Fréttablaðið - 05.04.2011, Side 16

Fréttablaðið - 05.04.2011, Side 16
16 5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR Ég ætla að samþykkja Icesave-samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslunni 9. apríl. Ástæðan er einföld, jafnvel þótt málið sé flók- ið. Samningaleiðin er farsælli fyrir þjóðina en svokölluð dómstóla- leið. Samningaleiðin leiðir til lykta ágreining við vinaþjóðir okkar. Í henni felst engin uppgjöf, heldur skynsemi og breytni sem er sið- ferðislega sterk. Ég er sannfærður um að samninganefnd Lee Bucheit náði í desember eins góðum samn- ingum og kostur var á. „Nei“ þann níunda apríl hleypir af stað ára- löngum málaferlum. Hætt er við að það leiði til kyrrstöðu og mikillar óvissu næstu árin. Það mun rýra lífskjör almennings í landinu og draga enn meir úr tiltrú erlendra fjárfesta og lánardrottna á íslensku efnahagslífi. Dómstólaleiðin verður dýrkeypt. Margir spyrja sig „Af hverju á ég að taka á mig skuldir einkabanka?“. Svarið er að samningurinn kemur einmitt í veg fyrir það. Hann er samkomulag um að eignir þrota- bús gamla Landsbankans gangi upp í skuldbindingar Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta. Þessar skuldbindingar snúast um lágmarkstyggingar fyrir sparifé fólks í öllum útibúum Landsbank- ans. Þar sem eignir Trygging- arsjóðs dugðu ekki til að greiða sparifjáreigendum í útibúunum í Bretlandi og Hollandi, voru trygg- ingarnar greiddar af þarlendum yfirvöldum. Sem stofnandi Trygg- ingarsjóðsins ábyrgist ríkissjóður aðeins vaxtagreiðslur og uppgjör ef eitthvað verður enn eftir af skuld- bindingum sjóðsins þegar búið er að borga úr búi Landsbankans árið 2016. Það er umdeilt meðal íslenskra lögfræðinga hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að ábyrgjast lág- marksgreiðslurnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur hins vegar gefið út það álit að Ísland beri ábyrgð á því að íslenska innistæðutryggingarkerfið geti staðið við lögbundna lágmarks- tryggingu sparifjáreigenda í öllum útibúum íslensku bankanna. Allar nágranna- og vinaþjóðir okkar munu vera sömu skoðunar. Fyrir þeim vegur jafnræðisreglan þungt. Íslensk stjórnvöld bættu íslensk- um sparifjáreigendum í útibúum Landsbankans upp tap sitt en ekki útlenskum sparifjáreigendum í útibúunum. Þau gerðu greinarmun á Íslendingum og útlendingum. Það kann að vera skiljanlegt út frá sjónarmiði landlægrar þjóðernis- hyggju en siðferðislega er það forkastanlegt. Hvað siðferðisþáttinn varðar er gamalt og gott ráð að setja sig í spor annarra. Snúum dæminu við, eins og Hallgrímur Helgason gerði um daginn. Segjum að breskur banki hefði stofnað útibú hér á landi, lofað háum vöxtum og fjöldi Íslendinga hefði sett sparifé sitt inn á þessa reikninga, enda hefðu breskir ráða- menn og breski seðlabankastjórinn farið lofsorði um bankann og hrós- að innlánastefnu hans sérstaklega. Það þarf ekki að halda áfram með dæmið en það gleymist stundum í umræðunni að Tryggingarsjóður innistæðueigenda er hugsaður til koma í veg fyrir að fólk tapi öllu sparifé sínu í bankahruni og fái ekkert bætt. Sumir andstæðing- ar samningsins hafa gengið mjög langt og kallað þá sem vilja stað- festa hann í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni lyddur og gungur. Slíkur mál- flutningur einkennist annaðhvort af örvæntingu eða oflæti. Við höfum reynslu af því að oflætið hjálpar okkur Íslending- um ekki neitt. Örvæntingin gerir það ekki heldur. Við þurfum held- ur ekki að örvænta. Við staðfestum góðan samning við vinaþjóðir okkar Breta og Hollendinga, rjúfum kyrr- stöðuna, eyðum óvissunni og höld- um vongóð áfram inn í framtíðina. Eyðum óvissunni – segjum já Icesave Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Kæri Ragnar. Við biðlum til þín um að sýna miskunn og mann- úð og sjá til þess að öllum börnum með þroskahömlun standi til boða skólavist í sérskóla. Ekki bara sumum. Við gerum athugasemd- ir við skýringar frá menntasviði á þrengdum inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla: 1. Sagt er að ný inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla séu ekkert annað en staðfesting á því hvernig nem- endahópurinn sé nú. Þetta er ekki rétt. Í skólanum eru börn sem falla utan ramma núgild- andi skilyrða. Auk þess hefur börn- um verið synjað um skólavist á forsendum nýju skilyrðanna. 