Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 24
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR24
timamot@frettabladid.is
37
Einn ötulasti safnari landsins, Þórður
Tómasson, safnvörður Byggðasafns-
ins í Skógum, stendur á níræðu í dag.
Í tilefni tímamótanna kemur út bók
eftir Þórð; Svipast um á söguslóðum –
þættir um land, menn og mannaminj-
ar í Vestur-Skaftafellssýslu. Skrudda
gefur bókina út.
„Bókin er úttekt á kynnum mínum
af landi og fólki í Vestur-Skaftafells-
sýslu á meira en fimmtíu ára tímabili.
Bókin nær yfir alla sýsluna. Bæði eru
þar minja- og minningarþættir um
sögustaði, fólk og svo ágrip af minni
eigin sögu sem safnara,“ segir Þórður.
Þeir menn og konur sem koma við
sögu í bók Þórðar er fólk sem hann
kynntist í gegnum starf sitt við söfn-
un hluta fyrir Byggðasafnið í Skógum.
Söfnun hans byrjaði snemma. „Ég var
um fermingaraldur þegar ég byrjaði
að safna gömlum hlutum og þá í fyrstu
fyrir sjálfan mig. Síðar byrjaði ég að
safna fyrir samfélagið, fyrir Rangár-
vallasýslu árið 1946 og Vestur-Skafta-
fellssýsla bættist við árið 1952 þann-
ig að safnið er sameign Rangæinga og
Vestur-Skaftfellinga.“
Með því fyrsta sem Þórður safnaði
voru hlutir sem bændur í nágrenni
hans voru að leggja til hliðar. „Bænd-
urnir voru að leggja hin gömlu
atvinnutæki á hilluna sem hafði verið
bjargast við um aldaraðir og það voru
þau sem ég var að sníkja. Sum af þess-
um tækjum voru þá þegar orðin mjög
sjaldséð. Það voru algjör tímamót
um miðja 20. öldina, ný menning var
að nema land og það lá ekkert annað
fyrir öllum þessum gömlu tækjum en
að hverfa.“
Byggðasafnið á Skógum er fjölsótt-
asta safn landsins utan Reykjavíkur í
dag, með yfir 40.000 gesti á ári. „Safn-
ið er bæði sjóminja- og landbúnaðar-
safn sem og listiðnaðarsafn þar sem
það hýsir mikið af merkilegum hlut-
um bæðir úr trésmíði og málmsmíði
og hannyrðum kvenna,“ segir Þórður.
Fólkið í Skaftafellssýslu, sem Þórð-
ur hafði kynni af og reifar í bók sinni,
segir safnvörðurinn hafa verið afskap-
lega þægilegt, gestrisið, yfirlætislaust
og velviljað. „Mörg heimili voru þar
svo framúrskarandi gestrisin að ég
hef aldrei kynnst öðru eins. Bjuggu
veisluborð hversdagsfólki sem kom í
heimsókn. Og allir virtust hafa góðan
skilning á þessu erindi mínu. Ég hygg
að menn hafi sumir talið í byrjun að
þetta væri einhver andleg truflun í
mér þegar ég byrjaði að safna göml-
um hlutum en skilningur fólks virt-
ist fljótlega vakna fyrir því að þetta
væri gott verk að vinna fyrir framtíð-
ina – að bjarga minjum hinnar gömlu
þjóðmenningar á safn sem allir ættu
aðgang að.“
Þórður ætlar ekki að efna til veislu
á afmælisdaginn, verður að heiman og
segist heldur vilja láta lítið fara fyrir
sér. „Það er einhver ósjálfráð hvöt sem
hefur stjórnað lífi mínu og hvatt mig
til starfa á þessu sviði og ég tel að það
hafi verið af hinu góða. Ef ég hefði
ekki gert það held ég að enginn hefði
gert það.“
Þórður segir starf sitt hafa gefið
sér hamingju upp á hvern einasta
dag. „Umgengni við þessa gömlu hluti
og umgengi við fólk hefur verið mín
lífsfylling. Ég þakka guði fyrir hvern
góðan dag sem hann gefur mér. Ei
fyrir dagsmorgni komandi kvíð.“
juliam@frettabladid.is
ÞÓRÐUR TÓMASSON SAFNVÖRÐUR BYGGÐASAFNSINS Í SKÓGUM: ER NÍRÆÐUR
Söfnunin hófst um fermingu
FRUMKVÖÐULL Í SAFNSTARFINU „Ég hygg að menn hafi sumir talið í byrjun að þetta væri ein-
hver andleg truflun í mér þegar ég byrjaði að safna gömlum hlutum en skilningur fólks virtist
fljótlega vakna fyrir því að þetta væri gott verk að vinna fyrir framtíðina – að bjarga minjum
hinnar gömlu þjóðmenningar á safn sem allir ættu aðgang að,“ segir Þórður Tómasson,
safnvörður Byggðasafnsins í Skógum. MYND/ÚR EINKASAFNI
Á þessum degi árið 1988 varð uppi fótur og fit í búðum
íslensku sendinefndarinnar í Eurovison-söngvakeppn-
inni það árið þegar söngvari íslenska Eurovision-lagsins,
Stefán Hilmarsson, fékk svæsna hálsbólgu. Aðeins
tveir dagar voru þá í lokakvöldið og Stefáni var því
fyrirskipað að halda sig innandyra fram að keppninni,
ekki syngja nema á þeim tveimur æfingum sem eftir
voru og almennt ekki mæla orð frá munni nema brýna
nauðsyn krefði. Stefán sagði í viðtali við Morgunblaðið
að hann væri þó viss um að hann myndi hafa það af
að syngja en talsmaður frá sjónvarpinu sagði að ef
svo ólíklega vildi til að Stefán gæti ekki sungið
myndi Ísland falla frá þátttöku í keppninni.
