Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 10
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR10 KRAFTAVERKI LÍKAST Ungur maður gengur á vatni í glærum bolta við Schweriner-höll í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP ... af notuðum fötum ... Fatabúð Hjálpræðishersins Garðastræti 6, Reykjavík. Opin alla virka daga kl. 13.00 – 18.00. ÁRSFUNDUR KJALAR LÍFEYRISSJÓÐS Kjölur lífeyrissjóður boðar hér með til ársfundar sjóðsins. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 17.00. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Á dagskrá fundarins eru almenn ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ársfundargögn er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins, www.landsbankinn.is/ls/kjolur og hjá Fjármálaráðgjöf Landsbankans, Austurstræti 11. Reykjavík, 27. apríl 2011 Virðingafyllst, stjórn Kjalar lífeyrissjóðs NEYTENDUR Íslendingar eru í níunda sæti yfir meðvitaða neyt- endur í Evrópu. Um 74 prósent þjóðarinnar telja sig vera vel að sér í neytendamálum og 56 pró- sent telja lög um neytendavernd nægilega sterk. Þetta kemur fram í nýrri könn- un Framkvæmdastjórnar neyt- endamála hjá Evrópusamband- inu (ESB) um kunnáttu, færni og viðhorf neytenda í viðskiptum. Greint er frá niðurstöðunum á heimasíðu Neytendasamtakanna. Norðmenn eru í fyrsta sæti í könnuninni og þar á eftir koma Finnar, Hollendingar, Danir og Svíar. Lettneskir, litháískir, rúm- enskir, ungverskir, búlgarskir og spænskir neytendur eru þeir sem eru hvað verst að sér í neytenda- málum. Þeir sem hafa litla eða enga tölvukunnáttu og ekkjur og ekklar standa verr að vígi en aðrir. Þeir sem hættu námi fimm- tán ára eða yngri stóðu sig verr í könnuninni heldur en þeir sem hafa meiri menntun. Samkvæmt könnuninni er færni íslenskra neytenda yfir meðaltali hvað varðar þekkingu og útreikn- inga á verði og vöxtum. Einnig eru Íslendingar vel að sér þegar kemur að gölluðum vörum og réttindum vegna þeirra. Þá eru Íslendingar nokkuð duglegir að kvarta og leita réttar síns miðað við aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er í samræmi við okkar tilfinningu. Íslenskir neytendur urðu meðvitaðri um neytendamál eftir hrun og meira vakandi yfir rétti sínum. Við gerum meiri kröf- ur,“ segir Hildigunnur Hafsteins- dóttir, lögfræðingur hjá Neytenda- samtökunum. Hún segir það ekki koma sér á óvart að Íslendingar standi verr að vígi en Skandínav- íuþjóðirnar og slíkt sé ekkert nýtt, enda sé umfjöllun um neytenda- mál í fjölmiðlum mun minni hér Stöndum verr en Skandínavíuþjóðir Íslendingar eru í níunda sæti yfir þær þjóðir Evrópu sem eru meðvitaðar um neytendamál. Stöndum verr að vígi heldur en Skandínavíuþjóðirnar. Of lítið framboð er af neytendaefni í fjölmiðlum, að mati Neytendasamtakanna. ÍSLENSKUR NEYTANDI Rúmur helmingur íslenskra neytenda telur lög um neytendavernd ekki nægileg. Eru þau þó í samræmi við lög í nágrannalöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR 2% geta sagt til um þýðingu fimm merkja er varða neytendavernd 18% átta sig ekki á best-fyrir-dagsetningu á matvælaumbúðum 21% segist alltaf skoða mælieiningarverð við verðsamanburð 38% neytenda nota Internetið til þess að bera saman vörur 39% eru meðvituð um að kvörtunarfrestur vegna gallaðrar vöru er tvö ár 55% telja að lög verndi þá við kaup á vörum eða þjónustu 58% þátttakenda lesa rétt úr upplýsingum um fituinnhald vöru 63% telja sig hafa kunnáttu í neytendaviðskiptum 73% eru öruggmeð sig sem neytendur Framkvæmdastjórn neytendamála ESB segir í skýrslu sinni að niður- stöður könnunarinnar valdi töluverðum vonbrigðum og neytendaþekking Evrópubúa sé ekki eins góð og búist var við. Segja niðurstöður valda vonbrigðum DANMÖRK Lögreglan á Fjóni er enn engu nær um þann sem myrti hjón- in Bjarne Johansen og Heidi Niel- sen í skógi við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum, en vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavél- um komi þeim á sporið. Fjölmargar kenningar hafa verið á lofti um hvatir gerningsmanns- ins, sem skaut hjónin til bana þar sem þau voru á kvöldgöngu. Fram til þessa hefur lögregla útilokað að um ránmorð eða hefndaraðgerð sé að ræða og segir Jack Liedecke, talsmaður lögreglunnar, í sam- tali við Jyllands Posten að líkleg- ast þyki að þau hafi verið stödd á röngum stað á röngum tíma. „Þau voru þarna á gönguferð eins og svo oft áður og komu kannski að gerningsmanninum sem var vopn- aður skammbyssu. Þannig séð hefði þetta getað komið fyrir hvern sem er.“ Samkvæmt fréttum í dönsk- um miðlum reiðir lögregla sig nú á að finna vísbendingar í eftir- litsmyndavélum í verslunum og fyrir tækjum í nágrenni morðvett- vangsins. Eru vonir bundnar við að gerningsmaðurinn komi jafnvel þar í ljós. - þj Rannsókn á morði á hjónum frá Óðinsvéum miðar lítt áfram: Treysta á eftirlitsmyndavélar ENN ENGU NÆR Lögregla hefur enn engan grunaðan um morð á hjónum við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum. NORDICPHOTOS/GETTY á landi heldur en á hinum Norður- löndunum. „Það þarf að auka neytendaþætti í fjölmiðlum. Þetta er svo breitt svið og snýr að því sem við gerum alla daga,“ segir Hildigunnur. Í Danmörku, þar sem mikið fram- boð er af slíku efni, segjast um 75 prósent þátttakenda hlusta eða horfa á slíkt efni. Þátttakendur í könnuninni voru um 55 þúsund, frá öllum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs. Skoðaðir voru ýmsir þættir er snúa að þekkingu neytenda á réttindum sínum og löggjöf, hvernig þeir fylgja kvört- unum sínum eftir og hæfni í að greina upplýsingar. sunna@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Sautján ára pilt- ur var staðinn að hraðakstri í Ártúnsbrekku í fyrrakvöld en bíll hans mældist þar á 157 kílómetra hraða. Samkvæmt sektarreikni Umferðarstofu fær ökumaður- inn ungi sekt upp á 150 þúsund krónur, sviptingu ökuleyfis í þrjá mánuði og þrjá refsipunkta í öku- ferilsskrá. Vegna ungs aldurs er ljóst að ökumaðurinn er handhafi bráðabirgðaskírteinis og í ljósi þess verður hann jafnframt settur í ótímabundið akstursbann. - jss Glannaakstur í Ártúnsbrekku: Mældist á 157 kílómetra hraða TÆKNI Ekkert bendir enn til þess að íslensk greiðslu- kort hafi verið misnotuð eftir að persónuupplýsing- um um Playstation 3 notendur sem keypt hafa vörur í gegnum netverslun var stolið í gegnum vef Sony. Alls eru um 77 milljónir notenda skráðar en ekki hefur verið upplýst hvort þjófnaðurinn náði til þeirra allra eða aðeins hluta. „Við brýnum fyrir okkar korthöfum sem hafa verið að versla í gegnum þessar tölvur að fylgjast grannt með notkun á kortunum sínum,“ segir Kristján Harðarson hjá korta- fyrirtækinu Valitor. Hann segir að kortin hafi þegar verið sett á sérstakan gátlista hjá fyrirtækinu, en ekki hafi komið upp nein tilvik þar sem kortanúmerin hafa verið misnotuð. Komi misnotkun í ljós verði kort- unum lokað og ný gefin út. Vefversluninni var lokað í síðustu viku án skýringa, en Sony hefur nú upplýst að einhver eða einhverjir hafa nýtt sér galla á kerfi Sony og sótt skjal með upplýsingum um notendur. Í skjalinu voru nöfn, heimilisföng, netföng, símanúm- er, viðskiptasaga, greiðslukortanúmer og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Sony gæti þurft að greiða sekt fyrir að verja ekki persónuupplýsingarnar betur en raun bar vitni. Samkvæmt frétt BBC um málið hafa bresk stjórnvöld hafið rannsókn á því hvernig stendur á því að hægt var að nálgast þessar upplýsingar svo auðveldlega. - bj Persónuupplýsingum allt að 77 milljóna eigenda Playstation-leikjatölva stolið: Íslensk kort ekki verið misnotuð LEIKJATÖLVA Eigendur Playstation 3 sem notað hafa greiðslukort til að kaupa vörur í verslun Sony ættu að fylgjast með notkun á kortinu á næstunni. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.