Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 9
361
úr hempunni—og samtímis er þessi vanhugsaða spuming
komin á dagskrá úti fyrir: “Hvernig þótti þér ræöan ?”
petta er komiö í herfilegan vana. Yæri páfagaukur
settur í búri viS kirkjudyr, þá myndi eilíf endurtekningin
kenna honum að herma eftir fólkinu þessa spumingu:
“Hvemig þótti þér ræðan ?”
petta er óhreinn andi, sem ekki fer út, nema við bæn
og föstu. Engin furða, þó skelfilega rír sé árangurinn oft-
ast nær. Góða sæðið glatast aftur að vörmu spori. “Fugl-
ar himinsins átu það upp.” Prédikanir eru ekkert bama-
glingur. Að hlusta á alvörumikinn og kröftugan flutning
orðsins guðlega, þess orðs, sem um er ritað: “Er ekki orð
mitt eins og eldur, eins og hamar, sem sundurmolar klett-
ana?” — og spyrja síðan: “Hvernig þótti þér ræðan?”, það
er að óvirða opinberun Drottins, fara með hana eins og smá-
glingur, sem haft er til sýnis og gamans. Vér höfum skírn-
arfont við dyrnar, að fornum sið, héma í kirkjunni. Hann
stendur á þrepi og málverk uppi yfir á veggnum, fögur
mynd 1 náttúrlegum litum, af skím frelsarans í Jórdan.
Fyrir nokkru síðan sýndum vér konu einni aðkominni
kirkjuna og skímarfontinn um leið. “Er það ekki snot-
urt?” sagði hún. Vér hefðum getað tárfelt yfir slíkri
léttúð og smekkleysi. Er ekki þjóðin vor að verða fálát og
sinnulaus um þessa hluti, svo að henni stendur varla ógn
eða lotning af nokkrum helgidómi framar?
Stólræður eiga ekki að vekja aðdáun; þær eiga að
kveikja eld. “Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara
hverju tvíeggjuðu sverði, og smýgur inn í instu fylgsni sál-
ar og anda, liðamóta og mergjar, og er vel fallið til að dæma
hugsanir og hugrenningar hjartans.” Ef örin smýgur inn,
þá er bölvunin rekin út. Jóhannes skírari, Jesús frá Naza-
ret, Pétur og Páll postular,—þeir leituðust ekki við að þókn-
ast mönnum með ræðum sínum. pvert á móti. Mjög
margir kennimenn, og einkum þeir yngri, hafa reynt um of
að þóknast mönnum, og haft ilt af. peir hafa lagt eyru við
spurningu áheyrendanna: “Hvernig þótti þér ræðan?”—
og reynt svo að dekra við fólkið með öllu mögulegu móti, í
stað þess að flytja Guðs orð. “pann tíma mun að bera,”
segir ritningin, “að menn þola ekki hina heilnæmu kenning,
heldur kitlar þá á eyrunum og þeir sópa að sér kennurum
eftir eigin fýsnum sínum.” pað er “fíni” presturinn, áfram
um að koma sér í mjúkinn, ísmeygilegur, ilmvatni drifinn,
fullur af hégómadýrð hið innra og tepruskap hið ytra, færð-
ur í mjúkan klæðnað eftir nýjasta tízkusniði, maður, sem
mieira er um hvíta hanzka gefið en hjarðmanns-stafinn,
meira um rósótt hálsbindi, en um leðurbeltið—það er því-
líkur tízku-prestur, sem um fram alt vill tala svo öllum líki