Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 8
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR8
FANGELSISMÁL Áætlaður aukakostn-
aður við staðsetningu nýs fangels-
is á Hólmsheiði er 26,2 milljónir
króna á ári. Sú fjárhæð samsvar-
ar 584 milljónum króna yfir nýt-
ingartíma fangelsisins, fjörutíu ár,
núvirt. Sú fjárhæð hækkar eftir
því sem staðsetning fangelsisins
fjarlægist höfuðborgarsvæðinu.
Deloitte FAS reiknaði út kostn-
aðarauka tengdan staðsetningu
hins nýja fangelsis sem áætlað
hefur verið að reisa á Hólmsheiði
fyrir innanríkisráðuneytið í októ-
ber á síðasta ári. Í skýrslu Deloitte
kemur fram að áhersla hafi verið
lögð á að greina hvaða liðir hefðu
kostnaðartengd áhrif í för með sér.
Ákveðið var að reikna með kostn-
aði vegna yfirheyrslna, túlkaþjón-
ustu, flutnings fanga í dómsal og
ferðakostnaðar lögfræðinga.
Kostnaðaraukinn er metinn
miðað við að fangelsið verði byggt
í 55 kílómetra fjarlægð frá höfuð-
borgarsvæðinu og er þar miðað
við Hólmsheiði. Kostnaðurinn
eykst eftir því sem fjarlægðin
verður meiri frá Reykjavík. Því
er talið ólíklegt að nýtt fangelsi
muni rísa annars staðar á landinu
en á Hólmsheiði, en ekki verður
gert ráð fyrir þeirri staðsetningu
í útboðsgögnunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
innanríkisráðuneytinu er ástæða
þess að útboðsgögnin liggja ekki
fyrir sú að Reykjavíkurborg hefur
átt í viðræðum við Mosfellsbæ og
eigendur Vilborgarkots á Hólms-
heiði varðandi lóðamál.
Ágúst Jónsson, hjá fram-
kvæmdasviði Reykjavíkurborg-
ar, segir að nú hafi komið fram
frá Mosfellsbæ að lóðin sé á svæði
Reykjavíkur, en jörðin Vilborgar-
kot liggur að hluta inni á svæði
áætlaðs fangelsis.
„Við erum í viðræðum við eig-
endur lóðarinnar og ég hef ekki
ástæðu til að ætla annað en að
þetta fari mjög vel,“ segir Ágúst.
„Þetta er smá skiki sem við erum
að tala um, einungis lítil prósenta
af jörðinni, sem Reykjavíkurborg
mun líklega kaupa af eigendum.“
Jón G. Briem er einn af tíu
skráðum lóðareigendum Vilborg-
arkots og segir hann að viðræður
við Reykjavíkurborg gangi vel.
Ekki hefur þó verið gengið frá
samningum að fullu.
Stefnt er að því að bjóða verkið
út síðar í mánuðinum. Um 35.000
fermetrar fara undir lóðina.
sunna@frettabladid.is
Aukakostnaður við
fangelsi 584 milljónir
Áætlaður aukakostnaður vegna staðsetningar fangelsis á Hólmsheiði er 26,2
milljónir á ári, sé miðað við fjarlægð frá Reykjavík. Ólíklegt að fangelsi muni rísa
lengra frá höfuðborgarsvæðinu þó að útboð verði ekki bundið við Hólmsheiði.
HÓLMSHEIÐI Í BLÓMA Um 35 þúsund fermetrar eru áætlaðir undir fangelsið á Hólmsheiði, sem liggur 55 kílómetra utan
Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kostnaður á ári
- miðað við 55 km frá Hólmsheiði
Atriði Milljónir króna
Yfirheyrslur 13,4
Túlkar 3,6
Flutningur 4,5
Lögmenn 4,7
Alls 26,2
Miðað við gefnar forsendur er heildar-
kostnaðaraukinn við að byggja fangelsið
á sambærilegum stað og í sambærilegri
fjarlægð og Litla-Hraun er frá höfuð-
borgarsvæðinu 26,2 milljónir króna á ári.
Það samsvarar 584 milljónum króna yfir
nýtingartíma fangelsisins sem er 40 ár.
miðvikudaginn 6. apríl
islandsstofa.is
Borgartún 35 | 105 Reykjavík
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Moskvu,
verður til viðtals miðvikudaginn 6. apríl.
Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða
viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og
önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins þar
sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins:
Armenía, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Kasakstan,
Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og
Úsbekistan.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu,
Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000
eða með tölvupósti, islandsstofa @islandsstofa.is.
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson,
andri@ islandsstofa.is og Hermann Ottósson,
hermann@ islandsstofa.is.
Viðtals-
tímar
sendiherra
Íslands
í Moskvu
Bentu í austur
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu
til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is.
„ Ég held að maður
verði bara að byrja
einhvers staðar, byrja
á þúsundkallinum.“
Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara.
Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð
þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
N
B
I
H
F
.
(
L
A
N
D
S
B
A
N
K
I
N
N
)
,
K
T
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki