Fréttablaðið - 06.04.2011, Síða 42
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR26
sport@frettabladid.is
KEFLVÍKINGAR urðu á mánudagkvöldið fyrsta liðið sem nær að vinna þrjá framlengda leiki í einni og sömu úrslitakeppn-
inni. Keflvíkingar hafa enn fremur unnið alla þessa framlengdu leiki þar sem tap hefur þýtt sumarfrí. Þeir unnu 95-90
sigur á ÍR í framlengdum oddaleik í átta liða úrslitunum og hafa síðan unnið tvo síðustu leiki sína á móti KR í fram-
lengingu. Alls höfðu sjö önnur lið náð því að vinna tvo framlengda leiki í einni og sömu úrslitakeppninni.
FÓTBOLTI Það verður stórleikur á
Stamford Bridge í kvöld þegar
Chelsea tekur á móti Manchester
United í fyrri leik liðanna í átta
liða úrslitum Meistaradeildarinn-
ar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi
félög mætast í Meistaradeildinni
síðan Manchester United vann
6-5 sigur í vítakeppni í úrslitaleik
keppninnar í Moskvu 2008.
„Ef mínir leikmenn eru að hugsa
um Moskvu-leikinn þá eru þeir
augljóslega ekki ánægðir. John
Terry (klikkaði á víti) er ekki sátt-
ur sem og aðrir leikmenn og þeir
ættu því að mæta klárir í slaginn.
Það gætu verið örlögin okkar að
Chelsea muni nú loksins gera eitt-
hvað í Meistaradeildinni,“ sagði
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Það ætti að hjálpa til að gera
Chelsea-menn enn grimmari
að United er 11 stigum á undan
Chelsea í ensku úrvalsdeildinni
þegar aðeins sjö vikur eru eftir
af tímabilinu.
Chelsea vann 2-1 sigur í síðsta
leik liðanna og hefur aðeins tapað
3 sinnum í síðustu 19 leikjum á
móti United. „Við
höfum náð
góðum úrslitum á móti United,
sérstaklega á heimavelli og það
mun koma til með að hjálpa okkur.
Við verðum í góðum málum ef við
náðum góðum úrslitum í kvöld,“
sagði Petr Cech, markvörður
Chelsea.
„Þeir hafa forskot á okkur af
því að þeir hafa verið að ná betri
úrslitum úr leikjum okkar en þetta
er meistaradeildin og aðalmark-
mið okkar í þessum leik er að ná
inn einu marki,“ sagði Nemanja
Vidic, fyrirliði Man. United.
Hinn leikur kvöldsins er síðan
á milli Barcelona og Shakhtar
Donetsk á Camp Nou í Barcelona
þar sem enginn býst við öðru en
öruggum sigri heimamanna.
- óój
Fyrri leikur Chelsea og United í Meistaradeildinni:
Tími fyrir Chelsea-liðið
að hefna fyrir Moskvu
FÓTBOLTI Spennan er að mestu
farin úr viðureignum Real Madrid
og Tottenham annars vegar og
Schalke og Inter Milan hins vegar
eftir fyrri leik liðanna í átta liða
úrslitum Meistaradeildarinn-
ar í gærkvöldi. Real Madrid og
Schalke eru svo gott sem komin
áfram eftir frábæra sigra, Real
eftir að hafa spilaði manni fleiri
í 75 mínútur í 4-0 sigri á Spurs og
Schalke eftir 5-2 útisigur á Evr-
ópumeisturum Inter.
Peter Crouch var hetja Totten-
ham á móti AC Milan í sextán liða
úrslitunum en það tók hann aðeins
fimmtán mínútur að eyðileggja
nær alla möguleika Tottenham
á að komast áfram á móti Real
Madrid.
Peter Crouch setti nýtt met
í Meistaradeildinni með því að
fá tvö gul spjöld á fyrstu fimm-
tán mínútum leiksins, hann fékk
sitt annað gula spjald fyrir villta
tæklingu á Marcelo en hafði feng-
ið fyrra gula spjaldið sitt á níundu
mínútu fyrir brot á Sergio Ramos.
Emmanuel Adebayor reynd-
ist Tottenham-mönnum oft erfið-
ur þegar hann lék með nágrönn-
um þeirra í Arsenal og ekki gekk
Spurs-mönnum betur að ráða við
Tógó-manninn í gær. Adebayor
skoraði tvö skallamörk í leiknum,
eitt í hvorum hálfleik, og kom Real
með því í 2-0 í leiknum. Ángel Di
María og Cristiano Ronaldo gerðu
síðan út um leikinn og líklega ein-
vígið með tveimur frábærum
mörkum á síðustu 18 mínútunum.
Jose Mourinho, þjálfari Real
Madrid, var ekki tilbúinn til að
fagna sæti í undanúrslitum Meist-
aradeildarinnar. „Nei við erum
ekki komnir áfram. Ég þekki Eng-
land vel, ég þekki enska hugarfar-
ið og ég þekki White Hart Lane.
Á móti öllum öðrum menningar-
heimum myndi ég segja að við
værum komnir áfram en enskir
fótboltamenn missa ekki trúna og
gefast ekki upp fyrr en á síðustu
mínútunni, þannig að þetta er ekki
búið,“ sagði Jose Mourinho eftir
leikinn.
