Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 24
Skótau skiptir máli á ferðalögum og þó að það taki pláss í
ferðatöskunni er gott að hafa að minnsta kosti tvö pör með í
för. Þegar mikið er þrammað á nýjum slóðum er aldrei að vita
nema skórnir fari að meiða og þá er gott að eiga til skiptanna.
„Puttalingar nútímans skipu-
leggja ferðir sínar með auglýs-
ingum á netinu og tryggja sér
far með ókunnugum fram í tím-
ann, en á sama tíma leita æ fleiri
bíleigendur að samferðafólki
til lengri ferða, og með góðum
árangri,“ segir Birgir Þór Hall-
dórsson eigandi vefsíðunnar
samferda.is sem nú er helsti við-
komustaður puttalinga með lífleg-
an húkkmarkað Íslendinga sem og
útlendra ferða-
manna um sveit-
ir lands.
„ E f t i r a ð
kreppti að í
buddum lands-
manna 20 0 9
varð sprenging
í notkun vef-
síðunnar og á
þessu ári hafa
komið fram nýir
toppar sem ég
skrifa á ofurhátt eldsneytisverð,“
segir Birgir og bætir við að allir
græði á að vera samferða.
„Þetta er hagkvæmt fyrir alla;
ekki síst bíleigendur sem annars
færu einir í tómum bíl með dýran
bensíntank. Flestir ákveða fyrir-
fram hvað þeir leggja til í bensín-
kostnað, en samferða kemst fólk
mun ódýrar á milli staða.“
Birgir segir hápunkta húkks
vera frá miðvikudegi til laugar-
dags, og um jól, páska og á sumrin.
„Þeir sem óska sér farþega
fylla oft bíla sína á innan við
klukkustund og er ég þá iðulega
beðinn um að taka út auglýsing-
ar vegna mikillar eftirspurnar,“
segir Birgir, sem að hvata þýskr-
ar vinkonu sinnar stofnaði sam-
ferda.is, en sams konar vefsíður
hafa lengi verið ómissandi hluti
ferðamennsku þar í landi.
„Viðtökurnar urðu strax góðar
en Akureyringar hafa frá upphafi
verið duglegastir að nýta sér vef-
inn árið um kring,“ segir Birg-
ir, en ferðalög innan samferda.
is hafa ávallt snúist um lengri
ferðir.
„Af og til skapast umræða um
samferðir innanbæjar en fólk ótt-
ast að innbrotsþjófar fylgist þá
grannt með ferðum þess á dag-
vinnutíma,“ segir Birgir, sem
efast ekki um að fólk hafi bund-
ist vina- og jafnvel ástarböndum
á ferðum sínum samferða, enda
kynnist fólk dável saman í bíl
klukkutímum saman.
„Puttalingar eru með opnari
hug en þeir sem kjósa að ferðast
einir, og sem betur fer búum við
enn í öruggu og vinsamlegu sam-
félagi þar sem fólk óttast ekki að
fara í bíl með ókunnum,“ segir
Birgir.
Þegar vorar segir Birgir áber-
andi að útlendingar leiti farþega
í bílaleigubíla sína, til að deila
bensínkostnaði og upplifun sinni.
„Þá fjölgar alltaf í hópi þeirra
sem fer hringinn með því að
húkka far, og spennandi að sjá
hvernig fer nú þegar dýrtíð og
auraleysi hamlar ferðafólki.“
thordis@frettabladid.is
Húkka sér bílfar á netinu
Þótt enn megi sjá stöku ferðalang standa með útréttan þumal við þjóðveginn húkka flestir nútíma
puttalingar bílfar á netinu. Á sama tíma sækjast ferðamenn á bílaleigubílum eftir farþegum með sér.
Birgir Þór
Halldórsson
Það er sumpart rómantískt að húkka sér far með ókunnum og felur í sér óvænta
upplifun og margslungin ævintýr, ásamt því að kosta svo miklu minna fyrir létta
pyngjuna. NORDICPHOTOS/GETTY
Ungbarnanuddnámskeið fyrir foreldra 1-10 mánaða
Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn7. apríl kl. 14.
Skoðaðu Heilsusetur.is eða hringdu í síma 552 1850 eða 896 9653
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
MEÐ
ALLIR ÚT AÐ HJÓLA
KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA
Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir
og herbergi. Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905
Mjúka
fermingargjöfi
n
Rúmföt frá 6.960 kr
Dúnsængur 19.990 kr
g g g 533 g
Fermingartilboð
ÍSLENSKT
KISUNAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
Harðfisktöflur sem
kisur elska
VINSÆLVARA