Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 4
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 LANDBÚNAÐUR Íslenska ríkið seldi um tvö hundruð bújarðir í sinni eigu á árabilinu 2000 til 2010. Þorri jarðanna var seldur fram til ársins 2007 en frá og með hrunárinu 2008 hafa samtals tuttugu jarðir verið seldar. Kaupendur ríkisjarða voru framan af áratugnum af ýmsu tagi; ábúendur, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklingar sem ekki stunda búskap. Eftir hrun hafa ábúendur keypt svo til allar seldar ríkisjarðir. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu var nokkuð um að ábúendur sem áttu lögvarinn kauprétt að jörðum og höfðu lýst áhuga á kaupum hættu við eða ákvæðu að bíða eftir hrunið. Sömu sögu er að segja af sveitar- félögum, sem fram að þeim tíma höfðu keypt allnokkrar jarðir. Heildarfjöldi bújarða í land- inu er 6.562. Af þeim eru 4.290 í ábúð og 2.272 í eyði. Skilgreining- in er tæknileg og snýr fyrst og fremst að lögheimilisskráningu bónda. Eru mörg dæmi þess að jörð sem skráð er í eyði sé nýtt til landbúnaðarnota. Ríkið á nú, samkvæmt nýjustu upplýsingum, 400 bújarðir. Af þeim eru 350 á forræði sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytis- ins og 50 á forræði annarra ráðu- neyta. Af þessum 400 eru 239 í ábúð og 161 í eyði. Á ríkið um sex prósent allra jarða en um alda- mótin átti ríkið um níu prósent jarða í landinu. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu var sú stefna tekin upp í ráðuneytinu árið 2009 að auglýsa ekki ríkisjarðir til sölu á frjálsum markaði, nema sér- stakar ástæður mæltu með GENGIÐ 04.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,0842 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,73 114,27 183,74 184,64 161,69 162,59 21,682 21,808 20,642 20,764 17,994 18,100 1,3514 1,3594 180,13 181,21 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Ríkið á 400 bújarðir Bújörðum í eigu íslenska ríkisins fækkaði um tvö hundruð á fyrsta áratug aldar innar. Sala ríkisjarða hefur nánast stöðvast frá hruni. Árið 2009 var mörkuð sú almenna stefna að auglýsa ekki bújarðir til sölu á frjálsum markaði. slíku. Vegna ástandsins á mark- aði hefur lítið reynt á þá stefnu- breytingu. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði við upphaf nýafstaðins búnaðar- þings frumvarp til breytinga á jarðalögum. Markmið breyting- anna er að formfesta skynsam- lega landnýtingu með tilliti til fæðuöryggis þjóðarinnar, eins og hann orðaði það í ávarpi sínu. Frumvarpið var ekki lagt fram á Alþingi áður en tilskilinn frestur til að leggja fram þingmál rann út á föstudag. bjorn@frettabladid.is Í SVEITINNI Ríkið á um sex prósent allra jarða í landinu. Hlutfallið var níu prósent um aldamót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sala ríkisjarða 2005-2010 Jarðir á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins ■ Seldar jarðir ■ Seldar ábúendum 30 25 20 15 10 5 0 2005 2006 2007 2008 2009 2010 14 25 21 8 7 5 29 17 14 7 6 4 FERÐAMÁL Tvö ný snyrtihús með átján salernum verða í sumar tekin í notkun á Hakinu á Þing- völlum. Átján ára og eldri þurfa að greiða tvö hundruð krónur fyrir afnot af salernunum. Til þess að innheimta salern- isgjaldið verða sett upp sérstök gjaldtökuhlið sem Þingvalla- nefnd hefur ákveðið að kaupa af fyrirtækinu Icelux. Hliðin eru sjálfvirk og munu taka við 50 króna og hundrað króna mynt. Þrátt fyrir að Þingvallanefnd hafi samþykkt gjaldtökuna á Hakinu mun áfram verða hægt að komast frítt á önnur salerni í þjóðgarðinum. Hliðin frá Icelux kosta þrjár milljónir króna með uppsetn- ingu á staðnum. Þingvallanefnd gerir ráð fyrir því að tekjur af þeim verði sex milljónir króna á ári miðað við að 30 þúsund manns greiði þjónustugjaldið. „Þessi aðstaða uppfyllir ströng- ustu kröfur um umhverfisvernd og hreinsun fráveituvatns innan