Fréttablaðið - 28.04.2011, Side 14
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR14
Björn Þór
Sigbjörnsson
bjorn@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: Breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu
Grand Hótel Reykjavík
Fimmtudagur 12. maí kl. 17:00
Dagskrá fundarins:
1. Hefðbundin ársfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál.
Tveir aðalmenn í stjórn og einn vara-stjórnarmaður voru kosnir
á auka-aðalfundi í september til næsta aðalfundar.
Þeim sjóðfélögum sem hafa hug á því að bjóða sig fram er
boðið að kynna sig stuttlega á heimasíðu sjóðsins og eru þeir
beðnir um að hafa samband við starfsmenn sjóðsins.
Í sjóðnum er virkt sjóðfélagalýðræði og hafa allir sjóðfélagar
sem mæta á ársfund atkvæðisrétt.
Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga
Ársfundur
Lífeyrissjóðs verkfræðinga
Lífeyrissjóður verkfræðinga | Engjateigi 9, 105 Reykjavík | www.lifsverk.is | Sími 575 1000
Markmið sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar er að fiskveiðar umhverfis
landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt
sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um
verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Veiðiheimildir skulu ákvarðast af
nýtingarstefnu sem byggist á aflareglu hverju sinni. Íslenskur sjávarútvegur
mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er.
Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ
er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði
leitað sátta um stjórn fiskveiða.
Þjóðareign og mannréttindi
■ Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofn-
arnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Úthlutun aflaheimilda er
tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki undir neinum kringumstæðum
eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum.
■ Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna,
m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt
við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind.
Brýnar aðgerðir
■ Knýja á um frekari fullvinnslu afla hérlendis með því m.a. að skoða
hóflegt útflutningsálag á fisk og/eða að óunninn afli verði settur á inn-
lendan markað.
■ Takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða til-
færslur á heimildum milli ára.
■ Stofna auðlindasjóð sem fer með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu
þjóðarinnar. Arður af rekstri sjóðsins renni til atvinnuuppbyggingar.
■ Vernda grunnslóð. Kannaðir verði möguleikar þess að veiðar afkastamik-
illa skipa á grunnslóð og inni á fjörðum verði takmarkaðar frá því sem nú er
með það að markmiði að treysta grunnslóðina sem veiðislóð fyrir smærri
báta og umhverfisvænni veiði.
■ Skipa ráðgefandi hópa útgerðarmanna og sjómanna varðandi veiðiráðgjöf
og nýtingu sjávarauðlinda og ástand í lífríki sjávar.
■ Heimila frjálsar handfæraveiðar smábáta yfir sumarmánuðina.
Endurskoðun laga um fiskveiðar
■ Lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að:
• stuðla að vernd fiskistofna
• stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlinda sjávar
• treysta atvinnu
• efla byggð í landinu
• skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar
• leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára
tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka.
■ Endurskoðunin mun verða unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi og miðað við að áætlun um innköllun og endurráðstöfun taki gildi í
upphafi fiskveiðiárs 1. september 2010. Skipaður verði starfshópur er vinni
að endurskoðuninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræðinga.
Vistvænar veiðar – rannsóknir o.fl.
■ Ríkisstjórnin telur brýnt að treysta í sessi siðræn viðhorf í umgengni við
hafið og auðlindir sjávar í ljósi þess að maðurinn er hluti af náttúrunni og
verður að umgangast hana af ábyrgð.
■ Nýta þarf krafta sjómanna og útgerðarmanna í hafrannsóknum til að efla
gagnasöfnun og rannsóknarverkefni sem þeir eru þátttakendur í.
Kortleggja vel menntun og fræðslu í sjávarútvegi með það að markmiði að
auka menntunarstig í greininni.
■ Íslendingar áskilja sér hér eftir sem hingað til rétt til nýtingar sjávar-
auðlinda samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Forsendur fyrir veiðum
og nýtingu sjávarspendýra, sela og hvala, verði endurmetnar frá grunni með
tilliti til sjálfbærni og efnahagslegrar þýðingar fyrir þjóðarbúið í heild sem og
alþjóðlegra skuldbindinga og ímyndar Íslands.
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar
Ágreiningur vinnuveitenda
og stjórnvalda um fisk-
veiðistjórnunarkerfið er
ekki aðeins ágreiningur um
hvernig stjórna beri fisk-
veiðum heldur líka barátta
um völd. Hugsanlegt er að
af honum leiði víðtæk verk-
föll með tilheyrandi tjóni
fyrir samfélagið.
Það er af fullri alvöru sem for-
ystumenn launþega tala um að
beita fyrir sig verkföllum til að ná
fram kjarabótum. Þeir hafa fengið
nóg af því sem þeir kalla óbilgirni
atvinnurekenda og nóg af kröfum
þeirra um að ekki verði samið til
langs tíma nema stjórnvöld lúti
vilja þeirra í málefnum sjávarút-
vegsins. Hvað kemur okkur þetta
mál við? – spyrja þeir og skyldi
engan undra.
Bara nokkrar tölur
Samtök atvinnulífsins standa fast
við kröfu sína. Það verður ekki
samið ef stjórnvöld ætla að standa
við ítrustu áform sín um innköllun
og endurráðstöfun aflaheimilda.
Samtökin hafa rétt út sína sátta-
hönd; eyðublað þar sem aðeins þarf
að setja inn nokkrar tölur. Í fyrsta
lagi í hve mörg ár útgerðir fái að
nota aflaheimildir, í öðru lagi hve
mörg þúsund þorskígildistonnum
ríkið ráðstafi til samfélagslegra
verkefna fram hjá aflahlutdeildar-
kerfinu, í þriðja lagi hve hátt hlut-
fall af hagnaði útgerðar renni í
sérstakan skatt sem veiðigjald og
í fjórða lagi hve hátt hlutfall af
tekjum af sölu aflamarks umfram
kaup skuli greiða í skatt.
Himinn og haf skilja á milli
Þetta virðist einfalt og líklega
væri hægt að fylla inn í eyðurnar
á hálftíma. Vandinn er bara sá að
himinn og haf skilja að hugmynd-
ir stjórnmálamanna og útgerðar-
manna um tölurnar. Sumir póli-
tíkusar hafa til dæmis nefnt að
nýtingartíminn eigi að vera tíu ár
á meðan útgerðarmenn telja 35 ár
vera lágmark. Að sama skapi er
óravegur frá hugmyndum manna
um hve stór hluti heildaraflans
eigi að vera í aflamarkskerfinu og
hve stór hluti eigi að fara í svokall-
aða samfélagspotta. Veiðigjaldið
er svo enn eitt málið. Háar fjár-
hæðir ráðast af prósenti til eða
frá.
Innan stjórnmálanna var hlegið
þegar eyðublaðið var kynnt.
Sáttin
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar (fiskveiðikaflinn er birtur
í heild hér til hliðar) stendur að
meðal markmiða sem leggja eigi
upp með við endurskoðun laga um
stjórn fiskveiða sé að skapa sátt
meðal þjóðarinnar um eignarhald
og nýtingu auðlinda sjávar.
Að þessu hafa ýmsir aðrir hlegið.
Önnur markmið lagabreytinganna,
auk yfirlýsinga stjórnmálamanna
í stjórnarliðinu, séu þess eðlis að
enginn leið sé að sátt skapist. Eina
sáttin sem sé möguleg felist í því
að einhverjir sætti sig við að verða
undir í málinu.
Í dag er staðan sú að hvorki
stjórnvöld né útgerðarmenn/
atvinnurekendur ætla að sætta sig
við slíkt.
