Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1910, Side 1

Sameiningin - 01.01.1910, Side 1
amciningin. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga. gejið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi RITSTJÓRI JÓN BJARNÁSON. XXIV. Arg. WINNIPEG, JANÚAR 1910. Nr. 11. Bréf, sem ekki var búizt við, er það var ritað, að myndi koma fyrir almennings sjónir. A síðastliðnu vori sendi Þórhallr biskup Bjarnarson í málgagni sínu, „Nýju Kirkjublaði", ritstjóra „Samein- ingarinnar“ áskoran, vingjarnlega og bróðurlega, um að beina áhrifum sínum í þá átt, að séra Friðrik J. Berg- mann yrði ekki Iirundið út úr kirkjufélaginu íslenzka lúterska hér. Avarp þetta var svo lagað, að þeim, er það var stvlað til, fannst sjálfsagt að svara því; og það gjörði hann, þó ekki í „Sam.“ né í neinu öðru blaði, heldr með prívat-bréfi persónulega til hr. Þórhalls. Svo líðr hálfs árs tími. Þá (15. Okt.) birtast brot nokkur úr þessu bréfi voru í „Kirkjublaðinu“—ásamt pörtum af bréfum til sama manns frá þeim séra Friðrik J. Bergmann og séra Birni B. Jónssyni, forseta kirkju- félagsins. Fyrir prentan þeirra bréfabrota gjörir bisk- up oss um sama leyti þessa grein: „Eg tók bréf ykkar að vestan í ‘N. K.bl.’ Mátti ekki þegja um ykkar mál, en vandi að rita. Vildi þá ekki brenna mig á mótmæltum heimildum. Ekkert þar tekið, sem þið hafið ekki sagt vestra.“ Engu að síðr liefir nú séra Friðrik J. Bergmann í Nóvember-blaði ‘Breiðablika’ sinna gjört talsvert veðr úr þessum brotum af bréfunum frá okkr séra Birni, sem hr. Þórhallr gjörði almenningi kunnug í blaði sínu. Er

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.