Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 8
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR8
1 Hvort er dýrara að reka Land-
helgisgæsluna í Reykjavík eða á
Miðnesheiði?
2 Hvar var kosning til vígslu-
biskups ólögmæt?
3 Hvað hefur Snjólaug Bragadóttir
þýtt marga þætti af Nágrönnum?
SVÖR
1. Á Miðnesheiði. 2. Í Skálholtsumdæmi.
3. Sex þúsund.
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Þú hittir beint í mark
með Siemens.
BANDARÍKIN, AP Talið er að mikl-
ar mannabreytingar verði í yfir-
stjórn Bandaríkjahers og leyni-
þjónustunnar CIA í sumar í
tengslum við varnarmálaráð-
herraskipti, sem fyrirhuguð eru
þegar Robert Gates hættir.
Búist er við því að Barack
Obama Bandaríkjaforseti til-
kynni í dag að Leon Panetta, yfir-
maður leyniþjónustunnar CIA,
muni taka við af Gates, en David
Petraeus, sem er yfirmaður fjöl-
þjóðahersins í Afganistan, komi
í staðinn fyrir Panetta hjá CIA.
Þá er reiknað með að herforing-
inn John Allen taki við af Petra-
eus sem yfirmaður hersveita
NATO í Afganistan, en Ryan
Crocker verði sendiherra Banda-
ríkjanna í Afganistan.
Bandaríska fréttastofan AP
fullyrðir þetta, og vísar í ónafn-
greinda heimildarmenn bæði
innan og utan Bandaríkja-
stjórnar.
Gates hefur lýst því yfir að
hann muni hætta sem varnar-
málaráðherra fyrir árslok, og
miðar þá við að ráðherraskipt-
in verði gengin um garð áður
en kosningabarátta fer í gang
af fullum krafti fyrir næstu for-
setakosningar, sem verða haldnar
haustið 2012.
Öldungadeild Bandaríkjaþings
þarf að samþykkja val forsetans
í embætti varnarmálaráðherra,
og er Obama sagður stefna á að
Panetta komi fyrir þingnefnd á
næstu mánuðum.
Talið er að Panetta hafi orðið
fyrir valinu sem varnarmálaráð-
herra bæði vegna þess að hann
hefur langa reynslu af störfum
við stjórnsýsluna í Washington,
meðal annars af fjárlagagerð
og sem starfsmannastjóri Bills
Clinton forseta, og vegna þess að
hann hefur aflað sér víðtækrar
reynslu í tengslum við yfirmanns-
störfin hjá CIA. Hann er sagður
hafa ferðast til meira en 30 landa
og komið á fleiri en 40 bækistöðv-
ar Bandaríkjahers og leyniþjón-
ustunnar CIA.
Vitað var að Petraeus myndi
hætta í Afganistan fyrir árslok
og miklar vangaveltur hafa verið
um það til hvaða starfa hann færi
næst.
Petraeus hefur ekki starfað
lengi sem yfirmaður herliðsins
í Afganistan. Hann tók við því
embætti í júní síðastliðnum en
hafði áður verið yfirmaður fjöl-
þjóðaherliðsins í Írak.
Petraeus heldur því fram að
öflug sókn hersins, einkum gegn
talibönum í sunnanverðu landinu,
undanfarinn vetur hafi dregið
mjög úr mætti þeirra. Bandarík-
in stefna að því að hefja brott-
flutning herliðs síns frá Afgan-
istan nú í sumar og búa jafnframt
afganska herinn undir að taka
við. gudsteinn@frettabladid.is
Obama stokkar upp
í yfirstjórn hermála
Leon Panetta, yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, tekur að öllum líkindum við
af Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. David Petraeus, sem
nú er yfirmaður herliðs NATO í Afganistan, tekur í staðinn við stjórn CIA.
OBAMA OG PANETTA Leon Panetta hefur verið yfirmaður CIA í tvö ár. NORDICPHOTOS/AFP
UMFERÐAREFLITLIT Lögreglan hafði í
nógu að snúast um páskana eins og
endranær.
LÖGREGLUMÁL Rúmlega tuttugu
ökumenn voru teknir fyrir vímu-
efnaakstur á höfuðborgarsvæð-
inu um páskana. Þrettán karl-
menn voru teknir ölvaðir undir
stýri. Þeir voru á aldrinum 18 til
66 ára. Tvær konur voru teknar
af sömu sökum. Þær voru 29 og
39 ára. Þrír þessara ökumanna
höfðu þegar verið sviptir öku-
leyfi.
