Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN6. APRÍL 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 20.000 15.000 10.000 5.000 0 S T J Ó R N A R M E N N F Y R I R T Æ K J A E F T I R K Y N I 1 9 9 9 - 2 0 0 9 Karlar Konur 78% 22% 22% 78% 79% 21% 22% 22% 22% 22% 22% 22% 23% 23% 78% 78% 78% 78% 78% 78% 77% 77% S áralitlar breytingar hafa orðið síðustu ár á hlut- föllum karla og kvenna sem sitja í stjórnum ís- lenskra fyrirtækja. Úr gögnum Hagstofu Íslands má lesa að frá árunum 1999 og 2007 hafi hlutfallið verið 78 pró- sent karlar á móti 22 prósentum kvenna, að undanskildu árinu 2001 þegar hlutur kvenna rýrn- aði aðeins. Þá var hlutfallið 79 prósent á móti 21. Nýjustu tölur Hagstofunnar eru frá árunum 2008 og 2009 og sýna að þá voru stjórnarmenn fyrirtækja að 77 prósentum karl- ar og 23 prósentum konur. Þá gefa tölur Hagstofunnar vitanlega ekki kórrétta mynd af málum, því í sumum stjórnum sitja væntanlega bara karlar, meðan hlutfall kvenna kann að vera hærra í öðrum. Hins vegar má einnig lesa úr tölum Hagstof- unnar að kynjahlutffall stjórn- arformanna er nær eins á sama tímabili, 78 prósent á móti 22 prósentum 1999 til 2008 og fær- ist svo í 77 prósent á móti 23 árið 2009. TVÖ AF FIMM UPPFYLLA SKILYRÐI NÝRRA LAGA Þegar horft er til skráðra ís- lenskra hlutafélaga sést líka að litlar breytingar hafa átt sér stað á milli ára. Af fimm íslenskum félögum á aðallista Kauphallar- innar uppfylla bara Icelandair og Sláturfélag Suðurlands 40 pró- senta regluna, með tvær konur á móti þremur körlum í stjórn. Engar breytingar voru þar gerðar á stjórnarsetu milli 2010 og 2011. Nýherji var í fyrra með þrjá karla í sinni stjórn, en í hana bættist á síðasta aðalfundi Hild- ur Dungal og hlutfall kvenna þar því orðið 25 prósent. Í stjórn Mar- els sitja fimm karlar og í stjórn Össurar er Svafa Grönfeldt eina konan á móti fjórum körlum. Þessar stjórnir breyttust ekki heldur á milli ára. Af 24 stjórn- armönnum í íslenskum félögum á aðallista Kauphallarinnar eru því sex konur, eða fjórðungurinn. Fyrir áramót voru á Alþingi samþykkt lög sem breyta kunna þessari mynd. Þau kveða á um kynjakvóta í stjórnum opin- berra hlutafélaga, hlutafélaga þar sem að jafnaði starfa fleiri en 50 manns. Lögin hafa þegar tekið gildi hvað opinber hluta- félög varðar en fyrir 1. septem- ber 2013 verða stærri einkahluta- félög að tryggja að hlutur hvors kyns í stjórn fari ekki undir 40 prósenta hlutfall. Eins og sjá má á gögnum Hagstofunnar er það veruleg breyting frá því sem verið hefur. Þá var lögum um einkahlutafélög einnig breytt þannig að félög með tvö eða fleiri stjórnarmenn og yfir 50 starfs- menn skuli ekki vera með hlut- fall annars kynsins í stjórn undir 40 prósentum. Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra upplýsti í grein í Fréttablaðinu í marsbyrjun að ráðuneyti hans, í samstarfi við efnahags- og viðskiptaráðuneyt- ið, ætli að ýta úr vör sameigin- legu átaki til að vinna að málinu. Kvaðst hann vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnu- lífsins um skjótan árangur. Ráðuneytin leggjast þá á árar með sérstöku átaki Viðskipta- ráðs Íslands, Félagi kvenna í at- vinnurekstri og fleiri sem hófu í maí 2009 sérstakt átak að sama marki. VERÐLAUNAAFHENDING FKA veitti viðurkenningar sínar í janúarlok. Þá fékk Íslandsbanki „Gæfusporið“ fyrir að auka hlut kvenna í stjórnun bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRN SVÞ Konur eru fleiri en karlar í nýrri stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Margrét Kristmannsdóttir, formaður stjórnar SVÞ, er fyrir miðju. Mynd/SVÞ Kynjahlutföllin jafnast ekki af sjálfu sér KVENNAFRÍDAGURINN Í FYRRA Margt hefur unnist í réttindabaráttu kvenna hér á landi. Konur frá borði á vinnumarkaði. Enn er að finna kynbundinn launamun og konur eru færri í en karlar í stjó konur létu sig hafa leiðindaveður 25. október síðastliðinn og mótmæltu í miðbæ Reykjavíkur ójafnri frá fyrsta kvennafrídeginum. Um miðjan maí 2009 skrifuðu FKA- Félag kvenna í atvinnurekstri, Sam- tök atvinnulífsins og Viðskiptaráð ásamt Creditinfo og fulltrúum allra flokka á Alþingi undir samstarfs- samning í því augnamiði að efla hlut kvenna í íslensku atvinnulífi. Samkomulagið fól í sér að FKA, SA og VÍ róa að því öllum árum að fjölga konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Í fyrra tók löggjafinn hins vegar af skarið og samþykkti að binda breytinguna í lög frá og með 1. september 2013 hvað varðar hluta- félög þar sem að jafnaði starfa fleiri en 50. Ákvæðið hefur raunar þegar tekið gildi hvað opinber hlutafélög varðar. Fram kemur á vef Viðskiptaráðs um góða stjórnarhætti að fyrirtæk- ið Creditinfo mæli árangur verkefn- isins, en meðal þess sem í ljós hefur komið er að blandaðar stjórnir komi betur út með tilliti til hluta á borð við arðsemi eigin fjár fyrirtækja og minni líkur virðast á vanskilum. S É R S T A K T Á T A K A Ð V E R Ð A T V E G G J A Á R A Einungis fjórðungur stjórnarmanna í íslenskum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er konur. Haustið 2013 má hlutfallið ekki vera undir 40 prósentum. Óli Kristján Ármannsson komst að því að litlar breytingar hafa orðið á kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja síðustu ár, en nú eru væntingar um annað. BANKARNIR Í FARARBRODDI „Við bindum miklar vonir við að viðskiptalífið hafi tekið við sér á síðasta ári þegar umræð- an fór í gang um að kynjakvót- ar færu í lög,“ segir Hafdís Jóns- dóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA). Sumir þekkja hana frekar sem „Dísu í World Class“. Hún segir þró- unina hins vegar ekki sjást svart á hvítu fyrr en að lokinni aðal- fundahrinu fyrirtækja. FKA hefur hins vegar blásið til ráð- stefnu 13. maí næstkomandi þar sem ráða á í stöðuna. „Þar ætlar Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, líka að fara yfir reynslu bankans, en bankinn hefur innleitt hjá sér 40/60 hlutfall í stjórn, fram- kvæmdastjórn og í dótturfyrir- tækjum,“ segir Dísa og kveð- ur nokkur önnur stórfyrirtæki, svo sem Íslandsbanka og verk- fræðistofuna Mannvit, hafa tekið höndum saman með Viðskipta- ráði Íslands í að innleiða góða stjórnarhætti og koma kynja- hlutföllum í horf hjá sér. Á ráðstefnu FKA í maí segir Dísa einnig verða farið yfir reynslu Norðmanna sem voru fyrsta þjóðin til að binda í lög kynjahlutföll í stjórnum fyrir- tækja. „Við fáum til okkar tvær norskar konur, en önnur þeirra hefur unnið mikið að því að kynna konur í stjórnum í Noregi og hin hefur unnið að rannsóknum á því hvernig hefur gengið, bæði fyrir og eftir að lögin um kynjakvóta tóku gildi þar.“ Dísa segir að for- vitnilegt verði að vita hvort ótti sem orðaður hefur verið um að til verði „skuggastjórnir“ við að lögbinda kynjahlutföll hafi orðið raunin í Noregi. „Við getum ekki áfram farið á mis við þann auð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.