Fleiri Íslendingar sem voru í för með Eurovison-
hópnum veiktust af téðri hálsbólgu. Þeirra á
meðal kraftajötuninn Jón Páll Sigmarsson og
þáttagerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson.
Sverrir Stormsker var höfundur lagins sem
Stefán söng í keppninni, sem kallaðist Þú og
þeir. Lagið hafnaði í 16. sæti.
ÞETTA GERÐIST: 28. APRÍL 1989
Eurovison-söngvari með hálsbólgu
PENÉLOPE CRUZ leikkona er 37 ára.
„Ég kann vel við að leika hlutverk sem
gera mig óþekkjanlega.“
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Eva Pálmadóttir
Greniteig 10, Keflavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugardaginn
16. apríl. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 29. apríl kl. 14.00. Sérstakar þakkir til
starfsfólks á Hlévangi fyrir einstaka umönnun og hlýtt
viðmót.
Þórlína Ólafsdóttir Vilhjálmur Kr. Eyjólfsson
Jóhannes Ólafsson Rósa Björk Guðmundsdóttir
Pálmi Ólafsson Jóhanna Malena Karlsdóttir
Ólafur Ólafsson Rosalia Novanti Soliwoa Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona, móðir, amma
og langamma,
Sunna Karlsdóttir
frá Vestmannaeyjum, til heimilis að
Æsufelli 4, Reykjavík,
lést að heimili sínu þriðjudaginn 26. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Andri Valur Hrólfsson
Ívar Andrason Sigrún Guðnadóttir
Ólafur Darri Andrason Kristjana Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær frænka okkar,
Maja J. Berg. Jónsson
lést 19. apríl síðastliðinn.
Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur
Elskulegur eiginmaður minn,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
Ásbjörn Haukur
Kristjánsson
Kjartansgötu 19, Borgarnesi,
andaðist á heimili sínu að morgni þriðjudagsins
26. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey.
Kristín Stefánsdóttir
Dóra Sigríður Gísladóttir Jakob Guðmundsson
Páll Aðalsteinn Svansson Margrét Skúladóttir
Svanhildur Björk Svansdóttir Sigurður Arilíusson
Anna Kristín Svansdóttir Gísli Már Kristjánsson
og afabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, sonur,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Kristján Sigurbjarnarson
verkfræðingur, Leirutanga 19,
Mosfellsbæ,
lést sunnudaginn 24. apríl á heimili sínu.
Ólöf S. Valdimarsdóttir
Áslaug Kristjánsdóttir
Valdimar Kristjánsson Anna Magdalena Helgadóttir
Áslaug Kristjánsdóttir Thor Thors
Katrín Kristjánsdóttir Peter Gadermeier
og afabörn.
AFMÆLI
JAY LENO
þáttastjórn-
andi er 61
árs í dag.
JESSICA
ALBA leik-
kona er 30
ára í dag.
Merkisatburðir
1819 Konungur fyrirskipar að tugthúsið í Reykjavík verði emb-
ættisbústaður stiftamtmanns.
1945 Einræðisherrann Benito Mussolini er tekinn af lífi ásamt
hjákonu sinni, Clarettu Petacci, og nokkrum fylgdarmönn-
um.
1965 Fimmtíu ára leikafmælis Haraldar Björnssonar er minnst
hjá Leikfélagi Reykjavíkur með sýningu á Ævintýri á
gönguför.
1969 Charles de Gaulle segir af sér forsetaembætti Í Frakklandi
og Georges Pompidou tekur við.
1993 Alþingi samþykkir aukaaðild landsins að Vestur-Evrópu-
sambandinu.
2007 AFL Starfsgreinafélagið er myndað með sameiningu
þriggja stéttarfélaga á Austurlandi.