Fréttablaðið - 05.04.2011, Page 18

Fréttablaðið - 05.04.2011, Page 18
5. 2 GRÆNN APRÍL Árangur af endurlífgunum utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2007 var umfjöll- unarefni erindis sem flutt var á vísindaþingi skurð-, svæfingar- og gjörgæslulækna dagana 1. til 2. apríl. Brynjólfur Mogensen, yfir- læknir á bráðasviði Landspítala, kom að rannsókninni, sem leiddi margt áhugavert í ljós. „Af þeim sjúklingum sem kom- ust lifandi á Landspítala eftir end- urlífgun vegna hjartaáfalls útskrif- aðist fjórðungur lifandi. Það er betri árangur en í nánast öllum öðrum löndum, þar sem árang- urinn er yfirleitt tíu til fimmtán prósent,“ segir Brynjólfur og bætir við að leit- un sé að öðrum eins árangri. Ástæður þessa góða árangurs eru marg- þættar að mati Brynjólfs. Hann nefnir stuttan útkallstíma, gott starfsfólk á neyðarbíl, algengi far- símaeignar Íslendinga sem stytti boðunarkerfið og góða þjónustu á Landspítala. „Til dæmis var á þessum tíma farið að kæla niður sjúklinga sem lentu í hjartaáfalli. Það breytti meðferðinni til hins betra og minnkaði auk þess líkur á heilaskemmdum hjá þeim sem lifa,“ segir Brynjólfur og bætir við að ein af afleiðingum hjarta- áfalls geti verið skortur á súrefni til heila, sem geti leitt til heila- skemmda. Þá var einnig komið á hjartaþræðingarvakt. Eitt höfuðatriðið í hinum góða árangri er einnig hátt hlutfall grunnendurlífgunar, en í 62 pró- sentum tilvika reyndu sjónarvottar endurlífgun fyrir komu neyðarbíls. „Grunnendurlífgun á Íslandi er með því hæsta sem gerist í heimin- um,“ segir Brynjólfur. Hann telur Íslendinga vel upplýsta um fyrstu hjálp og það verði til þess að auð- velda endurlífgun og auka hlutfall þeirra sem lifi. Brynjólfur segir að rannsókn- in hafi verið gerð yfir tímabil þar sem náið samstarf hafi verið milli læknis á neyðarbíl og sjúkraflutn- ingsmanna. Í byrjun árs 2008 var ákveðið að fella þá þjónustu niður og því var ekki lengur læknir í neyðarbílnum.“ Hann segir ekki vitað hvort árangurinn hafi breyst við breytinguna. „Sjúkraflutninga- aðilar á höfuðborgarsvæðinu eru vel menntaðir og margir hafa farið í framhaldsnám og kunna sitt verk. Rannsókn mun leiða í ljós hvort við breyttum rétt.“ solveig@frettabladid.is Góður árangur endurlífgana Hlutfall þeirra sem lifa af og útskrifast af Landspítala eftir hjartaendurlífgun er með því hæsta sem gerist í heiminum. Íslendingar eru vel upplýstir um fyrstu hjálp að sögn Brynjólfs Mogensen yfirlæknis. Kælingarhlutfall, stuttur útkallstími og algengi farsíma skiptir máli. Brynjólfur Mogensen Íslendingar eru að sögn Brynjólfs upplýstari en margar aðrar þjóðir um hjartahnoð og fyrstu hjálp. NORDICPHOTOS/GETTY ■ Af 290 einstaklingum í hjarta- stoppi var reynd endurlífgun hjá 280. Af þeim 193 tilvikum þar sem hjartasjúkdómur var talinn orsök voru karlar 75%, konur 25% og meðalaldur var 65,1 ár. Lifandi á sjúkrahús komust 108 sjúklingar (56%) og 49 (25,4%) útskrifuð- ust af sjúkrahúsi. Í 62% tilvika var grunnendurlífgun beitt fyrir komu neyðarbíls. Hreyfing stuðlar að betri líðan og dregur úr sjúkdómshættu langt fram eftir aldri. Staðreyndin er engu að síður sú að við 75 ára aldur er einn þriðji karla og helmingur kvenna alveg hættur að hreyfa sig. Fyrstu grænu skrefin: ● Skipuleggðu innkaupin og farðu í færri innkaupaferðir vikulega. ● Farðu gangandi í vinnuna einn dag í viku eða notaðu almenningssamgöngur. ● Farðu með börnin í göngutúr á sunnudegi í stað þess að fara í bíltúr. ● Skilaðu öllum dósum og flöskum til endurvinnsu. ● Flokkaðu dagblöð og skilaðu þeim til endurvinnslu. ● Fáðu þér endurvinnslutunnu. www.graennapril.is Skeifunni 3j · Sími 553 8282 · www.heilsudrekinn.is Jafnvægi fyrir líkama og sál heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi veittu vellíðan gefðu gjafabréf ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA Námskeiðin verða haldin í Heilsuhúsinu Lágmúla 5. Hægt er að skrá sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 milli kl. 10 -18 virka daga. Verð kr. 4.500. Ath! Takmarkaður fjöldi. Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta með lítilli fyrirhöfn! Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað á námskeiðinu: HEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR kennir hve auðvelt er að rækta grænmeti og kryddjurtir • Hvernig á að sá og forrækta? • Hvernig er plantað út? • Hvernig fá plöntur næringu? • Hvað þarf til að fá uppskeru allt sumarið? • Hvaða jurtir eru fjölærar? Miðvikudaginn 13. apríl kl. 19:30 - 22:15 Miðvikudaginn 27. apríl kl. 19:30 - 22:15 10%OG AÐ AUKI SÉ GREITT Í EINU LAGI VIÐ PÖNTUN AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM AFSLÁTTUR25%

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.