Sameiningin - 01.08.1917, Side 24
184
oft hefi eg v’iljað saman safna börnum þínum, eins og hæna ungum
sínum undir vængi sér—og þér hafið ekki viljaö þaö.”
Út af því, sem hér er sagt að framan, vil eg snúa máli mínu
til unglinganna, og segja þeim lítiö eitt af lífsstefnu þeirri, er var
raöandi á mínu æskuheimili og í nágrenninu. Eg var fæddur á út-
kjálka einum á Islandi og ólst þar upp, þar til eg var 16 ára að aldri.
Eins og sagt var um ísland til skamms tíma, aS þaö væri útúr-skotið
öllu sambandi viö umheiminn, eins mátti segja um þessa litlu, af-
skektu bygö, aö hún væri afkróuð frá íslenzku sveitalífi. Þó átti
afkymi þessi sína náttúrufegurð í fullum mæli, og þar hefi eg lifaö
mínar heillaríkustu stundir. 1 bygöarlagi þessu voru fimm bæir,
er mynduðu dálítið sveitarbrot út af fyrir sig. Þar ríkti samúö og
eining í bezta skilningi þeirra orða. Allir voru einhuga um að hjálpa,
þegar einhverjum lá á. Mátti með sanni segja, að bæjahverfi þetta
væri eins og eitt heimili. Erfiöleikar voru þar miklir á lífinu, bæöi
líkamlegu og andlegu. Til kirkju var farið vor og haust; leiöin var
afar-löng og torsótt. Svo var farið einu sinni á slættinum í aðra
kirkju. 1 kaupstað var farið vor og haust, og það látið duga. Prest-
urinn okkar kom oftast nær i húsvitjanir haust og vor til aö spyrja
og uppfræða unglingana. Komu þá öll börnin saman á eitt heimili.
Þau börnin, sem fermast áttu, byrjuðu að “ganga til prestsins” með
sjö vikna föstunni, gengu tvisvar í mánuði og voru hjá prestinum
þrjá daga í einu. Á hvítasunnu var vanalega fermt að forfallalausu.
Þetta var uppfræðslan, sem börnin fengu hjá prestinum.
Á æskustöðvum mínum var húslestur alla jafna lesinn á hverri
helgi árið urn kring. Með veturnóttum var byrjað að lesa á hv’erju
kveldi. Þegar búið var aö kveikja, settust menn að tóvinnu, en
einhver unglingur var látinn lesa, fólkinu til skemtunar. Það var
mitt verk, á meðan lítið þótti muna um lið mitt til annara vökustarfa.
Mest voru lesnar Islendingasögur og Noregskonungasögur. Þótti
það góð skemtun og hvetjandi til allra dáða. Hætti sá lestur klukkan
tíu; þá var líka hætt við tóvinnuna og guðsorðabækur teknar, sung-
inn sálmur og lesin hugvekja og bæn. Þessari reglu var haldið til
páska. Guðsorðalesturinn vakti trúarlífið og styrkti mann i traust-
inu á Guð. í míríum ófullkomleika hefi eg reynt að fylgja þessari
reglu á. lífsleiðinni, og hún hefir gjört mér gott—hvatt mig til að
treysta Guði fyrir mér og þakka honum fyrir líf og heilsu, fyrir
vernd hans og varðveislu og allar hans ástríku velgjörðir við mig
á liðinni æfi.
Kæru vinir mínir! Öll hafið þið alist upp á kristnum heimilum,
hafið verið uppfrædd í kenningu Jesú Krists. Þegar þið eignist
heimili sjálf, þá látið þenna neista kristindómsins lifa á arninum,
svo að börn ykkar og ástvinir fái hann að erfðum. Eigi kristindóm-
urinn að fá nýtt lif hjá okkur, þá þarf hann að verða heimilis-eign,
betur en verið hefir. Biðjum fyrir heimilunum okkar með Hallgrími
Péturssyni: