Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 19

Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 19
Jógatímum í World Class hefur fjölgað ár frá ári enda er eftirspurnin sífellt meiri. Tímaúrvalið er fjölbreytt og iðkendur eru af báðum kynjum og með alls kyns bakgrunn. Jógakennarinn Brynjúlfur Jónatansson hefur kennt jóga í World Class í á tíunda ár og merk- ir talsverðar breytingar á jógaiðkun lands- manna. „Þegar ég var að byrja vorum við með fimm tíma í viku og voru þátttakendur í hverj- um tíma á bilinu tíu til þrjátíu. Í dag bjóðum við upp á tuttugu jógatíma í Laugum og yfir þrjá- tíu tíma í allt,“ segir Brynjúlfur eða Billi eins og hann er kallaður. Hann segir aukna eftirspurn kalla á aukið framboð og að áhuginn sé mikill. „Ég held að þetta skýrist meðal annars af því að fólk kann að meta það að geta farið í jóga inni á líkams- ræktarstöð og margir stunda það samhliða hlaupum, lyftingum og öðrum tímum. Þegar ég var að byrja tengdi fólk jógaiðkun svolít- ið við sérstaka reykelsismettaða staði og fólk- ið sem stundaði jóga var jafnvel álitið skrýtið. Það hefur breyst og með því að bjóða upp á það á líkamsræktarstöðvum opnast dyr fyrir alla.“ Billi segir sérstöðu World Class vera mikið úrval fjölbreyttra tíma. „Við erum með power jóga, hot jóga og flæðijógatíma, sem eru allir nokkuð krefjandi, en líka rólegri hádegis- og kvöldtíma. Þá erum við með sérstaka jógatíma fyrir hlaupara, svo dæmi séu nefnd, en þeir eru sérsniðnir fyrir hlaupahóp í World Class.“ Billi segir konur meirihluta iðkenda en að karlarn- ir sæki sífellt í sig veðrið. „Ég hugsa að sjötíu prósent þeirra sem sækja tímana séu konur en ég er þó að fá karlmenn á öllum aldri. Margir þeirra hafa verið í tækjunum og eru orðnir sterkir og stífir og veitir ekki af teygjunum. Ég fæ líka talsvert til mín af íþróttafólki innan um aðra.“ Billi segir nokkuð um að fólk með bak- verki sæki jóga enda ganga margar stöðurnar út á að styrkja vöðvana í kringum hrygginn. En hver er helsti ávinningurinn af því að stunda jóga? Ég held að það sé aðallega aukin líkamsvitund. Tilfinningin í skrokknum verð- ur betri og við beitum okkur betur í daglegu lífi. Við njótum betur þess sem er þægilegt og gerum okkur frekar grein fyrir því þegar við festumst í vondri líkamsstöðu eins og fyrir framan tölvu. Þá held ég að mörgum þyki slök- unin mikilvæg. Fólk æfir sig í að slaka á í amstri dagsins, sem smitar út í allt annað.“ Billi tekur fram að allir jógatímar í World Class séu í opinni stundaskrá og því hafi allir korthafar frjálsan aðgang. Helsti ávinningurinn er aukin líkamsvitund Brynjúlfur hefur kennt jóga í World Class í á tíunda ár og hefur iðkendum fjölgað mikið á þeim tíma. Það virðist kærkomið að geta stundað jóga í líkamsræktarstöð í bland við aðra hreyfingu. MYND/STEFÁN Jógafróðleikur Jóga gengur út á jafnvægi. Unnið er jafnt með báðar hlið- ar, bak og kvið. Gott er að mæta í þægilegum og mjúkum fatnaði í jógatíma. Látið líða meira en klukkutíma frá máltíð og þangað til farið er í tíma. Í heitu tímunum er mikilvægt að drekka mikinn vökva og bæta sér upp steinefnatap sem verður þegar líkaminn svitn- ar með því að borða stein- efnaríkan mat. Grænmeti og grænmetissafar eru tilvaldir. Mælt er með því að skilja keppnisskapið eftir fyrir utan tímann. Það ættu allir að geta lagað æfingarnar að sér og ef einhverjir líkamshlutar eru viðkvæmir skyldi fara var- lega, sleppa æfingum eða halda stöðunum skemur. Hver æfir á sínum hraða. World Class er með níu stöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Mesta jógatímaúrvalið er í Laugum og á Seltjarnarnesi en auk þess eru jógatímar í Ögurhvarfi, Spöng og Mosfellsbæ. Jóga eykur líkamsvitund, sem smitast út í allar athafnir daglegs lífs. FJÖLBREYTT JÓGA Í WORLD CLASS JógaHot Yoga Hádegisjóga Hot Vinyasa Nánari uppllýsingar á worldclass.is eða í síma 553-0000 Rope Yoga Slökunarjóga Kraftjóga Jóga fyrir hlaupara JÓGA SÉRBLAÐ | ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL | KYNNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.