2. Sagt er að þróunin sé og verði sú að börn með þroskahömlun gangi í almennan skóla. Af hverju er menntasviðið svona visst um þessa þróun? Er það af því að það sér fram í tímann eða af því að það telur sig hafa fundið hina einu sönnu menntastefnu um aldur og ævi? Hvorugt getur talist boðlegt. Foreldrar hljóta að eiga að koma að þessari þróun. 3. Sagt er að „skóli fyrir alla“ sé stefna borgarinnar í skólamálum. Sú stefna felur ekki í sér að það megi eða eigi að meina þroskaheft- um börnum um skólavist í sérskóla. Það er hins vegar brot á grunn- skólalögum að bjóða þessum sömu börnum hvorki upp á sérdeild né sérskóla (sjá 17. grein grunnskóla- laga frá 2008 og 2. grein reglugerð- ar frá 2010 um nemendur með sér- þarfir) og það stríðir gegn 76. grein stjórnarskrárinnar um rétt allra til fræðslu við sitt hæfi. 4. Sagt er að mörg lönd í kringum okkur hafi tekið upp þessa stefnu. Sú staðreynd að einhver hallist að einhverri stefnu eru ekki næg rök fyrir því að hún sé alls staðar og alltaf við hæfi. Það verður að vera sveigjanleiki í kerfinu og eins verður að svara málefnalegum rökum þegar þau eru borin fram, sérstaklega þegar reynslan sýnir að hlutirnir ganga ekki upp og mörg þroskaskert börn njóta sín ekki sem skyldi í almennum skólum. Með samanburði við önnur lönd má þó benda á að yfirvöld í Noregi, sem fóru með þessa stefnu yfir strikið fyrir um það bil tveimur áratug- um, eru að átta sig á mistökunum og þar er nú rætt um að endurreisa sérskóla. Þá eru sérskólar víða ann- ars staðar við lýði, til dæmis í Hol- landi ganga um það bil 9,6% barna í sérskóla vegna hverskyns náms- örðugleika og þar þykja sérskólar sjálfsögð og eðlileg þjónusta. 5. Sagt er að almenni skólinn muni ekki sinna þroskahömluðum börnum af alvöru meðan sérskólar séu í boði. Þessi skýring gefur til kynna að fólk í almennum skólum hafi ekki trú á sérskólalausu skólakerfi, en jafnframt að búið sé að ákveða nið- urstöðuna og það eigi að þvinga fólk til fylgilags við hana. Geta það tal- ist boðleg lýðræðisleg vinnubrögð? Ef þú lumar á góðum og gildum rökum fyrir því að meina þroska- heftum börnum um skólavist í sér- skóla fyrir þroskahefta, viljum við gjarnan fá að heyra þau. Annars biðjum við þig vinsamlegast að leið- rétta inntökuskilyrði í Öskjuhlíðar- skóla þannig að öll þroskaheft börn hafi aðgang að skólanum, ekki bara sum. Opið bréf frá foreldrum til fræðslustjóra Sérskólar Ásta Kristrún Ólafsdóttir, Jóna Á. Gísladóttir, Nick A. Cathcart- Jones, Róbert Jack og Svafa Arnardóttir foreldrar barna með þroskahömlun AF NETINU Alíslensk reiði Það er ekki bara í drykkjuveislum sem rökræður eru stundaðar með þessum hætti, heldur sér maður dæmi þess alla leið inn á Alþingi. Engin miðja er til, menn eru annaðhvort með eða á móti og síðan er barist á banaspjótum, málefnin verða mjög fljótt persónuleg og öllum brögðum er beitt til að hafa andstæðinginn undir. Rökræður á Íslandi eru því alltaf í formi glímu. Á hinn bóginn stunduðu for- feður okkar sína glímu á Alþingi með þeim hætti að þeir byrjuðu á að handsala hvor öðrum grið, og þótti það mikið níðingsverk að láta kné fylgja kviði. Var þetta einmitt gert til að tryggja að leikurinn yrði ekki of persónulegur og leiddi ekki til mannvíga utan vallar. Kannski er kominn tími til að fylkingar á Íslandi handsali hvor öðrum grið, og jafnvel, einhvern daginn, læri að hafa það sem sannara reynist? Valur Gunnarsson dv.is/blogg/skotgrofi n Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum VITA er lífið Alicante VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti Verð frá 66.500 kr. Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. Vikulegt flug frá 14. apríl til 6. okt. 2011. ÍS L E N S K A /S IA .I S V IT 5 44 08 0 3/ 11 Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. Ég segi já af því að ég vil að hjól atvinn u- lífsins fari að snúast . Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir www.afram.is „ “ Já er leiðin áfram!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.