Sameiningin - 01.08.1917, Side 6
166
næstum því ofbýður það. Reyndar hljótum vér við það
að kannast, að vér gerum oss sjaldan í fullri alvöru grein
fyrir því, hvað markmiðið er, livað af oss er lieimtað.
Yér teljum oss kristna menn, vér köllum oss lærisveina
Jesú, — en vér höfum sjaldan gert oss að öllu leyti Ijóst,
hvað það er, að vera kristinn maður, hvað það kostar,
hvað það í rauninni er, sem til þess úiheimtist.
Það er ákveðið í grundvallarlögum flestra félaga,
livað sé markmið félagsins. Þeir sem í félagið ganga,
skuldbinda sig til þss, að stefna að markmiði félagsins.
Sé það einhver siðferðis-hugsjón, sem fyrir félagsmönn-
um vakir, þá er sjálfsagt að hafa hana sífelt fyrir aug
um og vinna að henni af öllum kröftum.
Hann, sem ritað hefir grundvallarlög kristinnar
kirkju, hefir gert markmið félagsins einkar skýrt. Hann
hefir skuldbundið alla, sem í félagið ganga, til þess að
játast undir þessa stefnuskrá:
“Verid' þér því fullkomnir,
eins og yðar himneski faðir
er fullkominn”.
1 sjál'fu sér finst líklega engum manni markmið
þetta aðfinsluvert. Það finst líklega engum manni það
ilt eða ljótt að vera líkur Gluði. Miklu fremur munu það
allir játa, að þetta sé göfug stefna og- góð. Flestir munu
jafnvel geta látið sér koma saman um það, að þetta sé
hæðsta og háleitasta markmiðið, sem mönnunum hefir sett
verið. Þrátt fyrir allan ágreining og deilur, þá virðist
það og er í rauninni undur einfalt að vera kristinn mað-
ur, markmið kristindómsins er svo sjálfsagt, að allir menn
ættu að geta verið sammála og samtaka um það. Á sjálft
markmið kristindómsins, eins og það er sett af Kristi
sjálfum, getur enginn í rauninni verið vantrúaður. Eða
þorir noltkur algáður maður að mæla á móti því, að menn-
irnir kappkosti að líkjast himneskum föður sínum og
reyni að vera góðir eins og Guð í
Það er markmið kristins manns.
Ef nokkuð mætti finna að markmiði þessu, er Kristur
setti lærisveinum sínum, þá væri það það, að það væri
of hátt. Það haá kalla það draumsýn, sem ekki gildi í
vöku og veruleika. Til eru og þeir menn, sem skoða Krist