Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 18
18 28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Vegna fréttar á bls. 2 í Fréttablaðinu 26. apríl sl. um tilboð í uppsteypu og utan- hússfrágang Naustaskóla, 2. áfanga, finn ég mig knúinn til að koma eftirfarandi á framfæri. Við meðferð útboðsmála hjá sveitarfé- lögum og ríkinu er viðtekinn háttur að yfir- fara gaumgæfilega hagstæðustu tilboð til að ganga úr skugga um að allir útreikning- ar standist. Í lýsingu útboða kemur skýrt fram að ef skekkjur finnast í tilboðsskrá skal gera viðeigandi leiðréttingar á niður- stöðutölum tilboðs. Í öllum tilvikum, hvort sem um hækkun eða lækkun er að ræða, ber að benda á viðkomandi reiknings- skekkju og taka tillit til hennar. Í útboðslýsingum er ennfremur gerð krafa um að bjóðendur skili ársreikningum síðustu tveggja ára, árituðum af endur- skoðanda, og að bjóðendur séu ekki í van- skilum með opinber gjöld eða lífeyris- sjóðsgjöld starfsmanna sinna. Skilyrði um fjárhagsstöðu bjóðenda eru sett fram til að tryggja fjárhagslega hagsmuni verksins, að verktaki sem samið er við hafi fjárhags- lega burði til að klára verkið og til að gæta jafnræðis meðal bjóðenda. Við yfirferð útboða vegna framkvæmda við Naustaskóla á Akureyri, 2. áfanga, kom í ljós skekkja í tilboði SS Byggis ehf. sem lækkaði tilboðsfjárhæð um tæpar 84 millj- ónir króna og gerði það að næstlægsta til- boði. Einnig varð ljóst að bjóðandinn Ham- arsfell ehf./Adakris UAB, sem átti lægsta tilboð í verkið, upp- fyllti ekki ofangreind skilyrði um skil á árs- reikningum og opin- berum gjöldum. Af þessum ástæðum var einboðið að taka næstlægsta tilboði. Af sömu ástæðum er fráleitt að halda því fram að verið sé að hygla heimamönnum með einhverjum hætti. Vísa má til fjölmargra dæma um að stórir verktakar annars staðar af land- inu hafi, að undangengnu útboði, fengið umfangsmikil verkefni í byggingariðnaði á Akureyri. Má í því sambandi benda á hlut verktakans Ístaks hf. við byggingu Menn- ingarhússins Hofs. Lögbannsbeiðni Hamarsfells ehf./Adakr- is UAB gegn Fasteignum Akureyrarbæjar vegna málsins hefur verið vísað frá. HALLDÓR Af þessum ástæðum var einboðið að taka næst- lægsta tilboði. Rétt skal vera rétt Skipulags- mál Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri Baráttan hefst Nú, þegar rúmur mánuður er í að þingið fari í sumarleyfi, hefst hefð- bundin barátta þingmanna fyrir að fá mál sín á dagskrá. Þingsályktunartil- lögur og þingmannafrumvörp sem bíða umræðu hlaupa á tugum og eru, eins og gefur að skilja, öll mikil framfaramál fyrir land og þjóð. Meðal mála sem eru enn órædd eru tillaga Árna Johnsen um fuglaskoðunarstöð í Garði, tillaga Gunnars Braga Sveins- sonar um rann- sókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna og tillaga Guð- mundar Steingrímssonar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Líkfrysting og launalækkun Meðal óræddra þingmannafrumvarpa er frumvarp Eyglóar Harðardóttur um þurrfrystingu við greftrun, frumvarp Árna Johnsen um hægri beygju á móti rauðu ljósi og frumvarp Einars K. Guðfinnssonar um fasteignaskatt af ratsjárstöðvum. Frumvarp Marðar Árnasonar um afnám sérstakra álagsgreiðslna til formanna þingflokka og fasta- nefnda þingsins er hins vegar í nefnd. Þráinn fyrst Enn ályktar VG-fólk um að þingmenn sem segi sig úr þingflokki VG eigi að afsala sér þingmennsku og hleypa að varamanni. Nú síðast ályktuðu deild- irnar í Stykkishólmi og Grundarfirði í þá veru vegna úrsagnar Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokknum. Ekki er mark takandi á þessum ályktunum fyrr en sama fólk ályktar með sama hætti um Þráin Bertelsson, sem sagði sig úr Borgarahreyfingunni og gekk síðar í VG. bjorn@frettabladid.isÖ gmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ákveðið að flytja ekki Landhelgisgæzluna