem ritað er. Unga fólkið, t. d. í Winnipeg, les ekki íslenzku blöðin og hlustar ekki á ís- lenzku ræðumar, nema hverfandi minnihluti þess. pað er dágóður spegill af þessu, þjóðhátíðarhaldið. Á fslendinga- degi heyrist ekki til ræðumanna, fyrir e n s k u frá leikvelli unga fólksins, enda þótt þar tali einhver sá, sem “fæddur er lofðungur íslenzkrar tungu.”

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.