Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1910, Qupperneq 26

Sameiningin - 01.01.1910, Qupperneq 26
3Ö2 W notað fyrir matjurtagarða, víngarða og aldingarða, og til s' beitar. Pálmalundar settu austrœnan svip á landslagið. Húsin stóðu í óreglulegum þyrpingum og voru all-lítilmót- leg — einlyftir jafnhliða ferhyrningar með flötum þökum, huklir ljósgrœnum vínviði. Regnleysið, sem olli sólbruna hæðanna í Júdeu og gjörði jarðveginn þar móleitan, hrjón- óttan og dauðalegan, náði ekki lengra en að landamærum Galileu. Þá er riddarasveitin nálgaðist þorpið, var blásið í lúðr, og hafði það töfrandi áhrif á íbúana. Hópar þeirra, er hver í kapp við annan vildu verða fyrstir til að vita, hvernig stœði á því að svona óvænta gesti bar þar að garði, þustu út úr hliðum og framdyrum. Þess ber að minnast, að Nazaret var ekki að eins út frá öllum aðal-þjóðvegum um landið, heldr lá sá bœr innan þess svæðis, er Júdas frá Gamala hafði nokkurskonar taum- hald á; ætti því ekki að vera örðuert að ímynda sér, hvernig tilfinningar þorpsbúa voru, er þeir fengu þessa rómversku hermenn til sín. En er þeir voru þangað komnir og voru að fara yfir strætið, varð heimamönnum ljóst, hvert skyldu- verk þeirra var, en óttinn og hatrið hvarf fyrir forvitni, sem kom þeim til að fara úr hliðunum og dyrunum og skipa sér í samfelldan hnapp aftan við hermennina, því þeir vissu, að gestir þeir hlutu að hafa einhverja viðstöðu hjá brunn- inum i norðaustr-hluta bœjarins. Þeim varð starsýnt á bandingja einn, sem riddararnir höfðu til gæzlu. Hann var fótgangandi, berhöfðaðr, hálf- nakinn, með hendr bundnar á bak aftr. Úlnliðir hans voru reyrðir saman með ól, og var ólinni smeygt utan um háls- inn á einum hestinum. Þá er riddarasveitin var á ferð, þyrlaðist upp ryk undan henni, og varð hann eins og hjúp- aðr í gulri þoku, sem stundum var eins og þétt ský. Hann var álútr, sárfœttr og máttfarinn. Bœjarbúar gátu séð, að hann var ungr. Tíu manna foringinn nam staðar við brunninn og sté af baki ásamt flestum hinum riddurunum. Bandinginn hné niðr í rykið á brautinni, sinnulaus, og lét ekkert til sín heyra; var hann augsýnilega kominn fast að því að verða örmagna. Þá er þorpsbúar komu þar nálægt, sannfœrðust þeir um, að þetta var að eins drengr, og hefði þeir þorað, myndi þeir hafa hjálpað honum. Þá er sem hæst stóð á ráðaleysi þessu og meðan vatns- krukkurnar fóru frá einum hermanni til annars, var komið auga á mann, sem kom niðr eftir brautinni frá Sepphoris. Kona ein kallaði upp, er hún sá til hans: „Lítið á! þarna kemr timbrmaðrinn. Nú fáum við eitthvað að hevra." Maðr sá, sem var um að rœða, var mjög virðulegr að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.