til Suðurnesja að svo stöddu og þar með gengið þvert gegn væntingum heima- manna og rofið þau fyrirheit sem margir töldu að ríkis- stjórnin hefði gefið þegar hún fundaði í Reykjanesbæ og lofaði að skoða málið. Þetta er engu að síður rétt ákvörðun. Eftir að varnarliðið yfirgaf Keflavíkurflugvöll kom hugmyndin um flutning Gæzlunnar fljótlega upp. Réttilega hefur verið bent á að þar sé aðstaða sem gæti hentað stofnuninni ágætlega og nóg sé af höfnum á Suðurnesjum. Þá hafa menn séð möguleika í að Gæzlan yfirtæki verkefni sem Varnarmálastofnun sáluga hafði með höndum. Þarna var komið prýðilegt mál fyrir kjörna fulltrúa Suðurnesja- manna að taka höndum saman um. Í nóvember lofaði ríkisstjórnin að skoða vandlega kosti þess að flytja Gæzluna og hét því að athuga hagkvæmni flutningsins. Í janúar tóku allir þingmenn Suðurkjör- dæmis og oddvitar meirihluta og minnihluta bæjarstjórna á Suður- nesjunum sig saman og skoruðu á ríkisstjórnina að klára málið. „Samstaða alþingismanna og sveitarstjórnarmanna þvert á stjórn- málaflokka um flutning Landhelgisgæslunnar gefur væntingar um að ákvörðun um flutning stofnunarinnar til Suðurnesja gangi eftir hið fyrsta,“ sagði í þeirri áskorun. Í framhaldinu lögðu svo allir þingmenn kjördæmisins fram þingsályktunartillögu, þar sem áskorunin er endurtekin og ein- göngu útlistaðir kostirnir við flutning. „Með flutningi Landhelgis- gæslunnar á Suðurnes mundi ríkisvaldið sýna í verki stuðning við eflingu atvinnulífs þar auk þess að gera Landhelgisgæsluna að enn öflugri stofnun til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir í greinar- gerð með tillögunni. Þar gleymist þó að spyrja um hugsanlegan kostnað skattgreiðenda af flutningnum. Þetta er gamla kjördæmapotsaðferðin. Þingmenn kjördæmisins og aðrir sameinast um að þrýsta á framkvæmdarvaldið að taka flotta pólitíska ákvörðun sem aflar atkvæða. Kostnaðinn má reikna út seinna, eða þá búa til bjartsýnar áætlanir sem ekki standast – og of seint er að endurskoða þegar verkið er komið á fleygiferð. Nú er hins vegar hagkvæmniathugun innanríkisráðuneytisins á flutningi Gæzlunnar lokið, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Niðurstaðan er sú að bæði sé mjög dýrt að flytja stofnunina til Suð- urnesja, kosti um 700 milljónir, og gera megi ráð fyrir að árlegur rekstrarkostnaður hækki um aðra eins upphæð á nýja staðnum. Kapp er bezt með forsjá. Við núverandi aðstæður, þegar Land- helgisgæzlan er svo fjársvelt að hún getur varla sinnt lágmarks- skyldum sínum, er ekkert vit í að henda peningunum í dýra flutninga. Vandi Suðurnesjamanna í atvinnumálum er vissulega alvarlegur, en meira að segja ráðherrar Vinstri grænna eru farnir að átta sig á að það er ekki hlutverk ríkisins að skapa störf á kostnað skattgreiðenda til að leysa úr þeim vanda. Vonandi er ákvörðun innanríkisráðherra til marks um ný vinnu- brögð – eða kannski eigum við bara að þakka fyrir að Ögmundur er ekki þingmaður Suðurkjördæmis. Það er rétt ákvörðun að flytja Landhelgis- gæzluna ekki til Suðurnesja vegna kostnaðar. Kapp með forsjá Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Farfuglar ❚ Borgartúni 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 575 6700 ❚ info@hostel.is Í samstarfi við verkefnið Grænn apríl bjóða Farfuglar öllum náttúruunnendum í gönguferð í náttúruparadísina Valaból. Lagt verður af stað frá bílaplani við Kaldársel kl. 18:00 þann 28. apríl og reiknað er með að gangan taki um 2 tíma. Göngufólk taki með sér hlýjan og skjólgóðan fatnað en Farfuglar bjóða upp á heitt kakó og kruðerí þegar áð verður við Músarhelli sem hefur verið verða áningar- og gististaður Farfugla og annars útivistarfólks í yfir 70 ár. Hlökkum til að sjá ykkur öll! 28. apríl kl. 18:00 Gönguferð Farfugla í Valaból

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.