„Við byrjuðum ellefu á móti ell-
efu og skoruðum strax mark. Þetta
varð vonlaust verkefni fyrir Spurs
eftir að þeir urðu tíu inni á vell-
inum,“ sagði Mourinho.
„Það fór allt úrskeiðis sem gat
farið úrskeiðis,“ sagði Harry
Redknapp , stjóri Tottenham, eftir
leikinn en Tottenham lenti undir
eftir fjórar mínútur og missti
síðan Peter Crouch af velli með
tvö gul spjöld á 15. mínútu.
„Um leið og við vorum að yfir-
gefa búningsklefann þá sagði
Aaron Lennon að hann hefði enga
orku eða kraft. Síðan skora þeir
snemma og við fáum síðan rauða
spjaldið,“ sagði Redknapp en
Lennon var með hálsbólgu. „Ég
hélt kannski að við gætum hang-
ið í þeim en leikmennirnir höfðu
ekki lengur kraft í lokin. Það er
erfitt að koma hingað með ellefu
menn hvað þá að spila tíu á móti
þeim. Þetta var erfiður dagur á
móti topp-, toppliði,“ sagði Redk-
napp.
Evrópumeistarar Internazionale
eru í slæmum málum eftir 2-5 tap
á heimavelli á móti Schalke. Dejan
Stankovic skoraði eftir aðeins 25
sekúndur og Diego Milito kom
Inter aftur yfir í 2-1 eftir að Joel
Matip hafði jafnað í milltíðinni.
Edu skoraði hins vegar sjö mínút-
um seinna og Þjóðverjarnir gerðu
síðan út um leikinn með tveimur
mörkum á fyrstu tólf mínútum síð-
ari hálfleiks. Raul skoraði fyrra
markið á 53. mínútu og það seinna
kom á 57. mínútu og var sjálfs-
mark Andrea Ranocchia eftir
fyrirgjöf frá José Manuel Jurado.
Mark Raul var mark númer 70
hjá honum í Meistaradeildinni.
Edu bætti síðan við sínu öðru
marki eftir að Inter missti Cristi-
an Chivu út af með rautt spjald.
ooj@frettabladid.is
Afgreitt mál í fyrri leik
Real Madrid og Schalke eru komin með annan fótinn inn í undanúrslit Meist-
aradeildarinnar eftir örugga sigra í fyrri leik átta liða úrslitanna í gær.
KVELUR ENN TOTTENHAM Emmanuel
Adebayor skoraði tvö fyrstu mörk Real
Madrid í gærkvöldi. MYND/AP
ÚRSLITIN RÁÐIN Peter Crouch fær hér sitt annað gula spjald eftir aðeins fimmtán mínútna leik í gær. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Keflavík komst í gær
í 2-0 úrslitaeinvíginu gegn Njarð-
vík um Íslandsmeistaratitilinn í
kvennakörfunni eftir frábæran
sigur, 67-64, í Ljónagryfjunni en
leikurinn var virkilega spennandi
í lokin.
Njarðvík fékk gott tækifæri
til þess að jafna leikinn á síðustu
andartökum leiksins en þær komu
ekki skoti að körfunni og því fór
sem fór. Bryndís Guðmundsdóttir
átti frábæran leik fyrir Keflavík
en hún gerði 24 stig og tók 7
fráköst. Keflavík getur því orðið
Íslandsmeistari á föstudaginn en
þá fer þriðji leikur liðanna fram í
Toyota-höllinni.
„Að koma í þetta feikisterka
hús og vinna þetta frábæra lið er
góð tilfinning,“ sagði Jón Halldór
Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur,
eftir sigurinn í gær.
„Við komum inn í annan leik-
hlutann eins og brjálæðingar en
það lagði grunninn af þessum
sigri. Það er þægilegt fyrir alla að
vera 2-0 yfir en þetta er langt frá
því að vera búið og við verðum að
skrúfa hausinn heldur betur fast
á okkur fyrir næsta leik. Njarðvík
er með hörkulið eins og allir sáu
hér í kvöld og við þurfum bara að
spýta í. Þetta eru reynslumiklar
stelpur og þær vita að við verðum
að koma okkur niður á jörðina til
að klára dæmið,“sagði Jón.
„Við þurftum að hafa rosalega
mikið fyrir því að koma okkur
inn í leikinn,“ sagði Sverrir
Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur,
eftir tapið í gær.
„Við töpuðum allt of mikið af
boltum frá okkur sem Kefla-
vík náði að nýta sér. Þegar ég lít
yfir leikinn þá voru það þessir
tæknilegu mistök af okkar hálfu
sem kostuðu okkur þennan sigur.
Keflavík kom gríðarlega sterkt inn
í annan leikhlutann og eftir það
voru þær alltaf skrefinu á undan.
Við vorum virkilega nálægt þessu
í lokin, en til að vinna lið eins og
Keflavík þá verðum við einfald-
lega að spila betur. Við þurfum
bara einn sigur í Keflavík til þess
að fá annan leik á okkar heimavelli
og það ætlum við okkur að gera,“
sagði Sverrir. - sáp
Keflavík vann í Ljónagryfjunni og er 2-0 yfir á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu:
Keflavík einum sigri frá titlinum
BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Skoraði
24 stig í gær þar af 20 þeirra í fyrri hálf-
leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON