Sameiningin - 01.01.1910, Blaðsíða 25
36i
hans; hið grófgjöra svarta hár hennar var fullt af moldar-
ryki og lá eins og þykk blæja fyrir augum hennar.
„O, Amra! Amra mín góö !“—mælti hann viö hana—,
„guð hjálpi þér, eg get þaö ekki.“
Hún kom engu oröi upp.
Hann laut niör og sagði í hálfum hljóöum: „Amra!
liföu fyrir hana Tirzu og hana móður mína. Þær
koma aftr, og“-----Einn af hermönnunum ýtti henni frá;
hún stökk þá upp og þaut gegn um hliöiö og ganginn inn á
garösvæðið autt og tómt.
„Lofum henni aö fara“— kallaöi yfirmaðrinn. „Viö
skulum innsigla húsiö, og svo deyr hún úr hungri.“
Mennirnir tóku aftr til starfs, og er verki þeirra þar
var lokið, fóru þeir í kring að vestrhliðinu. Þeir lokuöu
einnig því hliöi fyrir fullt og allt, og úr því var höll Húrs-
' ættar ekki notuð framar.
Loksins hélt hermannaflokkrinn göngu sinni áfram til
Turnsins; þar hélt 'landstjóri kyrru fyrir meðan honum var
að batna ef'tir meiðslin, sem hann hafði oröið fyrir, og hann
var aö ráðstafa bandingjunum. Á tíunda degi eftir atburð
þann, er nú hefir verið skýrt frá, brá hann sér til torgsins.
SJÖUNDI KAPÍTULI.
Bandinginn.
Næsta dag fóru nokkrir úr legíóninni rómversku i hóp
til hallarinnar, sem lögð haföi verið í auðn, lokuðu hliðun-
um til fulls og alls, límdu vax á hornin og negldu þar til
beggja handa auglýsing á latínu svo hljóðandi:
‘ÞETTA ER EIGN
KEISARANS’.
Samkvæmt stœrilátri rómverskri hugmynd var talið
víst, að þessi kjarnyrta auglýsing kœmi að tilætluðum not-
um, enda reyndist það svo.
Á öðrum degi um hádegisbil nálgaöist undirherforingi
einn, sem réð yfir tíu riddurum, Nazaret sunnan að, á þjóð-
veginum frá Jerúsalem. Sá staör var á þeirri tíð strjál-
byggt þorp upp í fjallshlíö, og svo lítilfjörlegt, að eina
stræti bcejarins var lítiö meira en harötroðinn stígr eftir
sauðfjárhópa og nautahjarðir, sem fóru þar um til og frá.
Esdraelon-sléttan stóra lá fast upp að bœnum fyrir sunnan,
og af hæðinni fyrir vestan mátti sjá til strandar Miðjarðar-
hafs, héraðsins hinum megin við Jórdan og Hermon-fjalls.
Svæðið í dalnum fyrir neðan og landið allt í kring var