Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2011, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 05.04.2011, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2011 Body Control Pilates hentar þeim sem vilja styrkja og endurmóta vöðvana. Heitt jóga og heitt djúpvöðva fitness eru á meðal vinsælla námskeiða í boði hjá Hreyfingu. Hreyfing í Glæsibæ býður fjöl- breytt úrval af æfingatímum til að koma til móts við þarfir við- skiptavina sinna. Þeir sem leggja upp úr vellíðan, svokallaðir „well- ness“ tímar, njóta nú vaxandi vin- sælda að sögn Önnu Eiríksdóttur, deildarstjóra þolfimi hjá Hreyfingu. „Þessir tímar hafa hreinlega slegið í gegn eftir að við hjá Hreyf- ingu tókum í notkun nýjan og glæsi- legan sal sem er hægt að hita upp í 40 gráður,“ segir Anna og tekur heitt jóga sem dæmi um æfingar sem hafa átt miklum vinsældum að fagna. „Í heitu jóga er markvisst unnið að því að styrkja og liðka lík- amann með eigin líkamsþyngd í jógastöðum í 39 til 40 gráða hita. Hitinn gerir fólki kleift að komast dýpra í stöðurnar og þannig næst þessi góði árangur. Það kemur hreinlega endurnært úr hverjum tíma,“ bendir hún á og bætir við að í boði séu bæði opnir tíma og lokuð námskeið. Bjargey Aðalsteinsdóttir og Þóra Hlín Friðriksdóttir hafa um- sjón með lokuðu námskeiðunum, sem fara fram tvisvar í viku í sex vikur í senn. Það veitir aðgang að heilsulindinni, tækjasalnum, öllum opnum tímum, heitum pottum og gufuböðum. Einnig fylgir vatns- brúsi og baðhandklæði í upphafi hvers tíma. HEITT DJÚPVÖÐVA FITNESS Þá býður Hreyfing upp á glænýtt æfingakerfi í sömu línu sem er sérsniðið fyrir konur. „Það kallast heitt djúpvöðva „fitness“ eða „HD fitness“ og er ætlað þeim sem þykir tónaður líkami og tígulegt fas eftir- sóknarvert,“ segir Anna, en kerfið byggir á rólegum styrktar æfingum og djúpum teygjuæfingum sem fara fram í heitum sal. „Áherslan er að styrkja djúp- vöðva í kvið og baki og lengja og styrkja alla helstu vöðva líkam- ans með djúpum teygjuæfingum, en eingöngu er unnið með eigin líkamsþyngd,“ segir hún og getur þess að stjörnur á borð við Jenni- fer Aniston og Gwyneth Palthrow hafi iðkað þær með góðum árangri. Tónaður líkami Anna segir iðkendur heits jóga koma endurnærða úr hverjum tíma. „Þetta hentar þeim sem vilja end- urmóta líkama sinn og styrkja vöðvana í leiðinni,“ segir Anna Eiríksdóttir um námskeiðið Body Control Pilates, sem Hreyfing býður upp á. Námskeiðið byggir á styrkt- aræfingum, liðleikaæfingum og hreyfingu sem miða að því að styrkja bak, mitti og kvið og end- urbyggja jafnvægi líkamans. Anna segir námskeiðið henta þeim sem vilja þjálfa granna og langa vöðva. „Þetta æfingakerfi hentar bæði konum og körlum, byrjendum og lengra komnum,“ bendir hún á og bætir við að æfingarnar hafi sálrænan ávinning í för með sér. „Fólk hefur haft orð á því að þær dragi úr streitu jafnt og stífleika og verkjum.“ Heilbrigð sál í hraustum líkama ● Á HREYFING.IS hefur fjöldi viðskiptavina látið ánægju sína í ljós með HD fitness námskeiðin. „Hef aldrei farið á námskeið sem gjörsamlega nær mér alveg. Yfir- leitt þegar ég hef skráð mig á námskeið þá er ég farin að bíða eftir að það klárist þegar það er rétt hálfnað! En núna bíð ég eftir æfingadögunum. Anna og Ágústa eru frábærir kennarar og það er mjög gott að vera í tíma hjá þeim. Tónlistin er góð og æf- ingarnar krefjandi. Ég varð strax betri í bakinu eftir 3 tíma sem er frábært! Takk fyrir mig, ég kem aftur á svona námskeið ef það er í boði.“ & TÍGULEGT FAS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.