Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.02.1917, Blaðsíða 6
358 um kristindóminn. Kristnir menn þurfa á undan öllu öðru að læra þá list, að hlusta með alvöru og skilningi á orð Drottins og kenninguna, sem út af því er lögð. pá list lærir enginn, nema með lotning, ástundun og bænrækni. Sáttatilraunir Wilsons Bandaríkjaforseta voru auðvitað lofsverðar í sjálfu sér, en óheppileg voru sum orð hans um það efni,—því er ekki að neita. Og sérstaka óánægju vakti tillaga hans um “sigurlausan frið.” Bandaþjóðunum kom slíkt tal illa, einmitt nú, þegar þeim fanst, eftir þrautir og íórnfærslur alveg óumræðilegar, að sigurinn væri loksins kominn í augsýn. En það er ekki að eins af þeirri ástæðu; um sigurlausan frið er aldrei að tala í lífinu. Slíkur friður getur með engu móti orðið annað en stundarhlé, svikafró, afsláttar-samningur við illu öflin, sem vér eigum í höggi við. Sálin finnur aldrei friðinn í Guði, friðinn, sem æðri er öllum skilningi, fyr en hún hefir unnið s i g u r. petta veit hver kristinn maður. í stríðinu við “heims- drotna þessa myrkurs” ætti herópið að vera þetta: Aldrei sigurlausan frið. Ekki er þar með sagt, að það hafi verið ósönn hugsun eða ógöfug, sem í raun og veru mun hafa vakað fyrir for- setanum. Hann óttaðist það auðsjáanlega, að sigurvegar- arnir yrðu of þunghentir, að þeir myndi láta kné fylgja kviði, ef ekki væri haldið aftur af þeim, og að sú harðleikni myndi leiða til haturs og svo nýrrar rimmu einhvem tíma síðar. petta er einmitt mesta hættan, sem nú vofir yfir vorum málstað—að sigurinn verði að h e f n d, ef vér gæt- um vor ekki. Um þetta efni þarf almenningsálitið að koma í ljós, öflugt og ótvírætt, til þess að ekki ráði stjórnmála- menn einir sáttunum. í huga almennings, bæði hér í landi og í öðrum löndum bandaþjóðanna, er tilgangur baráttunn- ar enginn annar en sá, að berja niður hervædda ágengni og jafna skakkaföllin, sem orðið hafa af hennar völdum áður. Eyrir þessu verður barist og engu öðru, ef þjóðimar láta vilja sinn koma nógu eindregið í ljós. Enginn getur sigrað almennings-viljann, ef hann nýtur sín. petta er því vort mál, íslenzkra borgara þessa lands, ekki síður en annara. pessi úrslit, þennan sigur, þennan írið, sem nú var lýst, eigum vér að þrá af öllu hjarta og biðja Drottin um hann, og fyrir honum eigum vér að berj- ast, á vígvöllumj, eða heima fyrir. Að hætta áður en þeim réttmæta tilgangi er náð, eða að halda áfram stríðinu, eftir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.