Þá voru fjórir karlmenn á
aldrinum 28 til 36 ára teknir við
akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tvær konur 27 ára og 36 ára voru
stöðvaðar af sömu sökum. Fjórir
þessara ökumanna höfðu þegar
verið sviptir ökuleyfi. - jss
Bakkus undir stýri:
Rúmlega 20 í
vímuefnaakstri
BANDARÍKIN Hvíta húsið gaf út
afrit af fæðingarvottorði Bar-
acks Obama Bandaríkjaforseta
í gær. Með birtingunni vilja for-
svarsmenn Hvíta hússins stöðva
sögusagnir þess efnis að for-
setinn sé ekki fæddur í Banda-
ríkjunum.
Á vottorðinu stendur að
Obama sé fæddur á Kapiolani-
spítalanum á Honolulu þann 4.
ágúst 1961. Því hefur verið hald-
ið fram að Obama hafi fæðst
í Keníu, fæðingarlandi föður
hans.
Obama sagði við blaðamenn
í Hvíta húsinu í gær að undir
venjulegum kringumstæðum
myndi hann ekki svara rugli
sem þessu, en verkefnin sem
Bandaríkjastjórn stæði frammi
fyrir væru svo brýn að hann
vildi fá þetta mál frá. - sv
Hvíta húsið slær á sögusagnir:
Fæðingarvott-
orð Obama birt
DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur
verið dæmt í Héraðsdómi
Reykjavíkur til að greiða húseig-
endum á Akureyri rúmlega 3,2
milljónir króna vegna mistaka
við þinglýsingu.
Fólkið bjó á 1. hæð húss og
hugðist kaupa kjallaraíbúð í
sama húsi af eiganda hennar.
Áður en af þeim kaupum gat
orðið þurfti að gera eignaskipta-
lýsingu. Við þinglýsingu hennar
urðu þau mistök að 1.750 þús-
unda lán með veði í kjallaraíbúð-
inni féll úr þinglýsingabókum
sýslumannsins á Akureyri.
Fólkið keypti síðan íbúðina
á verði sem miðað var við að
ekkert hvíldi á henni, en varð
að greiða upp lánið, sem komið
var í rúmar 3,2 milljónir vegna
vanskila og gjaldþrots seljanda
hennar. - jss
Lán féll úr þinglýsingabókum:
Ríkið greiðir
fyrir mistökin
VIÐSKIPTI Sala áfengis var tals-
vert minni í nýliðinni páskaviku
heldur en í páskavikunni í fyrra,
samkvæmt upplýsingum frá Vín-
búðunum.
Í páskavikunni nú voru seldir
462 þúsund lítrar af áfengi en
507 þúsund lítrar í páskavikunni
2010. Um er að ræða 8,8 prósent
samdrátt. Enn fremur er greint
frá því að 85.109 viðskiptavinir
hafi komið í Vínbúðirnar í páska-
vikunni eða sex prósent færri en
í Páskavikunni 2010 þegar 90.541
viðskiptavinir komu í Vínbúðirn-
ar. - jss
Samdráttur í sölu áfengis:
Minna áfengi
keypt um páska
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært
tæplega þrítugan karlmann fyrir þjófnað,
húsbrot, brennu og eignaspjöll.
Manninum er gefið að sök að hafa brot-
ist inn á neðri hæð íbúðarhúss í Reykja-
nesbæ í febrúar 2007. Hann komst inn
með því að spenna upp glugga. Úr íbúðinni
stal hann skartgripum að andvirði ríflega
hundrað þúsund króna, að því er segir
í ákæru. Þá skemmdi hann bæði innan-
stokksmuni og gólfefni í svefnherbergi
íbúðarinnar.
Einnig er manninum gefið að sök að
hafa síðan farið í heimildarleysi í íbúð á
efri hæð hússins. Þar braut hann spegil á
baðherbergi og kveikti svo í rúmi í svefn-
herbergi. Með þessu olli hann eldsvoða
sem hafði í för með sér almannahættu, því
eldurinn barst í aðliggjandi herbergi íbúð-
arinnar og fram á stigagang. Slökkviliðið
náði fljótlega að ráða niðurlögum eldsins,
en talsverðar skemmdir urðu á húsinu.
Maðurinn er ennfremur ákærður fyrir
að stela lyklum og peningum úr bíl og taka
svo annan bíl í nágrenninu í heimildar-
leysi og aka um á honum þar til lögreglan
stöðvaði hann.
Maðurinn er krafinn um rúmar 15,5
milljónir króna af tveimur tryggingafélög-
um. -j ss
Tæplega þrítugur maður krafinn um rúmar fimmtán milljónir í skaðabætur:
Braust inn, stal skartgripum og kveikti í rúmi
KIRKJUTEIGUR Húsið í Reykjanesbæ sem maðurinn er
ákærður fyrir að hafa kveikt í.
VEISTU SVARIÐ?