Fréttablaðið - 06.04.2011, Side 4

Fréttablaðið - 06.04.2011, Side 4
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR4 STJÓRNMÁL Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ríkisstjórninni útspil sem þau kalla „tillögu til sátta um efnislega útfærslu samninga- leiðar í sjávarútvegi.“ „Tillagan felur í sér grund- vallarbreytingar á stjórn fisk- veiða frá því sem nú er og komið er verulega til móts við sjónar- mið stjórnarflokkanna í þessum efnum,“ segir í yfirlýsingu frá SA. Lagt er til að gerðir verði samningar á milli ríkisins og útgerða um tímabundin afnot útgerða af kvótanum. „Afnota- tími útgerða af aflahlutdeild verði til að minnsta kosti 35 ára. Samningarnir feli í sér að þegar hluti samningstímans er liðinn, til að mynda þegar hann verður hálfnaður, þá hafi útgerðir rétt til framlengingar þannig að jafn langur tími og liðinn er bætist við þann tíma sem eftir er,“ segir SA um tillögurnar. Innan svokall- aðar sáttanefndar sem skilaði af sér niðurstöðum í fyrrahaust var rætt um allt frá tíu árum upp í 65 ár í þessu sambandi. Þá er lagt til að veiðigjald mið- ist við hagnað útgerðarfyrir- tækja í stað reiknaðrar fram- legðar eins og nú. Framlegð er upphæð sem svarar til tekna fyrirtækja að frátöldum breyti- legum kostnaði en ekki föstum kostnaði á borð við vaxtakostnað. SA segir veiðigjaldið vera hátt í þrjá milljarða króna á fiskveiði- árinu 2010 til 2011. Vilmundur Jósefsson, for- maður SA, segir samtökin leggja til að aðeins um þrjú prósent af heildarkvótan- um verði tekin út fyrir kerfið til sérstakrar úthlutunar ráð- herra en ekki fimmtán pró- sent eins og þeir telji stefna í af hálfu ríkis- stjórnarnnar. „Það er alveg klárt að það verður ekki skrifað undir neina kjara- sa mni nga á meðan verið er að rústa sjáv- arútveginum eins og er sam- kvæmt frum- varpi sem búið er að smíða eftir því sem við komust næst. Ég held að forystu- menn ríkisstjórnarinnar séu ekki farnir að skilja það ennþá að við ætlum ekki að gefa þetta eftir,“ segir Vilmundur. Hvorki náðist tal af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra né Jóni Bjarna- syni sjávarútvegsráðherra vegna þessa máls í gær. Ekki náðist heldur í Lilju Rafneyju Magnús- dóttur, formann sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Ólína Þorvarðardóttir, varafor- maður nefndarinnar, var erlend- is og kvaðst ekki hafa kynnt sér tillögu SA. Þeir fulltrúar stjórn- arflokkanna sem rætt var við í gær sögðu hins vegar að tillög- ur SA breyttu engu um afstöðu ríkisstjórnar. Það eigi bæði við um sjávarútvegsmálin sjálf og tengingu þeirra við kjaraviðræð- ur SA og ASÍ. Vilmundur segir SA hafa átt tvo fundi með sjávarútvegsráð- herra um tillögurnar. „Það er bara talað út og suður,“ segir for- maður SA um þá fundi. gar@frettabladid.is Ég held að forystu- menn ríkisstjórnar- innar séu ekki farnir að skilja það ennþá að við ætlum ekki að gefa þetta eftir. VILMUNDUR JÓSEFSSON FORMAÐUR SA HEILBRIGÐISMÁL Kostnaður Sjúkra- trygginga Íslands vegna lyfja lækkaði um 1.150 milljónir króna, eða um 10,7%, í fyrra þrátt fyrir að notkun mæld í dagskömmtum hafi aukist um 5,9%. Þetta kemur fram á vef Sjúkratrygginga. Þar kemur fram að megin- ástæða lækkunarinnar hafi verið aukin notkun ódýrari lyfja í kjölfar breytinga á reglum um greiðslu þátttöku lyfja í nokkrum lyfjaflokkum. Sem dæmi hefur lyfjakostnaður vegna beinþéttni- lyfja lækkað um 120 milljónir króna og vegna ákveðinna blóð- þrýstingslyfja um 410 milljónir króna á einu ári. Til viðbótar notkun ódýrari lyfja átti hagstæð gengis- og verð- lagsþróun þátt í