Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1910, Page 10

Sameiningin - 01.01.1910, Page 10
346 Það átti’ að fara dult og drœmt í hljóði, en dropinn sagði til af heiftar-blóði. Nú enn af nýju víg þú vegið hefr, það vottar þessi dropi heiftar-blóðs. Þú fyrir hnjóðsorð hefndar strangrar krefr og hefnir greypilega sérhvers móðs. Þótt einhver þig með orðagjálfri níði, þá eigi’ er vert að gjöra slíkt að stríði. Manst þú ei, vinr! eftir drottins orðum, sem eg hef kennt þér, — rœðu meistarans, þá rœðu, sem hann flutti lýðnum forðum? Hví fara viltu’ ei þá að ráðum hans: „Ef einhver slær þig á þinn hœgra vanga, bjóð óðar hinn.“ — Það svo á til að ganga. Manst þú það ei? hann gjörði sem hann sagði, og sannlega þó mjög hans freistað var; við öllum brigzlum auðmjúklega þagði, og aldrei gaf hann nokkrum bitrt svax. Og „fyrirgef þeim, faðir!“ jafnvel kvað hann, er fyrir sínum hatrsmönnum bað hann. Manst þú það ei, hvers erindi við rekum! Við öðrum flytjum boðskap kærleikans, er býðr oss svo blítt að vægja sekum og brot að fyrirgefa náungans. Hvað gjörir þú? Af grimmum heiftarmóði þú gramr eys út landa þinna blóði. Nú getum við ei verið saman lengr; þau vígaferli get eg eigi séð. Eg reyndar þekki’, að þú ert góðr drengr, en þú kannt enn ei ríkt að stilla geð. Slíkt hlýtr mörgum manni sjón að villa, og málstað góðum hlýtr það að spilla. Við höfum lengi sáttir saman unnið og saman þolað oftar strítt en blítt; en nú á enda ’ er okkar samskeið runnið,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.