Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.02.1917, Qupperneq 26
378 hann segir fyrir, hvaS lengi hann muni liggja í gröfinni. En það heföi frelsarinn ekki gert, ef hér væri ekki um sannan atburð að ræða. Jesús segir fMatt. 10, 26J: “Ejkkert er svo leynt, aS ei verði augljóst.” Það er mín skoðun að þetta verði, þegar sál mannsins kemur fram fyrir dómstól Drottins; en það fer fram í öðrum heimi, en ekki í þessum heimi. Jesús segir með berum orSum, að hold og blóS gagni til einskis, en að andinn sé það, sem lífgar. Jesús segir, að sitt ríki sé ekki af þessum heimi. Samkvæmt því verSur annar heimur að vera til. Sé himnaríki og helvíti til, sem eg fyrir mitt leyti efast ekki um, þá verða sálir manna einhvern tíma og einhvern veginn að komast þangað. Postulinn segir: “Sé Kristur ekki upp- risinn, þá er trú yðar ónýt.” Já, vissulega, það er svo í raun og veru; en hvers vegna reis Jesús upp að líkamanum til? Af því Jesús Krist- ur er Guð. Þegar Kristur var krossfestur, þá var Guðs heilaga blóði úthelt. Mér finst þaS ei hafa alv'eg sömu merkingu og aS segja: “saklaust blóð.” Júdas játaði að hafa svikið saklaust blóS, en það blóð var meira en saklaust. Það var heilagt, guðdómlegt. Þótt eg trúi því ekki, að v'orir efnislegu líkamir endurlifni eSa endur- skapist, þá hefir mér stundum sárnað aS heyra menn segja, að presturinn kasti rekunum ljúgandi á líkið. Slikir menn vita ekki hvað þeir segja, og eru þar að auki í skóla hjá föður lyginnar, fjand- anum. Presturinn má hindrunarlaust halda áfram að fremja greftrunar- athöfnina á sama hátt og meS sömu orðum og tíSkast hefir. Það er sannleikur eigi að síður, aS maSurinn rís upp af mold, þótt hann rísi upp meS andegum líkama í öSrum heimi. Þó eg sé enginn sérlegur prestavinur, þá lít eg svo á, aS þeir ætti aS njóta meiri virSingar en alment gjörist, ekki vegna persón- unnar sjálfrar, heldur vegna þeirra guðdómlegu helgidóma, sem þeir hafa með höndum. Eg vil ekki fjölyrða frekar b«r t:m, Þótt cg gxti tínt til orð og atvik úr heilagri ritning í tugatali mínu máli til stuðnings, þá býst eg viS menn yrSu litlu nær, enda er mér ekki kappsmál aS sannfæra neinn um, að mín skoðun sé rétt. ÞaS sem eg hefi fyrir satt, þaS er mér sannleikur, og eg verð að bera sannleikanum vitni, ef eg annars segi nokkuð.” Lítil þörf virðist mér aS deila við greinarhöfundinn út af sér- skoðun hans á upprisunni eSa þriSja-dags uppvakning mannssálar- innar í öSrum heimi, fyrst okkur kemur saman um þaS, sem mikil- vægara er. Þó mætti minna á orðin, sem Jesús talaSi til ræningjans á krossinum: “í dag skaltu vera meS mér í Paradís”. Einhvem tíma síðar, ef Guð lofar, verður gjörS grein fyrir þessu trúaratriSi hér í blaðinu, frá sjónarmiSi lúterskrar kirkju. Gott er að heyra þaS, að höfundurinn vill ekki sitja í hópi van- trúaðra orðháka, þó honurn komi ekki saman viS okkur lútersku prestana um þetta atriði.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.