lækkuninni og er áætlað að um 224 milljónir króna megi rekja til hennar. - jhh Ódýrari lyf lækka kostnað: Útgjöld Sjúkra- trygginga lækka um 10% ALÞINGI Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefur farið fram á að fjármálaráðherra meti og skrifi skýrslu um hvaða áhrif beiting Breta á hryðjuverkalögum hafði fyrir íslensk fyrirtæki. Í kjölfar hrunsins á Íslandi í október 2008 yfirtóku bresk stjórnvöld starfsemi Landsbank- ans í London og kyrrsettu eignir hans á grundvelli laga um varnir gegn hryðjuverkum og glæpum og um öryggi. Telja þingmenn Sjálfstæðis- flokksins nauðsynlegt að upplýs- ingar um áhrif beitingar laganna liggi fyrir, hversu lengi þeirra hafi gætt og hvort þeirra gæti jafnvel enn. - bþs Beiting hryðjuverkalaganna: Gætir áhrifa laganna enn? VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 23° 18° 13° 21° 22° 10° 10° 19° 20° 22° 15° 25° 14° 22° 13° 10°Á MORGUN 10-15 m/s, hvassast syðst. FÖSTUDAGUR Suðlægar áttir, hvassast V-til. 5 4 2 3 2 4 3 6 7 -1 11 12 7 9 6 7 6 13 9 14 10 4 6 4 5 7 5 8 5 6 7 4 SKÚRAVEÐUR Suðlægar áttir ríkja áfram á landinu næstu daga. Það hvessir heldur til morguns en lægir aftur á föstudaginn, síst V-til. Horfur eru á skúrum S- og V-lands en NA-til verður bjart með köfl um og á föstu- daginn lítur út fyrir nokkuð bjart veður allra austast. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður JAPAN, AP Sjómenn í Fukushima, sem margir hverjir misstu bæði heimili sitt og fiskibáta, óttast nú að geislamengun í hafinu muni eyði- leggja lifibrauð þeirra. „Jafnvel þótt stjórnin segi að fiskurinn sé öruggur, þá mun fólk ekki vilja kaupa fisk frá Fukushima,“ segir Ichiro Yamagata, sjómað- ur sem bjó í næsta nágrenni við kjarnorku- verið í Fukushima. „Sennilega getum við ekki veitt fisk næstu árin.“ Geislamengun bæði í vatni við verið og í hafinu fyrir utan hefur mælst mjög há síðustu daga. Geislavirkt vatn hefur lekið úr verinu, en ekki hefur tekist að finna nákvæmlega hvar lekinn á upptök sín. Geislavirkni hefur einnig fundist í fiski, sem veiðst hefur þar út af ströndinni, jafn- vel yfir nýjum hættumörkum, en stjórnvöld hækkuðu mörkin nú í vikunni. Japanar flytja reyndar inn meira af fiski en þeir flytja út, en engu að síður seldu þeir sjávarafurðir úr landi fyrir 265 milljarða króna á síðasta ári. Indverjar sögðust í gær hafa bannað inn- flutning á fiski frá Japan í þrjá mánuði, eða þangað til hættan er talin liðin hjá. - gb Geislamengun í hafi við kjarnorkuverið í Fukushima mælist mikil: Japanskir sjómenn óttast um lifibrauð sitt ERFIÐLEIKAR FRAM UNDAN Þessir sjómenn í bænum Iwaki, skammt frá Fukushima í norðvesturhluta Japans, voru heldur vondaufir í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vilja kvóta til minnst 35 ára með rétti til að framlengja Samtök atvinnulífsins vilja að veiðileyfagjald miðist við hagnað en ekki framlegð útgerða. Samtökin leggja til að kvóta verði úthlutað til minnst 35 ára með einhliða rétti útgerða til að framlengja afnotaréttinn. Í REYKJAVÍKURHÖFN Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin leggja til að aðeins þrjú prósent aflaheimilda verði útlhutað að ráðherar en ekki fimmtán prósent eins og ríkisstjórnin stefni að. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VILMUNDUR JÓSEFSSON JÓN BJARNASON GENGIÐ 05.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,3759 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,12 114,66 185,21 186,11 161,59 162,49 21,666 21,792 20,729 20,851 17,923 18,029 1,3519 1,3599 180,52 181,60 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.