Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1910, Síða 15

Sameiningin - 01.01.1910, Síða 15
35i enn kannazt, aS einkunnarorSum sínum Ecclesia plantanda — kirkjuna verðr að gróSrsetja — hafSi hann veriS trúr í öllium gjörSum sínum, og þaö, hvernig hann liföi fyrir þá hugsjón, hefir hafiö hann hátt upp yfir alla samtíöarmenn hans i kirkj- unni. Nú aö endingu að eins nokkur orö um þaö, hvernig Muhlen- berg bjó undir framtíö kirkjunnar í sérstökum efnum. Hann samdi fyrstu lútersku safnaöarlögin, sem til uröu hér í álfu. Þau voru aö mestu sniðin eftir þörfum safnaöar þess, er hann þjónaöi í Philadelphia; hin víðtœka reynsla hans og þekking studdi aö því, aö þau voru eins fullkomin og raun varö á. Enda hafa þau veriö höfö til fyrirmyndar allt fram á vora daga, og hefir það sett mót Muhlenbergs á lifiö í óteljandi söfnuöum. Þá átti Muhlenberg einnig mikinn þátt í því að taka saman sameieinlegt guðsþjónustuform fyrir lúterska söfnuöi, og þó að það form hafi aö mörgu leyti verið endrbœtt siðan, þá var þaö þó engu aö síör mikilsvert framfaraspor, þegar þaö varð til, og var starfsemi Muhlenbergs í því efni einnig góör undirbúningr undir framtíöina. Honum má og aö miklu leyti þakka það, sem og áðr er bent á, hvernig hrein lútersk trú varöveittist hérna megin hafsins. Hann hafði sjálfr heita sannfœringu fyrir því, aö kenning lútersku kirkjunnar væri óbrjáluö kenning giuös orös, og því var honum svo umhugaö um, að kirkjan byggöi á þeim grundvelli. En hann var vinveittr öörum kirkjudeildum og kunni vel aö meta hið góöa í fari þeirra. Einkum mun hon- um liafa fmndizt biskupakirkjan enska standa lútersku kirkjunni nálægt, og um hrið mun hann hafa þráð aö sameining kœmist þar á hér í Vestrheimi. En sú sameiningarþrá var ekki sprottin af því, að hann vildi yfirgefa grundvöll lútersku kirkjunnar, heldr vegna hins, að hann gjörði sér ekki glögga grein fyrir kenningu biskupakirkjunnar. — Líf hans ber þess vott, að hann vildi vera sannleikanum trúr án þess að vera kærleikslaus, og kærleiksríkr án þess aö láta sér standa á sama um kenningu guös orös. Þaö1 er sú heilbrigða kirkjulega stefna, sem lút- erska kirkjan hér í álfu þarf aö fylgja, ef framtíð hennar á að vera borgið.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.