Samningaleiðin
Sjávarútvegsráðherra setti á lagg-
irnar starfshóp til að vinna að end-
urskoðun laganna um stjórn fisk-
veiða. Í starfinu tóku þátt næstum
tuttugu manns, fulltrúar stjórn-
málaflokkanna og hagsmunaaðila.
Hver og einn lagði af stað með
sínar hugmyndir um hvernig skip-
an fiskveiða væri best komið til
framtíðar en að meginniðurstöðu
varð að best væri að fara samn-
ingaleiðina. Það hljómar auðvitað
vel en líkt og áður var rakið hafa
menn afar ólíkar hugmyndir um
hvernig slíkir samningar eigi að
vera.
Stjórnarflokkana greinir á
Þegar skýrslan lá fyrir í sept-
ember var hafist handa í sjávar-
útvegsráðuneytinu við að smíða
frumvarp. Sú smíði stendur enn.
Engum öðrum en embættismönn-
um og örfáum þingmönnum stjórn-
arflokkanna hefur verið hleypt að
verkinu. Hvorki útgerðarmenn
né aðrir hafa verið hafðir með í
ráðum. Ekki einu sinni stjórnar-
andstaðan. Samt hefur tekið mun
lengri tíma að útbúa frumvarpið en
stefnt var að. Ágreiningur stjórn-
arflokkanna _ og að einhverju leyti
sú staðreynd að viðfangsefnið var
flóknara en talið var – hefur nægt
til að tefja verkið um marga mán-
uði.
Hverra mál?
Ekki er nóg með að deilt sé um
hugmyndir og leiðir um fyrirkomu-
lag stjórnar fiskveiða heldur deila
menn um hvort útgerðarmenn
og aðrir atvinnurekendur eigi að
koma að málinu eða yfir höfuð hafa
á því skoðun. Málið sé pólitískt og
þar með viðfangsefni pólitíkusa.
Það verður hins vegar að telj-
ast býsna eðlilegt að þeir sem eiga
sitt undir lögum um stjórn fisk-
veiða vilji hafa eitthvað um þau að
segja. Fjárfestingar í sjávarútvegi
eru gríðarlegar – nýr togari getur
kostað sex milljarða – og skiljan-
legt að þegar sest er niður til að
smíða frumvarp um greinina vilji
hagsmunaaðilar fá sæti við borðið.
Stóra málið
Í hugum stjórnarliða er málið
stærra en sem nemur endurskoðun
á einni löggjöf, þótt mikilvæg sé. Á
þeim bænum er litið svo á að málið
sé í raun barátta um völdin í samfé-
laginu. Í aldarbyrjun hafi völd verið
færð hagsmunaaðilum með þeim
skelfilegu afleiðingum sem birtust
í hruninu. Það beri því glöggt vitni
að völdum sé betur fyrir komið hjá
stjórnmálamönnum en öðrum. Því
sé mjög mikilvægt að endurskoðun
fiskveiðilaganna fari fram á for-
sendum stjórnmálanna með hefð-
bundnum umsagnarrétti hagsmuna-
aðila við meðferð málsins á Alþingi.
Í deilunni um kvótann
birtist barátta um völd
Á SJÓ Ekki sér fyrir endann á deilum um hvernig eða hverjir eigi að standa að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Að undanförnu hafa nokkrir stjórn-
málamenn lýst yfir vilja til að efnt
verði til þjóðaratkvæðagreiðslu
um framtíðarskipan fiskveiði-
stjórnar. Rétt er því að rifja upp að
tillaga þess efnis, flutt af níu þing-
mönnum Samfylkingarinnar, er til
meðferðar á Alþingi. Í henni segir
að bera eigi upp grundvallarspurn-
ingar, meðal annars um hvort taka
eigi upp nýtt fiskveiðistjórnarkerfi,
setja sérstakt stjórnarskrárákvæði
um eignarhald auðlindarinnar
og innkalla aflaheimilidir og
endurúthluta þeim gegn gjaldi til
þjóðarinnar.
Þjóðaratkvæði?