Fréttablaðið - 05.04.2011, Page 17
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
É
g hef verið viðriðinn íþróttir
frá því ég man eftir mér. Ég
hef verið þjálfari, liðsstjóri og
flokksstjóri á landsmótum UMFÍ
í gegnum tíðina en aldrei verið kepp-
andi,“ segir Flemming Jessen, fyrrver-
andi skólastjóri. Hann stefnir á að taka
þátt á fyrsta landsmóti Ungmenna-
félags Íslands fyrir fólk eldra en 50
ára, sem haldið verður á Hvamms-
tanga dagana 24.-26. júní í umsjá
Ungmennasambands Vestur-
Húnvetninga.
Fyrirhugaðar keppnisgreinar
eru golf, pútt, sund, frjálsar,
blak, hestaíþróttir, þríþraut,
bridds, boccia, skák, línudans,
hjólreiðar og starfsíþróttir.
Sjálfan langar Flemming að
taka þátt í boccia, bridds, pútti
og sundi en á sínum yngri árum
stundaði hann frjálsar og sund.
„Allir sem vilja og hafa heilsu
til mega vera með,“ upplýsir
Flemming, sem kemur einnig að
skipulagningu mótsins og er í
Félagi áhugafólks um íþróttir
aldraðra.
Ungmennafélagsandinn mun
svífa yfir vötnum á Hvamms-
tanga og meginmarkmiðið er að
fólk taki þátt en minni áhersla
er lögð á keppnina sem slíka.
„Enda stuðlar öll hreyfing
að aukinni lífsfyllingu,“ segir
Flemming.
Fyrir utan keppni í hinum
ýmsu greinum verður boðið upp
á fræðsluerindi og fyrirlestra
auk þess sem slegið verður upp
balli. solveig@frettabladid.is
Flemming Jessen (64) tekur þátt í fyrsta landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem haldið verður í júní.
Stuðlar að
lífsfyllingu
Krabbamein er algengasta dánarorsök í heimi
en talið er að þrjátíu prósent krabbameinstilfella
megi fyrirbyggja. Helstu áhættuþættir eru reyk-
ingar, áfengisneysla, offita og slæmt mataræði.
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
M eirapró f
U p p lýsin gar o g in n ritun
í s ím a 5670300