Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1917, Side 27

Sameiningin - 01.02.1917, Side 27
370 KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Deild |»essa annast séra Kristinn K. óiafsson. Blaöiö “Missionary Review of the World” segir frá því, að í New Yörk borg séu mörg félög, er gangi undir ýmsum nöfnum, en hafi fyrir aöal markmið sitt að styðja að útbreiðslu trúleysis. Láta þau prédikara halda fram erindi sínu á strætum og gatnamótum og í listigöröum, og hvar sem áheyrn fæst. Auk þess er gefið út mán- aðarrit til að styrkja starfið, samfara iþví, að mikið er að því unnið, að útbreiða rit Ingersolls, Paines, Voltaires og annara afneitunar- postula. Fjórir “sunnudagsskólar” kváðu vera haldnir í New York 6org til að gróðursetja frækorn afneitunarinnar hjá hinurn ungu. Hvílík þörf, að kristin kirkja láti ljós sitt skína, en hylji það ekki undir mælikeri! -------o-----— Búddhatrúarmenn i Japan hafa gripið til þeirra ráða, að stofna hjá sér sunnudagsskóla, sniðna eftir sunnudagsskólum kristinna manna, til eflingar og viðhalds Búddhatrúnni. Ytra fyrirkomulag alt er hið sama og á kristnum sunnudagsskólum. Jafnvel kristilegir sálmar eru notaðir, en nafn Búddha allsstaðar sett í stað nafns Jesú Krists. iÞannig slæðast með brot af kenningu kristindómsins, og eins kvað vera í lexíublöðum, sem notuð eru. jSá hælir bezt, sem hefir eftir, má segja um þessa viðleitni að gera eftirlíkingu af kristilegri starfsemi. Er þetta ljós vottur þess, hve mjög kristindómurinn er að ryðja sér til rúms í Japan, því hann myndi ekk verða fyrir þannig lagaðri samkepni, ef hans gætti lítið. ---------o-------- Ágústana sýnódan sænska er að safna til ýmsra skóla og fyrir- tækja upphæð er nemur einni miljón og sjö hundruð þúsund dollars. Tala fermdra meðlima í þessari kirkjudeild er um 187 þúsundir. Þarf því hver meðlimur að meðaltali að gefa um tíu dollars. Og þetta er auk hinna venjulegu þarfa. ---------O-------- Fyrir hundrað árum voru í borginni Philadelphia 5 lúterskar kirkjur. Nú eru þær 81. ---------O-------- Bókin alkunna, “The Way of Salv'ation in the Lutheran Church”, eftir dr. Gerberding, er nú að koma út í nýrri og endurskoðaðri út- gáfu. Bók þessi hefir fengið meiri útbreiðslu, en nokkur önnur bók lútersk, er lit. hefir komið á ensku í Ameríku. ---------o-------- Sænskur prestur, Byström að nafni, þjónar þremur söfnuðum Ágústana sýnódunnar í grend við Portland, Orcgon. Til að rækja starf sitt þarf hann að ferðast frá sjö til tíu þúsund rnílur á ári.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.