Sameiningin - 01.01.1910, Síða 32
368
w heimsins gleymdi því aö halda hátíð Ceresar — korngyðj- W
unnar—, og Triptolemus launaði þeim með því að upp-
skera- þeirra varð svo lítil, að hirðingin borgaði sig ekki.
Hvernig sem fer, hefir verzlunarmagnið aukizt svo, að
þar má ekki einn dag hlé á verða. f>ið hafið og ef til vill
heyrt getið um víkingana frá Þraklandsskaga — Cherson-
nesus —, sem hafa sér fylgsni í Svartahafi, og er óhætt að
vitna til drykkjudísa, þeirra í fylgd Bakkusar, um það, að
öllum eru þeir djarfari. í gær kom orðsending sú frá
Róm, að þeir hefði á róðrarskipum sínum vaðið inn í Bos-
porus, sökkt herskipunum rómversku fyrir utan Byzants-
borg og Chalcedon, þotið gegn um Marmarahaf, og án þess
að láta neitt stillast af ránfeng sínum þar œtt áfram lengra
þar til þeir voru komnir inn í Grikklandshaf. Kornkaup-
mennirnir, sem skip eiga i förurn í Miðjarðarhafi austan-
verðu, eru hræddir. Þeir fóru á fund keisarans sjálfs og
áttu tal við hann, og frá Ravenna leggja í dag á stað
hundrað galeiður, og frá Misenum“—hann þagnaði snöggv-
ast eins og hann vildi með því móti herða á forvitni vina
sinna, en sagði svo að ending með áherzlu— „ein.“
„Vel sé þér, Kvintus!“ — sögðu þeir; — „við sam-
fögnum þér!“
„Þar sem þú varst tekinn fram yfir hinn manninn, þá
bendir það til þess, að þú verðr settr í hærri stöðu. Við
heilsum þér svo sem þeirn, er þegar er örðinn dúumvír;
minna má það ekki.“ /p,
„BJARMI“, kristilegt heimilisblað, kemr út í Reykjavík tvisvar
í mánuði. Ritstjóri Bjarni Jónsson. Kostar hér í álfu 75 ct. ár-
gar.grinn. Fæst í bóksölu hr. H. S. Sardals í Winnipeg.
„NÝTT KIRKJIJBLAÐ", hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og
Vristilega menning, 18 arkir á ári, kemr út í Reykjavík undir rit-
stjóm hr. Þórhalls Bjarnarsonar, biskups. Kostar hér í álfu 75 ct.
Fæst í bókaverzlan hr. H. S. Bardals hér t Winnipeg.
„EIMREIDIN", eitt fjölbreyttasta íslenzka tímaritið. Kemr út
i Kaupmannahöfn. Ritst. dr. Valtýr Guðmundsson. 3 hefti á ári,
hvart 40 ct. Fæst hjá H. S. Bard'al í W.peg, Jónasi S. Bergmann
á Garðar o. fl.
„FRAMTIÐIN", mánaðarblað fyrir börn og unglinga, kemr
út í Winnipeg í nafni hinna sameinuðu bandalaga og kirkjufélagsins
undir ritstjórn séra N. Steingríms Þorlákssonar og kostar 75 ct.
„SAMEININGIN" kemr út mánaðarlega. Hvert númer tvær
arkir heilar. Verð einn dollar urn árið. Skrifstofa 118 Emily St„
Winnipeg, Canada. — Hr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaðr
,Sam.“—Addr.: Sameiningin, P.O. Box 2767, Winnipeg, Man.