Fréttablaðið - 05.04.2011, Side 6
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR6
IÐNAÐUR Erfitt eða ógjörlegt gæti
orðið að afla orku til álvers Norð-
uráls í Helguvík fáist ekki orka
samkvæmt fyrirliggjandi samn-
ingum við HS Orku og Orkuveitu
Reykjavíkur. Þetta kemur fram
í ársskýrslu Century Aluminum
Co. þar sem fjallað er um áhættu-
þætti í rekstri. Norðurál Helguvík
sem reisir álverið er að fullu í eigu
Norðuráls, sem á og rekur álver-
ið á Grundartanga og er aftur að
fullu í eigu Century Aluminum.
Verði hætt við álverið, eða
það tefst verulega, er það sagt
munu hafa verulega neikvæð
áhrif á fjármögnun, afkomu og
lausafjárstöðu Century Aluminum.
Áréttað er að félagið hafi engin
tök á að stjórna, hafa áhrif á eða
spá fyrir um þætti sem tafið gætu
eða hindrað framleiðslu og afhend-
ingu orku til álversins. „Þar með
er talin geta orkufyrirtækjanna
til að fjármagna þróun nýrra jarð-
varmavirkjana og tengda upp-
byggingu mannvirkja til afhend-
ingar orkunnar.“ Framkvæmdir
við byggingu álversins í Helgu-
vík hafa verið stöðvaðar að mestu
á meðan ekki hefur verið leyst úr
vandamálum við að afla því orku.
Í ársskýrslu Century Aluminum er
tekið fram að óvissa ríki um hvort
eða hvenær framkvæmdum verði
haldið áfram, hvort lokið verði við
smíði álversins eða hvort rekstur
álversins verði arðbær.
Í umfjöllun um áhættuþætti í
ársskýrslu Century Aluminum
eru einnig slegnir margvíslegir
aðrir varnaglar varðandi afkomu
félagsins. Fjallað er um sveiflur í
álverði, óstöðugleika á mörkuðum
með hráefni, hækkandi raforku-
verð og fleiri þætti.
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir framsetninguna
í ársreikningnum kunna að vera
Íslendingum framandi, en vestra
sé sá háttur hafður á að velta upp
með þessum hætti margvísleg-
um áhættuþáttum. „Þetta er eig-
inlega upptalning á margvísleg-
um þáttum sem einhvern tímann
gætu komið upp við einhverjar
aðstæður,“ segir hann.
Ragnar segir gerðardóms-
mál vegna samninga félagsins
við HS Orku verða tekið fyrir í
maí og niðurstaða eigi að liggja
fyrir í sumar. „Og það er svo sem
ákvörðunarpunktur í því. En auð-
vitað vonumst við til þess að menn
klári samningaleið áður en til þess
kemur og teljum vel tækifæri til
þess, hafi menn áhuga á því.“
olikr@frettabladid.is
En auð-
vitað
vonumst við til
þess að menn
klári samninga-
leið.
RAGNAR
GUÐMUNDSSON
FORSTJÓRI NORÐURÁLS
Century varar við
óvissu í Helguvík
Í ársskýrslu Century Aluminum er varað við fjárhagslegum skakkaföllum
félagsins verði ekki af álveri í Helguvík. Geti HS Orka og OR ekki útvegað orku
er verkefnið fyrir bí. Niðurstaða gerðardóms segir til um framhald málsins.
ÁLVER Í BYGGINGU Áætlað hefur verið að á framkvæmdatíma byggingar álvers í Helguvík yrðu til um 3.200 ársverk auk afleiddra
starfa. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar að mestu meðan óvissa ríkir um það hvort orka fáist til álversins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS
konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is
Askja 132, fimmtud. 7. apríl kl. 5:30
Ljúffeng ánauð
úr heimildarmyndaröðinni “China Screen”
Þjóðlegur veitingahúsarekstur í harðri
samkeppni á ört vaxandi markaði.
Lögberg 201 miðv. 6. apríl kl. 12:10
Deborah Sommer:
Vestrænar birtingamyndir Konfúsíusar.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Nánar á konfusius.hi.is
Öllum opið!
Aðgangur ókeypis!
Viðburðir Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa:
Aumir og stífir vöðvar?
Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera
á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað
án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða
lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12
ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar
sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Verkjastillandi og bólgueyðandi við
verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum
Nýtt lok!
Auðvelt að opn
a
AÐALFUNDUR
HÚSEIGENDAFÉLAGSINS
Aðalfundur Húseigendafélagsins 2011
verður haldinn fimmtudaginn 14. apríl nk.
salur Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15,
Reykjavík og hefst hann kl. 16.00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
Stjórnin.
STJÓRNMÁL Sex þingmenn úr öllum flokkum
hafa lagt fram frumvarp um afnán skila-
nefnda fyrir viðskiptabankana sem fóru í þrot
við hrunið. Verkefni skilanefndanna færist
til slitastjórna 1. september verði frumvarpið
samþykkt.
Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefndir fyrir
föllnu bankana þrjá eftir setningu neyðar-
laganna í október 2008. Samhliða tóku til
starfa slitastjórnir skipaðar af héraðsdóm-
ara. Þingmennirnir segja nokkuð hafa verið
rætt á Alþingi um það fyrirkomulag að hafa
skilanefndir og slitastjórnir starfandi sam-
hliða. Viðskiptanefnd Alþingis hafi talið eðli-
legt að svo væri ekki því „tvöfalt kerfi væri
ekki heillavænlegt til framtíðar“ eins og segir
í greinagerð sexmenninganna. Ekki hafi þó
verið sett tímamörk á hvenær þetta fyrir-
komulag tæki enda.
„Séu í hópi skilanefndarmanna einstakling-
ar sem hafa víðtæka þekkingu og góð per-
sónuleg sambönd við kröfuhafa ætti að vera
mögulegt að ráða viðkomandi einstaklinga til
starfa fyrir slitastjórnina,“ segja sexmenning-
arnir og svara þannig helstu rökum sem færð
hafa verið fyrir því að hafa bæði skilanefndir
og slitastjórnir starfandi fyrir hvert og eitt
þrotabú gömlu bankanna þriggja. - gar
Þingmenn úr öllum flokkum flytja frumvarp um að leggja af skilanefndir gömlu bankanna næsta haust:
Vilja afnema tvöfalt kerfi slitastjórna og -nefnda
ALÞINGI Skilanefndir föllnu bankanna munu hafa
starfað í nærri þrjú ár þegar þær verða lagðar niður í
haust, hljóti frumvarp þess efnis brautargengi.
NEYTENDUR Flugmálastjórn hefur
sent frá sér á þriðja tug ákvarðana
á þessu ári vegna kvartana neyt-
enda. Kvartanirnar snúast flestar
um ágreining flugfarþega við flug-
félög um skaðabótaskyldu vegna
seinkunar eða aflýsingar, glataðs
eða skemmds farangurs og upp-
lýsingaskyldu flugrekanda til far-
þega. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá Neytendasamtökunum.
Lögum um loftferðir var breytt
síðasta sumar, meðal annars til að
efla neytendavernd laganna. Flug-
málastjórn var veitt heimild til að
úrskurða um ágreining á milli
neytenda og flugrekenda. Stofnun-
in gefur út bindandi úrskurð sem
flugrekanda er skylt að fara eftir.
Þó er hægt að kæra ákvörðunina
til innanríkisráðuneytisins innan
þriggja mánaða.
Nokkrar ákvarðanir byggja á
úrskurði Evrópudómstólsins frá
árinu 2009, þar sem niðurstaðan
var að ef flugi seinkaði um meira
en þrjár klukkustundir ættu far-
þegar rétt á sömu skaðabótum og
ef fluginu hefði verið aflýst.
Flugmálastjórn hefur ákvarð-
að kvartendum 400 evrur í skaða-
bætur í nokkrum málum þar sem
þriggja tíma seinkun hefur orðið.
Skaðabætur verða hærri eftir því
sem flugtími er lengri. - sv
Flugmálastjórn ákvarðar að farþegum skuli greiddar bætur vegna seinkana:
Á þriðja tug kvartana sendar út
SEINKUN Á KASTRUP Farþegar eiga rétt
á skaðabótum ef flugi seinkar um þrjár
klukkustundir eða meira.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Hljópstu apríl?
Já 10,6%
Nei 89,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að halda ríkisstjórnarfundi
oftar utan höfuðborgar-
svæðisins?
Segðu skoðun þína á vísir.is
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Ljósmyndakaffi Ljósmyndasafns Reykjavíkur
verður haldið í dag klukkan 12 í Tryggvagötu. Þar
munu ljósmyndararnir Guðmundur Ingólfsson, Bára
og Sissa spjalla við Leif Þorsteinsson um ljósmyndun.
Í tilefni Hestadaga í Reykja-vík verða á boðstólum steikt tryppaeistu að enskum hætti í gamla söluturninum á Lækjartorgi í dag. Tryppaeistu eru heimskunnur frygðarauki enÍslendingum fágætt hÉ
óvenjulegt en sérpantað í tilefni
hátíðarinnar Hestadaga í Reykja-
vík sem nú stendur yfir.„Tryppaeistu eru eftirsóknar-
vert hráefni og í þess iaf þ í
niður í kynorkuaukandi drykki.„Bragðið minnir talsvert á
hrútspunga, en áferðin er g ófenda stó
Úlfar Eysteinsson stendur í ströngu í dag þegar hann matbýr gómsæt tryppaeistu fyrir gesti og gangandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
OPIÐ ALLA DAGA
FRÁ KL. 11.30
Hneggjandi gott lostæti
KJÖRKASSINN