þjóðgarðsins og stórbætir þjón- ustu við gesti en eykur um leið rekstrarkostnað,“ segir Þing- vallanefnd um þetta mál. - gar Þingvallanefnd kaupir átján salerni og sjálfvirk gjaldhlið til að setja á Hakið: Reikna með 30 þúsund á klósettið ÞINGVELLIR Sjálfvirkum gjaldhliðum verður komið fyrir við salerni á Hakinu á Þingvöllum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Stuðnings- menn Alassanes Ouattara, rétt- kjörins forseta Fílabeinsstrand- arinnar, hófu í gær sókn inn í Abidjan, stærstu borg landsins. Þeir gerðu sér vonir um þetta yrði lokasóknin í átökum við her- lið Laurents Gbagbo forseta, sem hefur neitað að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað forseta- kosningum í nóvember. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Afríkubandalagið viðurkenna sigur Ouattaras í kosningunum. - gb Átök á Fílabeinsströndinni: Lokasóknin inn í Abidjan hafin ÍSAFJÖRÐUR Dash-8 flugvél Flug- félags Íslands flaug á svan við flugtak frá Ísafjarðarflugvelli á sunnudagsmorgun. Svanurinn féll særður til jarðar, að því er fram kemur á fréttavef Bæjar- ins besta, en var dauður þegar starfsmenn flugvallarins komu að honum. Flugvélin skemmdist ekki og hélt áfram ferð sinni til Reykja- víkur. Að sögn starfsmanns Flug- félags Íslands á Ísafirði er það afar fátítt að stórir fuglar sem þessir rekist á flugvélar. Svanur- inn er stærsti fugl landsins, með allt að 2,4 metra vænghaf. - sv Svanur féll særð til jarðar: Svanur flaug á Dash-8 flugvél SVANIR Á FLUGI Óalgengt er að stórir fuglar verði fyrir flugvélum hér á landi. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 18° 15° 9° 17° 18° 8° 8° 19° 14° 22° 15° 27° 6° 17° 15° 8°Á MORGUN 8-13 m/s, hvassast við S-ströndina. FIMMTUDAGUR Stíf suðvestanátt. 4 5 5 5 5 7 6 2 4 3 4 5 7 5 6 7 4 5 6 3 4 4 4 5 5 33 4 4 5 5 7 DÁLÍTIL VÆTA Næstu dagar verða svipaðir en suð- vestanátt verður ríkjandi með vætu einkum sunnan og vestan til. Á fi mmtudag lítur út fyrir heldur hlýn- andi veður en þá megum við búast við stífum vindi og blautu veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Reynt verður að svara spurningunni um það hvers vegna stór fyrirtæki íhugi að flýja land á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga í dag. „Er það vegna gjaldeyrishafta, skattahækkana eða erfiðleika við að nálgast fjármagn? Eða er rótin annars staðar?“ er spurt í til- kynningu frá félaginu. Meðal ræðumanna á fundinum eru Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis. Fundurinn er á Grand hótel. - þeb Fundur á Grand hóteli: Hvers vegna flýja fyrirtæki? FÓLK Hjálparsími Rauða krossins stendur fyrir átaki næstu vikuna undir yfirskriftinni Geta pabbar ekki grátið? Rauði krossinn segir að margir finni fyrir fjárhagsáhyggjum um þessar mundir. Karlar eigi stund- um erfitt með að ræða um vanda- mál sín opinskátt, jafnvel við sína nánustu. Þá geti verið lausn að hringja í Hjálparsímann, 1717. Starfsfólk Hjálparsímans undirbjó átaksvikuna í samstarfi við umboðsmann skuldara, sem veitti upplýsingar um úrræði vegna efnahagsþrenginga. - þeb Hjálparsími Rauða krossins: Átaksvika fyrir karla hjá RKÍ FRAKKLAND, AP Allt að mánuður getur liðið þangað til hægt verð- ur að hefja vinnu við að ná flaki franskrar Airbus-farþegaþotu af botni Atlantshafsins, þar sem það hefur legið á 3.900 metra dýpi síðan vélin hrapaði í júní 2009. Um borð voru 228 manns, sem allir létu lífið. Vélin var á leið- inni frá Rio de Janeiro til Parísar þegar hún lenti í þrumuveðri í háloftunum. Orsakir slyssins eru enn ekki þekktar og „svarti kassinn“ með flugrita vélar- innar hefur enn ekki fundist. Mikil áhersla er lögð á að finna flugritann. - gb Þotan fundin á hafsbotni: Reynt að ná flakinu upp EINN ÞOTUHREYFLANNA Myndir af flakinu voru sýndar á blaðamannafundi í Frakklandi í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.