Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1917, Síða 32

Sameiningin - 01.08.1917, Síða 32
192 Þegar þeir komu heim aftur úr feröalaginu, fór lögmaöurinn meö myndina til prestsins og sagöi honum söguna. “Mig langar til að tvöfalda tillag mitt til safnaðarins”, sagði hann. “Og gjörið svo vel aö trúa mér fyrir einhverju verki í söfn- uðinum. Eg haföi enga hugmynd um hvað það er, að færa fórnir fyrir málefni Krists; en kristnaður heiðingi kom mér í skilning um það. Eg fyrirverð mig fyrir að verða að játa það, að eg hefi enn aldrei gefið kirkjunni minni neitt, sem eg hefi þurft að taka nærri mér að láta”.---------- Margir þykjast ekki hafa efni á að styrkja málefni Krists fjárhagslega, ef þeir þurfa að neita sér sjálfum um eitthvað til þess; þeir vilja færa þær fórnir einar, sem ekkert kosta þá. Margir láta kristið safnaðarstarf sitja á hakanum fyrir skemtunum. Hve margir þeirra, sem bera kristið nafn, hafa nokkurn tíma reynt það, á einn eða annan hátt, að selja uxann og beita sjálfum sér fyrir plóginn? — Aritun trúboða vors í Japan er nú: Rev. S. 0. Thorlaksson, c.-o. Rev. E. T. Horn, 59 Yaba-cho, Vaka-ku, Nagoya, Japan. Vegna prentvillu í seinasta erindi kvæðisins “Regndagurinn” eftir Longfellow í þýðingu “Jóns Jónssonar” í síðasta blaði, er það erindi hér endurprentað: “Ver hljóð, mædd sál, lát harms af kvaki, Því helg ljómar sól að skýja baki; Þín örlög döpur til allra ná, Og alt jarðarlíf sinn regndag á, Sem stundum er dimmur, dapur.” „EXMKEIÐIN", eitt fjölbreyttasta íslenzka tímarititS. Kemr öt 1 Kaupmannahöfn. Ritstjóri dr. Valtýr GutSmundsson. 3 hefti á 4ri, hvert 40 ct. Fæst hjá H. S. Bardal I Winnipeg, Jónasi S. Bergmann & GartSar o. fl. “BJARMI”, kristilegt heimilisblaS, kemur út i Reykjavík tvisvar á mánuði. R'itstjóri cand. S. Á. Gíslason. Kostar hér í álfu 85 ct. árgangurinn. Fæst I bókaverzlun Finns Jónssonar i Winnipeg. “SAMEININGIN” kemur út mánaðarlega. Hvert númer tvær arkir heilar. VerS einn dollar um áriS. Skr'ifstofa ritstjórans er 659 William Ave., Winnipeg.—Hr. Jón J. A'opni er féhir'Sir og ráðsmaöur “Sam.”—Addr.: Sameiningin, P. O. Box 3144, Winnipeg, Man.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.