Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 12
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR12
10-11 boðið til sölu
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf. er til sölumeðferðar hjá Fyrirtækjaráðgjöf
Arion banka. Félagið er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka.
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf. rekur 23 verslanir undir merkjum 10-11 á höfuðborgar-
svæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Vörumerkið 10-11 er meðal þeirra þekktustu
á markaðnum og verslanirnar vel staðsettar, en hjá félaginu starfa um 200 manns.
Stefna félagsins er að 10-11 sé fyrsti valkostur neytenda sem vilja nýta sér fljóta og
einfalda þjónustu hvenær sólarhringsins sem er.
Verslanakeðjan var í eigu Haga hf. þar til á síðasta ári, þegar Rekstrarfélagið tók við
rekstri keðjunnar ásamt eignum og skuldum.
Söluferlið
Boðið er til sölu allt hlutafé í Rekstrarfélagi Tíu-ellefu ehf. og er gert ráð fyrir að það
verði selt í einu lagi. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem að mati
seljanda geta sýnt fram á að hafa viðeigandi þekkingu og til þess bæran fjárhags-
legan styrk, eða aðgang að a.m.k. 300 milljónum króna í auðseljanlegum eignum.
Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, meðal annars
ef fyrir hendi eru lagalegar hindranir á því að viðkomandi fjárfestir eignist ráðandi hlut
í félaginu, svo sem vegna samkeppnisreglna.
Fjárfestar sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu eru beðnir að hafa samband við
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Skulu þeir leggja fram trúnaðaryfirlýsingu á þar til
gerðu formi. Sölugögn verða afhend þátttakendum frá og með miðvikudeginum
4. maí næstkomandi. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka mun taka við óskuldbindandi
tilboðum til kl. 16.00 miðvikudaginn 18. maí. Tilboðum skal skila á þar til gerðu formi.
Í kjölfarið verða tilboðin metin og völdum fjárfestum boðin áframhaldandi þátttaka í
söluferlinu. Munu þeir fjárfestar fá aðgang að frekari upplýsingum um rekstur og
fjárhag félagsins áður en óskað verður eftir bindandi tilboðum og gengið til endan-
legra samninga um kaup og sölu á félaginu. Seljandi áskilur sér rétt til að i) gera breyt-
ingar á skilmálum og/eða viðmiðum söluferlisins og/eða ii) ganga til samninga við
hvaða tilboðsgjafa sem hann kýs eða hafna öllum.
Frekari upplýsingar
Upplýsingar um söluferlið má nálgast hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í síma
444-6000 eða með því að senda tölvupóst á fyrirtaekjaradgjof.10-11@arionbanki.is.
LÖGREGLUMÁL Gunnar Þorsteins-
son, fyrrverandi forstöðumaður
trúfélagsins Krossins, var yfir-
heyrður hjá kynferðisbrotadeild
lögreglunnar í gærmorgun. Gunn-
ar vildi lítið tjá sig efnislega um
yfirheyrsluna að svo stöddu máli.
„Mér líður vel. Ég er bjartsýnn
á niðurstöðuna,“ sagði hann.
Gunnar býst ekki við því að
verða kallaður aftur til yfir-
heyrslu og segir málinu lokið á
þessu stigi.
Sjö konur hafa lagt fram kæru
á hendur Gunnari vegna kynferð-
isbrota gegn þeim á meðan þær
voru í Krossinum. Konurnar hafa
ýmist sakað Gunnar, sem þá var
forstöðumaður Krossins, um að
káfa á sér, láta óviðeigandi orð
falla eða að hafa kysst þær inni-
lega. Hann hefur neitað öllum
ásökunum.
Ásta Knútsdóttir, talskona
kvennanna, segir að líklegt sé að
ekki verði ákært í málinu sökum
aldurs brotanna.
„Okkur þykir stór sigur unn-
inn. Markmiðið var að koma þess-
um skilaboðum á framfæri,“ segir
Ásta. „En við vonumst til þess að
þetta verði að minnsta kosti til
þess að Gunnar missi réttinn til
þess að gegna stöðu forstöðu-
manns.“ Ásta segir konurnar
margar hafa lent í miklu áreiti
af hendi meðlima Krossins að
undanförnu, þá sér í lagi eigin-
konu Gunnars, Jónínu Benedikts-
dóttur. „Við höfum alla tölvupósta
undir höndum og allt sem hefur
frá þessari konu komið. Það er
líka komið til lögreglunnar,“ segir
Ásta.
Björgvin Björgvinsson, yfir-
maður kynferðisbrotadeildar,
segir mál Gunnars verði sent til
ákæruvaldins. - sv
Mál kvennanna sjö gegn Gunnari í Krossinum nú á leið til ákæruvaldsins:
Var yfirheyrður í gærmorgun
GUNNAR EFTIR YFIRHEYRSLU Gunnar Þorsteinsson sagði sér líða vel eftir yfirheyrslu
hjá kynferðisbrotadeild í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Innbrotsþjófur var handtekinn í
Grafarvogi um miðjan dag í fyrradag.
Hann hafði brotið bílrúðu og hugðist
stela verðmætum úr ökutækinu.
Ökumaðurinn var hins vegar skammt
undan, sá þjófinn, handsamaði hann
og hafði í haldi þar til lögregla kom á
vettvang.
LÖGREGLUMÁL
Ökumaður gómaði þjóf
VINNUPALLARNIR FARNIR Skakki turn-
inn í Písa er loksins laus við vinnupall-
ana, sem hafa hulið hann að hluta í tvo
áratugi samfleytt vegna endurnýjunar
og viðgerða. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer-
tugsaldri og kona á þrítugsaldri
voru handtekin í tvígang fyrir
þjófnað og innbrot í Hafnarfirði á
laugardag.
Fyrst voru þau handtekin
snemma morguns eftir að hafa
stolið GPS-tæki og fleiri verð-
mætum úr ólæstum bílum.
Hinum stolnu munum var komið
aftur í réttar hendur og fólkinu
síðan sleppt eftir að málið taldist
upplýst.
Þjófarnir brutust þá inn í bíl á
öðrum stað í bænum þegar nokk-
uð var liðið á daginn. Skötuhjúin
voru því handtekin á nýjan leik,
nú með þýfi úr bílnum. - jss
Tvö tekin með þýfi:
Handtekin
tvisvar sama dag
NOREGUR Maður fannst látinn í
bíl á áningarstað við þjóðveg
skammt suður af Ósló í gær.
Bíllinn var skráður í Lithá-
en en lögregla veit engin deili á
manninum, né hvað dró hann til
dauða. Þó þykir líklegt að dauða
hans hafi ekki borið að með eðli-
legum hætti og hefur rannsókn-
ardeild verið kölluð að málinu.
Maðurinn fannst þegar lög-
regla athugaði yfirgefna bíla við
áningarstaðinn, en ekki var vitað
hve lengi maðurinn hafði verið í
bílnum. - þj
Dularfullt mál í Noregi:
Fannst látinn
við þjóðveginn
UNDIR YFIRBORÐINU Kókaínsmyglarar
hafa hingað til notað litla kafbáta eins
og bátinn hér að ofan. NORDICPHOTOS/AFP
KÓLUMBÍA Kólumbísk stjórnvöld
hafa lagt hald á hálfkláraðan kaf-
bát sem fíkniefnabarónar voru
með í smíðum. Þetta er annar
kafbáturinn sem fundist hefur í
fórum fíkniefnasmyglara, að því
er BBC greinir frá.
Smyglararnir hafa hingað til
notað litla kafbáta sem siglt hafa
rétt undir yfirborði sjávar, og
hefur bandarísku strandgæslunni
orðið vel ágengt í að stöðva þá.
Nú hafa smyglararnir fært sig
upp á skaftið og smíðað alvöru
kafbáta sem geta siglt talsvert
undir yfirborði sjávar. Afar erfitt
getur verið að finna slíka kafbáta
og því greið leið fyrir kólumbískt
kókaín á markað í Bandaríkjun-
um og víðar. - bj
Smíða fullkomna kafbáta:
Kókaíni smygl-
að í kafbátum
LÖGREGLUMÁL Ein líkamsárás
var kærð til lögreglunnar í Vest-
mannaeyjum eftir skemmtana-
hald páskahátíðarinnar. Árásin
átti sér stað á veitingastaðnum
Lundanum aðfaranótt annars í
páskum.
Karlmaður sló konu þannig að
hún fékk sár á enni, auk þess sem
hann reif í hár hennar. Ekki liggur
fyrir ástæða árásarinnar en flest
bendir til þess að maðurinn hafi
farið konuvillt. Málið er í rann-
sókn
Skömmu áður höfðu tveir menn
brotist inn í Lundann. Lögreglan
greip annan á vettvangi og sótti
svo hinn til skýrslutöku. Þeir ját-
uðu báðir. - jss
Líkamsárás kærð til lögreglu:
Maðurinn réðst
á ranga konu