Sameiningin - 01.02.1917, Síða 13
305
gefa honum upp skuldina og sleppa honum.” Eg er maður,
og mér kynni að vera óljúft að meiða tilfinningar yðar eða
synja yður nokkurs sem vini mínum, og eg kynni að gefa
honum upp skuldina; en ef eg gjörði það, þá myndi eg
fremja ranglæti við alla þjóðina. Éf Guð getur gjört annað
eins, þá er hann ekki réttlátari en eg. Mér er ómögulegt
að trúa því um hann.”
Biskupinn svaraði engu, og eg hugsaði með sjálfum
mér: petta er ein hin þýðingarmesta stund æfi minnar.
Landstjórinn hefir borið fram þá þýðingarmestu spurningu,
sem nokkur maður getur spurt, og hann á heimtingu á full-
nægjanda svari. Kristindómurinn stendur hér fyrir máli
sínu gagnvart Múhameðstrúnni. Geti kristindómurinn ekki
gefið fullnægjanda svar, þá er hann ónýtur. Landstjórinn
hefir svarað vel; hverju skyldi biskupinn svara honum aft-
ur? petta var eg að hugsa, þegar landstjórinn sneri sér að
mér og sagði: “Dr. Ussher, hvað segið þér um þetta?”
Eg hafði ekki hugsað mér neitt svar, en eg bað af öllu
hjarta: Drottinn minn, gef þú mér svar! Og hann, sem
sagði: “verið ekki áhyggjufullir um, hvernig eða hvað þér
eigið að tala”, hann gaf mér svarið.
“Yðar hágöfgi,” svaraði eg, “með leyfi yðar vil eg nota
yðar eigið dæmi. En eg ætla að breyta því dálítið; eg ætla
að kalla yður konung. pér eigið son, sem er vinur minn og
elskar mig. Eg er í varðhaldi fyrir skuld svo mikla, að eg
get ekki borgað einn þúsundasta hluta hennar. Sonur yðar
kemur til yðár og segir: “Faðir minn, vinur minn er í
fangelsi fyrir skuld, sem hann getur ekki borgað; vilt þú
ekki gjöra það fyrir mig, að náða hann?” Og þér svarið:
“Sonur minn, mér þykir líka vænt um hann, og mér þykir
sárt að vita hann í varðhaldi, en eg get ekki náðað hann, án
þess að gjöra allri þjóðinni rangt til.” “Gott og vel, faðir
minn, en vilt þú þá lofa mér að borga skuldina fyrir hann, svo
að honum verði slept?” “Já, það vil eg, sonur minn, ef hann
vill þiggja það, og eg skal gjöra meira, eg skal taka þátt í því
með þér, að borga fyrir hann.” Svo fer sonur yðar á stjórn-
arskrifstofuna, án þess að tala neitt um það við mig, og borg-
ar skuldina, og hún er kvittuð í bókunum. Hann fær viður-
kenningu fyrir skuldgreiðslunni með innsigli ríkisins á, og
með hana kemur hann til mín í varðhaldið og segir: “Rís
upp, bróðir, þú ert frjáls, skuldin þín er greidd!”
Eitt af þrennu gæti eg nú gjört. Eg gæti svarað honum
drembilega og sagt: “Nei, þetta þigg eg ekki. Eg vil ekki
vera upp á neinn kominn”,—og tekið ekkert tillit til þess, að
eg e r öðrum háður á undan og er í skuld. Ef eg færi svo að
ráði mínu, þá myndi eg meiða mann, sem hefir af kærleika
til mín og án þess að vænta nokkurs endurgjalds af minni