Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1910, Page 23

Sameiningin - 01.01.1910, Page 23
359 BEN II Ú K , St önnur bók. (Framhald.) Með þessum orðum, er síðast voru til fœrð, hvarf hann. Júda skildi hann, og i beiskri sálarangist bað hann til guðs og mælti: „Drottinn! veit mér á stund hefndarinnar hönd til að leggja hefndina á hann.“ Hann fœrði sig nær herforingjanum og tók sér það þó mjög nærri. „Herra minn! þú heyrir, að konan er móðir mín. Hlífðu henni, og hlifðu henni systur minni, sem þarna stendr. Guð er réttlátr, hann mun veita þér líkn fyrir líkn.“ Maðrinn komst augsýnilega við. „í Turninn með konurnar!"—kallaði hann hátt—, „en gjörið þeim ekkert mein. Eg mun heimta þær af ykkr.“ Siðan mælti hann til þeirra, sem héldu Júda: „Komið með Eönd og bindið hendr hans, og farið með hann út á strætið. Hegningin, sem honum er búin, er ákveðin." Móðir Júda var fœrð burt. Tirza litla, í heimabúningi sínum, örvita af hræðslu, fylgdist mótstöðulaust með mönn- unum, sem hald höfðu á henni. Júda leit til þeirra hvorrar um sig að skilnaði og byrgði með höndunum fyrir augun, eins og vildi hann varna því, að sýn þessi deyfðist í huga sínum. Má vera, að hann hafi tárfellt, þó að enginn sæi það. Á þessu augnabliki fór í sál hans fram það, er réttilega má nefna ummyndunar-undrið í æfisögu hans. Athuga- samr lesandi sögu þessarrar hér að framan hefir víst svo vel tekið eftir Júda, að hann veit um lund hans, að hún var þýð og nærri því kvenleg — og vill það oftast verða með kærleiksríka unga menn, sem að sínu leyti verða fyrir miklu ástríki. Lífsástœður hans að undanförnu höfðu alls ekki leitt fram neina hörku úr eðli hans, ef annars nokkuð því- líkt var þar til. Komið hafði það fyrir, að hann fann ein- hver umbrot metnaðargirndar í innra manni sínum, en það var eins og óákveðnir draumar barns, sem er á gangi með sjó fram og starir út til tignarlegra skipa á sigling þeirra inn og út. En hugsum oss, að líkneski einhvers goðs, sem verið hefði sér meðvitanda tilbeiðslu þeirrar, er því veitt- ist, væri í einni svipan hrundið niðr af blótstalli sínum og lægi svo innan um brotnar leifar hinnar litlu kærleiksver- aldar, er því að undanförnu heyrði til; ef vér getum hugsað oss þetta, þá höfum vér þar ímynd reynslu þeirrar, sem nú fS hafði komið fyrir hinn unga mann, Ben Húr, og áhrifanna, n

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.